Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 08:01 Stefán Haukur Erlingsson er þessa dagana á hvolfi í síðasta frágangi fyrir stóra stökkið þann 22.11.2025: Þegar fjölskyldan flytur til Ítalíu. Stefán gefur okkur innblástur í dag fyrir draumalífið, sem hann segir svo marga langa til að fylgja eftir en þora ekki. Vísir/Anton Brink „Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að hafa tíma til að búta til kjötsúpuna sem er víst algjört möst fyrir fjölskylduna áður en ég fer,“ segir Stefán Haukur Erlingsson og skellihlær. Algjörlega á hvolfi. Við það að flytja til Ítalíu og hefja draumalífið formlega. Búinn að kaupa sér hús þar með sinni ektafrú, en á Ítalíu er stefnan sú að skapa spennandi framtíðartækifæri og jafnvel fara í frekari fasteignakaup og mögulega í ferðaþjónustu. Svo ekki sé talað um að láta á listsköpunina reyna fyrir alvöru. „Það er svo sannarlega ekkert erfiðara að koma sér á framfæri í útlöndum en hér,“ segir Stefán um þau mál. Að hlusta á Stefán lýsa draumahúsinu á Ítalíu og öllu því sem fram undan er, er hreinn unaður. Svo spennandi. Svo æðislegt. Svo rómantískt. Svo geggjað. Fyrir nokkru seldu Stefán og Sigríður Indriðadóttir, eiginkona hans, eignina sína í Garðabæ, pökkuðu búslóðinni í gám og sendu til Ítalíu. Þar voru þau þegar búin að kaupa sér hús. Formlegur brottfarardagur er 22.11.2025 en þann daginn verður Ísland kvatt og flutt til Ítalíu: Stefán, Sigríður og dóttirin Mirra. En hvernig fer sumt fólk að því að láta draumana rætast en aðrir ekki? „Þetta snýst um hugrekki. Svo marga langar að taka stökkið en þora ekki,“ svarar Stefán, einlægur og með hlýju. Og alveg til í að gefa okkur hinum innblástur í dag; hvatningu til að láta draumana okkar rætast. „Síðustu vikur og mánuði hefur maður tekið sérstaklega vel eftir þessu. Fólk segir: Oooh, hvað ég væri ógeðslega mikið til í að elta drauminn minn eins og þið… Staðreyndin er þó sú að fæstir þora úr búbblunni sinni. Fólk festist í hugsunum eins og: Hvað með tekjurnar, hvernig á ég að borga reikninga og svo framvegis,“ segir Stefán. „Tíminn er samt svo fljótur að líða. Mér finnst til dæmis síðustu tíu til tuttugu árin hafa flogið og eitt af því sem margir tala um er að með aldrinum virðist tíminn líða enn hraðar ef eitthvað er. Sem þýðir að ef þú vilt láta draumana þína rætast, þarftu að taka ákvörðun um það. Þetta er spurning um að hrökkva eða stökkva.“ Í Áskorun fjöllum við um erfiðu málin en líka allt það jákvæða og góða sem getur byggt okkur upp eða hvatt aðra til dáða. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um öll lífsins verkefni. Trulli-húsið og lóðin sem Stefán og eiginkonan, Sigríður Indriðadóttir, keyptu sér í Alberobello í Puglia. Hjónin ákváðu strax að setja upp sólarsellur þannig að gestir gætu nýtt sér sundlaugina allt árið um kring, samhliða því að þau spara sér kyndingarkostnað. Hvar er draumurinn? Hvar er draumurinn? Hvar ertu lífið sem ég þrái? …syngur Stefán Hilmarsson í laginu góðkunna. Ætli það fyrsta fyrir draumalífið felist ekki í því að átta sig á því hver draumurinn er yfir höfuð. Því ekki allir eru með draumana sína sem mjög skýra sýn. „Sigga bjó úti um tíma, var í námi í Svíþjóð. En ég hef aldrei búið í útlöndum. Við áttum það þó sameiginlegt að langa bæði til að flytja til útlanda,“ segir Stefán. Hjónin hafa ferðast víða. En þekktu ekki mikið til Ítalíu. „Fyrir rúmu ári síðan fórum við til Ítalíu í fyrsta sinn. Og kolféllum fyrir landi og þjóð.“ Síðan þá hafa ótrúlegustu hlutir gerst. „Nú, rétt rúmu ári síðar erum við búin að kaupa draumaeignina okkar og erum alsæl!“ segir Stefán. Í nýju umhverfi er að mörgu að huga. Margt er öðruvísi þar en hér en eins þarf líka að hugsa fyrir öllu, til dæmis að tryggja að hægt sé að nota sundlaugina í húsinu allt árið um kring. „Ég fór út í haust til að taka á móti gáminum með búslóðina. Svaf fyrstu nóttina með teppi og í öllum fötunum, alveg að frjósa því húsið var svo kalt,“ segir Stefán og skellihlær. „Síðustu vikur var ég síðan að vinna í því með verkfræðingi að undirbúa uppsetningu á sólarsellum. Sem munu bæði eyða út öllum kostnaði við kyndingu og kælingu á húsinu, tryggja að sundlaugin geti verið í notkun allt árið um kring og síðan fáum við greitt fyrir umfram orku sem við nýtum ekki.