Lífið

„Get ekki hætt að hlusta og gráta“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elín Ey er afar rómantísk.
Elín Ey er afar rómantísk. Instagram

Þrátt fyrir fjarlægðina lét tónlistarkonan Elín Ey ekki standa í vegi fyrir því að gleðja unnustu sína, listakonuna Írisi Tönju Flygenring, sem fagnaði 36 ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins deildi Elín hjartnæmu myndskeiði á Instagram þar sem hún flytur lagið Tiny Dancer eftir Elton John.

Elín er stödd í Bandaríkjunum um þessar mundir þar sem hún er á tónleikaferðalagi og því ljóst að söknuðurinn er meiri á dögum sem þessum.

„Elska þig svo mikið mikið mikið, ástin mín eina. Fallegust í heimi með fallegustu röddina – fallegasta gjöf sem ég gæti hugsað mér,“ skrifaði Íris við færslu Elínar á Instagram.

Íris endurbirti myndskeiðið í story á Instagram-síðu sinni og skrifaði: „Nei bara ha? Ég get ekki hætt að hlusta og gráta. Svo erfitt að hún sé hinum megin á hnettinum að gera það sem hún gerir best, en guð minn almáttugur. Þetta er fallegasta afmælisgjöf sem ég gæti hugsað mér – fyrst hún sjálf er ekki í boði.“

Flutning Elínar má heyra í færslunni hér að neðan:

Íris Tanja og Elín byrjuðu saman í mars árið 2022, stuttu eftir að Elín vann Söngvakeppni sjónvarpsins ásamt systrum sínum með laginu Með hækkandi sól. Þær systur kepptu síðan fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tórínó í maí 2022.

Í október sama ár fór Íris á skeljarnar og bað um hönd Elínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.