“ Frá hugmynd að veruleika á rúmu ári: Hjónin unnu heimavinnuna sína vel áður en þau tóku ákvörðun um hvar þau myndu staðsetja sjálfan sig og fyrirtækið. Gervigreindin var nýtt, excelskjalið útfyllt og í nokkrar vikur ferðuðust þau um héruð Ítalíu til að skoða ólík svæði. Draumahúsið fundu hjónin í Puglia. Nánar tiltekið í bæ sem heitir Alberobello. Sem þýðir fallegt tré og á einmitt óskaplega vel við þessa sögu eins og við munum heyra um síðar. Í Alberobello eru hin sögufrægu Trulli-hús sem eru á heimsminjaskrá Unesco og þannig er hús Stefáns og Sigríðar. Yfir 200 ára gamalt og friðað. Trullihúsin ein og sér virðast einfaldlega algjört ævintýri í sjón. Svæðið er efst á háa hælnum á Ítalíustígvélinu, draumastaður sem hjónin fundu eftir eins og hálfs árs langa leit um alla Ítalíu. Stefán segir kaupin hafa gengið nokkuð fljótt í gegn og með ólíkindum hversu mikið ítalska samfélagið opnar sig fyrir þeim sem þangað flytja og eru að koma sér fyrir. Allir séu tilbúnir að hjálpa í þessu um það bil tíu þúsund manna samfélagi. „Við erum fyrstu Íslendingarnir til að eiga lögheimili í Alberobello og þeir eru ótrúlega spenntir fyrir komu okkar í bæinn. Við hlökkum sömuleiðis mjög til að verða hluti af þessu dásamlega samfélagi, sem í raun telur ekki bara Alberobello, heldur líka nágrannabæina Locorotondo og Martina Franca.“ Eru þessar flíkur virkilega úr tré? er auðvelt að spyrja. Stefán hefur skorið út alls kyns flíkur, meðal annars ofur-konujakkann frá Ralph Lauren, sem Smartland hefur fjallað um. Fallega tréð: Ítalía, Mosfellsdalur Þótt tengingin við fallega tréð sé nú við Alberobello á Ítalíu, má líka tengja söguna um fallega tréð við Mosfellsdalinn. Þar sem Stefán er alinn upp, fæddur 1976 og sonur Erlings Ólafssonar og Helgu Kristjánsdóttur. Sem lengi ráku garðyrkjustöð í Mosfellsdalnum. Stefán er yngstur í fimm systkinahópi og snemma kom sá áhugi í ljós hjá honum, að vilja skera út í tré. „Verkefnavalið hefur án efa mótast af því að alast upp í Mosfellsdalnum, í náttúrunni og gróðrinum, hjá ánni, fjallinu,“ segir Stefán aðspurður um listaverkin sín. Sem þó spanna ýmiss áhugaverð verk: Ralph Lauren ofur-konujakkan, whisky-kassa, gestabækur, jólatré. „Mig vantaði hugmynd að næsta verki og Ralph Lauren ofur-konu jakkinn var eitthvað í fréttum á Smartlandinu og Sigga fer að grínast með hvort það væri ekki fín hugmynd fyrir næsta verk. Ég greip hugmyndina og fór eiginlega bara beint út í skúr og byrjaði að skera,“ segir Stefán og hlær. Þó alvarlegur. Því á bak við hvert verk má áætla að lágmarki 120 vinnustundir. Margir kenna Stefán við hjól enda starfaði hann lengi í Erninum, æfði meðal annars bike fit og í um átta ár, hjólaði hann daglega í vinnuna allan ársins hring: Frá Mosfellsdal niður í Skeifu. Tíu hjól fóru með í gáminn til Ítalíu. Að sögn Stefáns hefur hann skorið út allt frá nærbuxum upp í heila kistu. Húsmuni, fatnað, skilti, gestabækur, kassa fyrir vínflöskur, blóm og alls kyns. Hann hefur líka grafið í járn og bein. „Úlfar heitinn á Þremur frökkum var kúnni hjá mér og keypti oft verk,“ segir Stefán og vísar þar til veitingamannsins kunna Úlfars Eysteinssonar. „Ég skar út lógóið fyrir hann en datt síðan í hug að búa til skúlptúr úr lógóinu, þannig að það sæist í þrívídd,“ segir Stefán og bætir við: „Ég talaði ekkert við hann um þetta. Tók birkilurk, byrjaði að skera, fór síðan og sýndi honum og auðvitað keypti hann það af mér.“ Reynslan úr Mosfellsdalnum er strax að nýtast vel úti. Þar sem lóðin við húsið á Ítalíu er stór og býður upp á marga möguleika. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að geta ræktað mína eigin ávexti á trjám,“ segir Stefán alsæll. Enda nú þegar byrjaður að leggja grunninn að slíkri ræktun og meira til, enda eru um tuttugu tegundir af ávaxta- og hnetutrjám í garðinum. Stefán segir stærstu hindrun fólks í að láta draumalífið verða að veruleika vera ótti. Margir festist í búbblunni sinni og þori ekki. Velti fyrir sér tekjunum, hvernig á að borga reikningana og svo framvegis. Á flest öllu sé þó hægt að finna lausnir ef fólk vill.Vísir/Anton Brink Tækifærin í bakpokanum Ætlunin í dag er að fá innblástur og hugmyndir um það, hvernig mögulega við getum öll skapað okkar eigin draumalíf. Eða leyft okkur að hugsa út fyrir boxið, skoða möguleikana. Í þeim efnum, segir Stefán mikilvægt að týna allt til úr bakpokanum og vera dugleg og frökk að átta okkur á því sjálf, hvaða tækifærum við getum mögulega unnið að. Ekki vegna þess að allt liggur svo skýrt fyrir, heldur vegna þess að allt getur gerst. Dæmið sem við ætlum að nefna hér, eru hjólreiðar og reynsla Stefáns af þeim. Því þekkt í ferðamennskunni, ekki síst á Ítalíu, eru hjólreiðar. „Ég starfaði lengi hjá Erninum. Byrjaði nánast á sópnum á verkstæðinu, varð fljótt verkstæðisformaður og síðar verslunarstjóri allt þar til í fyrra þegar ég hætti þar,“ segir Stefán. Í um átta ár, hjólaði Stefán allan ársins hring til og frá vinnu. Frá Mosfellsdal og niður í Skeifu. „Þetta tók 30–55 mínútur. Fór eftir veðri og vindum,“ segir Stefán nokkuð sposkur. Stefán var valinn í úrtakshóp fyrir fyrsta hjólreiðalandsliðs Íslands en hafnaði því tækifæri á sínum tíma vegna anna. „En ég æfði hjólreiðar af miklu kappi og sérhæfði mig líka í bike fit,“ segir Stefán og í samtalinu er auðheyrt að þarna er fagmaður á ferð. Fjölskyldan er samstíga í því að halda út á vit ævintýranna en dóttirin Mirra mun flytja með Stefáni og Sigríði í nóvember. Hjónin munu fljúga til Íslands eins og þörf verður fyrir verkefni og störf á Íslandi: Í dag sé fjarvinna líka orðin hluti af veruleika atvinnulífsins svo víða. Hvort hjól og hjólreiðar verði hluti af framtíðarplönum fjölskyldunnar á Ítalíu verður spennandi að fylgjast með. Það fóru alla vega tíu hjól með í gámnum, þar af eitt frá nágranna þeirra úr Garðabænum sem fór óvart með í gáminn, en komst svo aftur til síns heima! Stefán segir mikilvægt að reyna ekki að ákveða allt fyrirfram. Í sumu sé líka í góðu lagi að vera í flæði og sjá hvað gerist. „Það sem virðist gerast er að þegar þú ert búinn að taka ákvörðum og ferð að fylgja hlutunum eftir, er eins og hvert tækifærið á eftir öðru banki á dyrnar,“ segir Stefán og nefnir nokkur dæmi. „Fasteignasalinn okkar er til dæmis orðinn mjög góður vinur minn og hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið og tengt okkur við frábært fólk, bæði iðnaðarmenn og stjórnsýsluna, sem er ómetanlegt. Og smám saman stækkar tengslanetið. Um daginn fór ég í litla sérvöruverslun með chili og eigandinn sýndi mér engan áhuga fyrr en ég fór að segja honum að við værum að flytja í bæinn og hvað við værum að gera: Nú vill hann að ég fari að skera út chilli fyrir hann til að selja í búðinni!“ Stefán skellihlær við frásögnina en er þó alvarlegur í senn. Málið er að ef þú leyfir þér að vera bjartsýnn og leyfir þér að vera í þeirri orku að efast aldrei, hafa þessa sterku trú og fylgja hugsjóninni eftir, kemur brátt í ljós að ótrúlegustu hlutir geta farið að gerast, allir hjálpa þér og allt virðist tengjast.“ Nýja draumahús Stefáns og Sigríðar er yfir 200 ára gamalt Trulli-hús sem er friðað. Alberobello er efst á háa hælnum á Ítalíustígvélinu. 55 ólífutré eru á lóðinni, gámurinn með búslóðinni er kominn á staðinn og undanfarið hefur Stefán verið að vinna í garðinum og undirbúa sundlaugina fyrir gesti. Ólífutrén og Stefano Falco Á landareign Stefáns og Sigríðar eru 55 ólífutré og næsta haust mun fyrsta uppskeran skila sér: Þeirra eigin ólífuolía. Fyrir Stefán sem tréskurðarmeistara, eru ólífutrén líka spennandi viður að fara að vinna með. Vefsíða með verkum hans er í smíðum og erlendis er ætlunin að markaðssetja verkin undir listamannanafninu Stefano Falco; nafni sem Ítalirnir eiga auðvelt með að samkenna sig við. Að ræða tréskurð er hins vegar eitthvað sem Stefáni er greinilega mikið hjartans mál. „Það eru margir að dunda sér við einhvers konar tréskurð en það er langt frá því að vera sambærilegt við færnina sem iðngreinin sem slík kallar á og tekur margra ára eða áratuga þjálfun,“ segir Stefán og skýrir út. „Á Íslandi eru nánast engir myndskurðarmeistarar eftir, sem er löggilta starfsheiti stéttarinnar. Gömlu meistararnir, Ríkharður Jónsson, Hannes Flosason og fleiri eru látnir. Þegar ég fór í skurðlistaskólann hjá Hannesi á sínum tíma, var talað um tréskurðinn sem frumkvöðlastarf því iðngreinin lognaðist eiginlega út af í svo langan tíma.“ Stefán veit ekki til þess að iðngreinin sé enn kennd en einhverjir hafi þó talað fyrir því að það ætti að taka greinina upp sem hluta af listgrein frekar en iðngrein. „Mamma og pabbi höfðu mikinn áhuga á antíkhúsgögnum. Mamma kenndi handavinnu, pabbi var listamaður með bíla og síðan ólst maður upp í þessari náttúru sem Mosfellsdalurinn er,“ segir Stefán um upphafið sitt. „Pabbi keypti tréskurðarjárn fyrir mömmu að nota, sem hún notaði aldrei en ég var farinn að fikta með, strax 10–11 ára,“ segir Stefán og lýsir því hvernig það að skera út hafi alltaf verið svo mikil ástríða og sköpun fyrir hann að allur tími hverfur. „Maður fer bara út í skúr, byrjar að skera út og klukkustundirnar líða án þess að maður geri sér nokkra grein fyrir því.“ Stefán er mikill whiskey-áhugamaður og safnari. Enda hefur hann smíðað og skorið út fjöldan allan af whiskey-kössum, sem stundum hafa verið til sölu á Edinborgarflugvellinum. Sagan á bakvið whiskey áhugann byggir á lyktinni sem Stefán fann á Mývatni forðum daga.Vísir/Anton Brink Whisky-lyktin frá Mývatni Stefán er margrómaður whisky-áhugamaður og safnari. Hann seldi whisky-safnið sitt nýlega til Hótel Keflavíkur, þar sem það sómir sér vel í glæsilegum glerskáp í móttöku hótelsins. Sagan á bak við þennan áhuga er nokkuð skemmtileg. „Ég var á snjósleðamóti með mömmu og pabba á Mývatni. Ætli ég hafi ekki verið svona 10 ára. Við vorum á hótelinu þegar ég finn þessa svakalega góðu lykt þegar það var verið að bera fram veitingar í fólk,“ segir Stefán en bætir við: „En ég vissi ekki hvaða lykt þetta var né af hverju lyktin var.“ Árin liðu. Og alltaf mundi Stefán eftir lyktinni góðu. Þrjátíu árum síðar kynnist ég síðan whiskyinu. Þá orðinn fullorðinn og kveiki þá loksins á því að það sem verið var að bera fram í gesti á Mývatni, var whisky.“ Einkenni safnara eru hins vegar oft þannig að meira er rætt um gæðin, ferlið, tegundirnar og svo framvegis. Að drekka whisky-ið er ekki endilega aðalmálið. Í dag tilheyrir Stefán ákveðnu samfélagi whisky-áhugamanna og safnara. Hefur eignast vini og kunningja þessum málum tengdum bæði hérlendis og erlendis og aldrei að vita hvort whisky á eftir að dúkka upp í nýja ævintýrinu þeirra á Ítalíu. „Whisky-kassana sker ég út þannig að það er allt á kassanum sem tengist ferlinu við að búa það til; bygg, reykur, blóm og svo framvegis,“ segir Stefán um kassana góðu, sem til að mynda hafa af og til verið til sýnis á Edinborgarflugvellinum, þar sem góðvinur Stefáns í dag, safnari eins og hann, starfar. Á Ítalíu ætlar Stefán að vinna tréskurðinn undir listamannaheitinu Stefano Falco og nú er vefsíða í smíðum. Hjólareynslan mun án efa koma hjónunum til góða en Stefán segir að eigi endilega að horfa vel í bakpokann. Oft sé þar að finna ýmsa reynslu og þekkingu sem hægt sé að skapa sér ný tækifæri út frá. Draumalífið Einhvers staðar á ég að finna aðrar slóðir, önnur mið … syngur Stefán Hilmars áfram. Þegar talið berst að draumalífinu og hvernig fólk getur lifað því lífi sem það langar í, segir Stefán að í raun snúist málið um að velta því fyrir sér hvort fólk sé að lifa draumalífinu sínu nú þegar. Eða hvort það langi að lifa annars konar lífi og hvað þarf til svo hægt sé að skapa það líf. „Svo er bara að láta vaða og treysta veröldinni.“ Það sem Stefán segir líka hafa komið í ljós á síðustu mánuðum er að þegar fólk tekur af skarið og lætur á hlutina reyna, kemur fljótt í ljós að hver hurðin virðist opnast á fætur annarri. Þó þurfi að undirbúa sig vel og vanda til verka. Margra mánaða vinna sé að baki hjá þeim hjónum. Þar sem allir hlutir voru skoðaðir ofan í kjölinn. Gervigreindin notuð, excelskjalinu stillt upp, ferðast á milli svæða og héraða á Ítalíu. Og svo mætti lengi telja. Þá þarf að púsla saman Íslandi og Ítalíu. Því Sigríður á og rekur ráðgjafafyrirtækið Saga Competence, sem þýðir að hún mun fljúga oftar heim til Íslands vegna vinnu. Sumt er unnið staðbundið, annað í fjarvinnu. Allt sé hægt og síðustu mánuðir hafi meðal annars falið í sér undirbúning fyrir þessar breytingar. Stefán sé sjálfur á leið til Íslands líka næstu mánuði, með tréskurðarnámskeið bókuð snemma á nýju ári. Ekkert í vinnu eða starfi þeirra hjóna komi þó í veg fyrir að það sé líka hægt að byggja upp framtíðartækifæri fyrir fjölskylduna ytra og láta draumalífið rætast. Stefán segir ótrúlegustu hluti fara að gerast þegar fólk fylgir draumum sínum eftir; nýjar dyr opnist út um allt! Enda sé staðan sú að þar sem hræðslan er, er gullið að finna og því sé mikilvægt að fólk að minnsta kosti láti á það reyna að skapa sér sitt eigið draumalíf; hvernig svo sem það er hjá hverjum og einum.Vísir/Anton Brink „Ég veit að það að láta drauma rætast þýðir líka að þú þarft að stíga inn í óttann. En ég hef hitt fjöldann allan af fólki sem segir svo oft að það sjái eftir því að hafa ekki gert þetta og hitt. Eða talar um hvað það ætlar að gera þegar það fer á eftirlaun og svo framvegis,“ segir Stefán og bætir við: „En þá getur það einfaldlega verið orðið of seint.“ Fyrsta skrefið hjá hjónunum hafi í raun verið loforð. Við einfaldlega lofuðum hvort öðru því að hafa hugrekki til þess að taka ákvörðun um að lifa draumalífinu.“ Saman fóru þau síðan í þá vinnu að skoða og skapa hvernig það draumalíf ætti að líta út, hvað þyrfti að gera eða gerast til þess að það yrði að veruleika og svo framvegis. Ekkert sé þess eðlis að ekki sé hægt að leysa úr því eða finna tækifæri til þess að láta hlutina ganga upp. Þótt það kosti auðvitað tíma, vinnu og vilja. Stærsta hindrunin er ótti. Fólk sem vill lifa draumalífinu þarf því að taka ákvörðun um að vera ekki hrædd. En þá er líka gott að muna að þar sem hræðslan er, er gullið oftast að finna.“ Góðu ráðin Helgarviðtal Tengdar fréttir Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Gæsahúðin gerir oft vart við sig í spjallinu við Gísla Níls Einarsson, hjúkrunarfræðing, slökkviliðs- og sjúkraflutningamann, lýðheilsufræðing og framkvæmdastjóra Öldunnar. 19. október 2025 08:00 „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Þegar Bryndís Valsdóttir, heimspekingur, kennari og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og atvinnumanneskja erlendis er spurð um æskuna, nefnir hún skólagönguna fyrst og fremst. 12. október 2025 07:00 Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Það virðist einhvern veginn mótsagnarkennt að ræða mygluveikindi við ungan, hraustan og jákvæðan mann. Og þó… 5. október 2025 08:00 Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00 Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ 50+: Framhjáhöldum fjölgar Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Sjá meira
Algjörlega á hvolfi. Við það að flytja til Ítalíu og hefja draumalífið formlega. Búinn að kaupa sér hús þar með sinni ektafrú, en á Ítalíu er stefnan sú að skapa spennandi framtíðartækifæri og jafnvel fara í frekari fasteignakaup og mögulega í ferðaþjónustu. Svo ekki sé talað um að láta á listsköpunina reyna fyrir alvöru. „Það er svo sannarlega ekkert erfiðara að koma sér á framfæri í útlöndum en hér,“ segir Stefán um þau mál. Að hlusta á Stefán lýsa draumahúsinu á Ítalíu og öllu því sem fram undan er, er hreinn unaður. Svo spennandi. Svo æðislegt. Svo rómantískt. Svo geggjað. Fyrir nokkru seldu Stefán og Sigríður Indriðadóttir, eiginkona hans, eignina sína í Garðabæ, pökkuðu búslóðinni í gám og sendu til Ítalíu. Þar voru þau þegar búin að kaupa sér hús. Formlegur brottfarardagur er 22.11.2025 en þann daginn verður Ísland kvatt og flutt til Ítalíu: Stefán, Sigríður og dóttirin Mirra. En hvernig fer sumt fólk að því að láta draumana rætast en aðrir ekki? „Þetta snýst um hugrekki. Svo marga langar að taka stökkið en þora ekki,“ svarar Stefán, einlægur og með hlýju. Og alveg til í að gefa okkur hinum innblástur í dag; hvatningu til að láta draumana okkar rætast. „Síðustu vikur og mánuði hefur maður tekið sérstaklega vel eftir þessu. Fólk segir: Oooh, hvað ég væri ógeðslega mikið til í að elta drauminn minn eins og þið… Staðreyndin er þó sú að fæstir þora úr búbblunni sinni. Fólk festist í hugsunum eins og: Hvað með tekjurnar, hvernig á ég að borga reikninga og svo framvegis,“ segir Stefán. „Tíminn er samt svo fljótur að líða. Mér finnst til dæmis síðustu tíu til tuttugu árin hafa flogið og eitt af því sem margir tala um er að með aldrinum virðist tíminn líða enn hraðar ef eitthvað er. Sem þýðir að ef þú vilt láta draumana þína rætast, þarftu að taka ákvörðun um það. Þetta er spurning um að hrökkva eða stökkva.“ Í Áskorun fjöllum við um erfiðu málin en líka allt það jákvæða og góða sem getur byggt okkur upp eða hvatt aðra til dáða. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um öll lífsins verkefni. Trulli-húsið og lóðin sem Stefán og eiginkonan, Sigríður Indriðadóttir, keyptu sér í Alberobello í Puglia. Hjónin ákváðu strax að setja upp sólarsellur þannig að gestir gætu nýtt sér sundlaugina allt árið um kring, samhliða því að þau spara sér kyndingarkostnað. Hvar er draumurinn? Hvar er draumurinn? Hvar ertu lífið sem ég þrái? …syngur Stefán Hilmarsson í laginu góðkunna. Ætli það fyrsta fyrir draumalífið felist ekki í því að átta sig á því hver draumurinn er yfir höfuð. Því ekki allir eru með draumana sína sem mjög skýra sýn. „Sigga bjó úti um tíma, var í námi í Svíþjóð. En ég hef aldrei búið í útlöndum. Við áttum það þó sameiginlegt að langa bæði til að flytja til útlanda,“ segir Stefán. Hjónin hafa ferðast víða. En þekktu ekki mikið til Ítalíu. „Fyrir rúmu ári síðan fórum við til Ítalíu í fyrsta sinn. Og kolféllum fyrir landi og þjóð.“ Síðan þá hafa ótrúlegustu hlutir gerst. „Nú, rétt rúmu ári síðar erum við búin að kaupa draumaeignina okkar og erum alsæl!“ segir Stefán. Í nýju umhverfi er að mörgu að huga. Margt er öðruvísi þar en hér en eins þarf líka að hugsa fyrir öllu, til dæmis að tryggja að hægt sé að nota sundlaugina í húsinu allt árið um kring. „Ég fór út í haust til að taka á móti gáminum með búslóðina. Svaf fyrstu nóttina með teppi og í öllum fötunum, alveg að frjósa því húsið var svo kalt,“ segir Stefán og skellihlær. „Síðustu vikur var ég síðan að vinna í því með verkfræðingi að undirbúa uppsetningu á sólarsellum. Sem munu bæði eyða út öllum kostnaði við kyndingu og kælingu á húsinu, tryggja að sundlaugin geti verið í notkun allt árið um kring og síðan fáum við greitt fyrir umfram orku sem við nýtum ekki.“ Frá hugmynd að veruleika á rúmu ári: Hjónin unnu heimavinnuna sína vel áður en þau tóku ákvörðun um hvar þau myndu staðsetja sjálfan sig og fyrirtækið. Gervigreindin var nýtt, excelskjalið útfyllt og í nokkrar vikur ferðuðust þau um héruð Ítalíu til að skoða ólík svæði. Draumahúsið fundu hjónin í Puglia. Nánar tiltekið í bæ sem heitir Alberobello. Sem þýðir fallegt tré og á einmitt óskaplega vel við þessa sögu eins og við munum heyra um síðar. Í Alberobello eru hin sögufrægu Trulli-hús sem eru á heimsminjaskrá Unesco og þannig er hús Stefáns og Sigríðar. Yfir 200 ára gamalt og friðað. Trullihúsin ein og sér virðast einfaldlega algjört ævintýri í sjón. Svæðið er efst á háa hælnum á Ítalíustígvélinu, draumastaður sem hjónin fundu eftir eins og hálfs árs langa leit um alla Ítalíu. Stefán segir kaupin hafa gengið nokkuð fljótt í gegn og með ólíkindum hversu mikið ítalska samfélagið opnar sig fyrir þeim sem þangað flytja og eru að koma sér fyrir. Allir séu tilbúnir að hjálpa í þessu um það bil tíu þúsund manna samfélagi. „Við erum fyrstu Íslendingarnir til að eiga lögheimili í Alberobello og þeir eru ótrúlega spenntir fyrir komu okkar í bæinn. Við hlökkum sömuleiðis mjög til að verða hluti af þessu dásamlega samfélagi, sem í raun telur ekki bara Alberobello, heldur líka nágrannabæina Locorotondo og Martina Franca.“ Eru þessar flíkur virkilega úr tré? er auðvelt að spyrja. Stefán hefur skorið út alls kyns flíkur, meðal annars ofur-konujakkann frá Ralph Lauren, sem Smartland hefur fjallað um. Fallega tréð: Ítalía, Mosfellsdalur Þótt tengingin við fallega tréð sé nú við Alberobello á Ítalíu, má líka tengja söguna um fallega tréð við Mosfellsdalinn. Þar sem Stefán er alinn upp, fæddur 1976 og sonur Erlings Ólafssonar og Helgu Kristjánsdóttur. Sem lengi ráku garðyrkjustöð í Mosfellsdalnum. Stefán er yngstur í fimm systkinahópi og snemma kom sá áhugi í ljós hjá honum, að vilja skera út í tré. „Verkefnavalið hefur án efa mótast af því að alast upp í Mosfellsdalnum, í náttúrunni og gróðrinum, hjá ánni, fjallinu,“ segir Stefán aðspurður um listaverkin sín. Sem þó spanna ýmiss áhugaverð verk: Ralph Lauren ofur-konujakkan, whisky-kassa, gestabækur, jólatré. „Mig vantaði hugmynd að næsta verki og Ralph Lauren ofur-konu jakkinn var eitthvað í fréttum á Smartlandinu og Sigga fer að grínast með hvort það væri ekki fín hugmynd fyrir næsta verk. Ég greip hugmyndina og fór eiginlega bara beint út í skúr og byrjaði að skera,“ segir Stefán og hlær. Þó alvarlegur. Því á bak við hvert verk má áætla að lágmarki 120 vinnustundir. Margir kenna Stefán við hjól enda starfaði hann lengi í Erninum, æfði meðal annars bike fit og í um átta ár, hjólaði hann daglega í vinnuna allan ársins hring: Frá Mosfellsdal niður í Skeifu. Tíu hjól fóru með í gáminn til Ítalíu. Að sögn Stefáns hefur hann skorið út allt frá nærbuxum upp í heila kistu. Húsmuni, fatnað, skilti, gestabækur, kassa fyrir vínflöskur, blóm og alls kyns. Hann hefur líka grafið í járn og bein. „Úlfar heitinn á Þremur frökkum var kúnni hjá mér og keypti oft verk,“ segir Stefán og vísar þar til veitingamannsins kunna Úlfars Eysteinssonar. „Ég skar út lógóið fyrir hann en datt síðan í hug að búa til skúlptúr úr lógóinu, þannig að það sæist í þrívídd,“ segir Stefán og bætir við: „Ég talaði ekkert við hann um þetta. Tók birkilurk, byrjaði að skera, fór síðan og sýndi honum og auðvitað keypti hann það af mér.“ Reynslan úr Mosfellsdalnum er strax að nýtast vel úti. Þar sem lóðin við húsið á Ítalíu er stór og býður upp á marga möguleika. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að geta ræktað mína eigin ávexti á trjám,“ segir Stefán alsæll. Enda nú þegar byrjaður að leggja grunninn að slíkri ræktun og meira til, enda eru um tuttugu tegundir af ávaxta- og hnetutrjám í garðinum. Stefán segir stærstu hindrun fólks í að láta draumalífið verða að veruleika vera ótti. Margir festist í búbblunni sinni og þori ekki. Velti fyrir sér tekjunum, hvernig á að borga reikningana og svo framvegis. Á flest öllu sé þó hægt að finna lausnir ef fólk vill.Vísir/Anton Brink Tækifærin í bakpokanum Ætlunin í dag er að fá innblástur og hugmyndir um það, hvernig mögulega við getum öll skapað okkar eigin draumalíf. Eða leyft okkur að hugsa út fyrir boxið, skoða möguleikana. Í þeim efnum, segir Stefán mikilvægt að týna allt til úr bakpokanum og vera dugleg og frökk að átta okkur á því sjálf, hvaða tækifærum við getum mögulega unnið að. Ekki vegna þess að allt liggur svo skýrt fyrir, heldur vegna þess að allt getur gerst. Dæmið sem við ætlum að nefna hér, eru hjólreiðar og reynsla Stefáns af þeim. Því þekkt í ferðamennskunni, ekki síst á Ítalíu, eru hjólreiðar. „Ég starfaði lengi hjá Erninum. Byrjaði nánast á sópnum á verkstæðinu, varð fljótt verkstæðisformaður og síðar verslunarstjóri allt þar til í fyrra þegar ég hætti þar,“ segir Stefán. Í um átta ár, hjólaði Stefán allan ársins hring til og frá vinnu. Frá Mosfellsdal og niður í Skeifu. „Þetta tók 30–55 mínútur. Fór eftir veðri og vindum,“ segir Stefán nokkuð sposkur. Stefán var valinn í úrtakshóp fyrir fyrsta hjólreiðalandsliðs Íslands en hafnaði því tækifæri á sínum tíma vegna anna. „En ég æfði hjólreiðar af miklu kappi og sérhæfði mig líka í bike fit,“ segir Stefán og í samtalinu er auðheyrt að þarna er fagmaður á ferð. Fjölskyldan er samstíga í því að halda út á vit ævintýranna en dóttirin Mirra mun flytja með Stefáni og Sigríði í nóvember. Hjónin munu fljúga til Íslands eins og þörf verður fyrir verkefni og störf á Íslandi: Í dag sé fjarvinna líka orðin hluti af veruleika atvinnulífsins svo víða. Hvort hjól og hjólreiðar verði hluti af framtíðarplönum fjölskyldunnar á Ítalíu verður spennandi að fylgjast með. Það fóru alla vega tíu hjól með í gámnum, þar af eitt frá nágranna þeirra úr Garðabænum sem fór óvart með í gáminn, en komst svo aftur til síns heima! Stefán segir mikilvægt að reyna ekki að ákveða allt fyrirfram. Í sumu sé líka í góðu lagi að vera í flæði og sjá hvað gerist. „Það sem virðist gerast er að þegar þú ert búinn að taka ákvörðum og ferð að fylgja hlutunum eftir, er eins og hvert tækifærið á eftir öðru banki á dyrnar,“ segir Stefán og nefnir nokkur dæmi. „Fasteignasalinn okkar er til dæmis orðinn mjög góður vinur minn og hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið og tengt okkur við frábært fólk, bæði iðnaðarmenn og stjórnsýsluna, sem er ómetanlegt. Og smám saman stækkar tengslanetið. Um daginn fór ég í litla sérvöruverslun með chili og eigandinn sýndi mér engan áhuga fyrr en ég fór að segja honum að við værum að flytja í bæinn og hvað við værum að gera: Nú vill hann að ég fari að skera út chilli fyrir hann til að selja í búðinni!“ Stefán skellihlær við frásögnina en er þó alvarlegur í senn. Málið er að ef þú leyfir þér að vera bjartsýnn og leyfir þér að vera í þeirri orku að efast aldrei, hafa þessa sterku trú og fylgja hugsjóninni eftir, kemur brátt í ljós að ótrúlegustu hlutir geta farið að gerast, allir hjálpa þér og allt virðist tengjast.“ Nýja draumahús Stefáns og Sigríðar er yfir 200 ára gamalt Trulli-hús sem er friðað. Alberobello er efst á háa hælnum á Ítalíustígvélinu. 55 ólífutré eru á lóðinni, gámurinn með búslóðinni er kominn á staðinn og undanfarið hefur Stefán verið að vinna í garðinum og undirbúa sundlaugina fyrir gesti. Ólífutrén og Stefano Falco Á landareign Stefáns og Sigríðar eru 55 ólífutré og næsta haust mun fyrsta uppskeran skila sér: Þeirra eigin ólífuolía. Fyrir Stefán sem tréskurðarmeistara, eru ólífutrén líka spennandi viður að fara að vinna með. Vefsíða með verkum hans er í smíðum og erlendis er ætlunin að markaðssetja verkin undir listamannanafninu Stefano Falco; nafni sem Ítalirnir eiga auðvelt með að samkenna sig við. Að ræða tréskurð er hins vegar eitthvað sem Stefáni er greinilega mikið hjartans mál. „Það eru margir að dunda sér við einhvers konar tréskurð en það er langt frá því að vera sambærilegt við færnina sem iðngreinin sem slík kallar á og tekur margra ára eða áratuga þjálfun,“ segir Stefán og skýrir út. „Á Íslandi eru nánast engir myndskurðarmeistarar eftir, sem er löggilta starfsheiti stéttarinnar. Gömlu meistararnir, Ríkharður Jónsson, Hannes Flosason og fleiri eru látnir. Þegar ég fór í skurðlistaskólann hjá Hannesi á sínum tíma, var talað um tréskurðinn sem frumkvöðlastarf því iðngreinin lognaðist eiginlega út af í svo langan tíma.“ Stefán veit ekki til þess að iðngreinin sé enn kennd en einhverjir hafi þó talað fyrir því að það ætti að taka greinina upp sem hluta af listgrein frekar en iðngrein. „Mamma og pabbi höfðu mikinn áhuga á antíkhúsgögnum. Mamma kenndi handavinnu, pabbi var listamaður með bíla og síðan ólst maður upp í þessari náttúru sem Mosfellsdalurinn er,“ segir Stefán um upphafið sitt. „Pabbi keypti tréskurðarjárn fyrir mömmu að nota, sem hún notaði aldrei en ég var farinn að fikta með, strax 10–11 ára,“ segir Stefán og lýsir því hvernig það að skera út hafi alltaf verið svo mikil ástríða og sköpun fyrir hann að allur tími hverfur. „Maður fer bara út í skúr, byrjar að skera út og klukkustundirnar líða án þess að maður geri sér nokkra grein fyrir því.“ Stefán er mikill whiskey-áhugamaður og safnari. Enda hefur hann smíðað og skorið út fjöldan allan af whiskey-kössum, sem stundum hafa verið til sölu á Edinborgarflugvellinum. Sagan á bakvið whiskey áhugann byggir á lyktinni sem Stefán fann á Mývatni forðum daga.Vísir/Anton Brink Whisky-lyktin frá Mývatni Stefán er margrómaður whisky-áhugamaður og safnari. Hann seldi whisky-safnið sitt nýlega til Hótel Keflavíkur, þar sem það sómir sér vel í glæsilegum glerskáp í móttöku hótelsins. Sagan á bak við þennan áhuga er nokkuð skemmtileg. „Ég var á snjósleðamóti með mömmu og pabba á Mývatni. Ætli ég hafi ekki verið svona 10 ára. Við vorum á hótelinu þegar ég finn þessa svakalega góðu lykt þegar það var verið að bera fram veitingar í fólk,“ segir Stefán en bætir við: „En ég vissi ekki hvaða lykt þetta var né af hverju lyktin var.“ Árin liðu. Og alltaf mundi Stefán eftir lyktinni góðu. Þrjátíu árum síðar kynnist ég síðan whiskyinu. Þá orðinn fullorðinn og kveiki þá loksins á því að það sem verið var að bera fram í gesti á Mývatni, var whisky.“ Einkenni safnara eru hins vegar oft þannig að meira er rætt um gæðin, ferlið, tegundirnar og svo framvegis. Að drekka whisky-ið er ekki endilega aðalmálið. Í dag tilheyrir Stefán ákveðnu samfélagi whisky-áhugamanna og safnara. Hefur eignast vini og kunningja þessum málum tengdum bæði hérlendis og erlendis og aldrei að vita hvort whisky á eftir að dúkka upp í nýja ævintýrinu þeirra á Ítalíu. „Whisky-kassana sker ég út þannig að það er allt á kassanum sem tengist ferlinu við að búa það til; bygg, reykur, blóm og svo framvegis,“ segir Stefán um kassana góðu, sem til að mynda hafa af og til verið til sýnis á Edinborgarflugvellinum, þar sem góðvinur Stefáns í dag, safnari eins og hann, starfar. Á Ítalíu ætlar Stefán að vinna tréskurðinn undir listamannaheitinu Stefano Falco og nú er vefsíða í smíðum. Hjólareynslan mun án efa koma hjónunum til góða en Stefán segir að eigi endilega að horfa vel í bakpokann. Oft sé þar að finna ýmsa reynslu og þekkingu sem hægt sé að skapa sér ný tækifæri út frá. Draumalífið Einhvers staðar á ég að finna aðrar slóðir, önnur mið … syngur Stefán Hilmars áfram. Þegar talið berst að draumalífinu og hvernig fólk getur lifað því lífi sem það langar í, segir Stefán að í raun snúist málið um að velta því fyrir sér hvort fólk sé að lifa draumalífinu sínu nú þegar. Eða hvort það langi að lifa annars konar lífi og hvað þarf til svo hægt sé að skapa það líf. „Svo er bara að láta vaða og treysta veröldinni.“ Það sem Stefán segir líka hafa komið í ljós á síðustu mánuðum er að þegar fólk tekur af skarið og lætur á hlutina reyna, kemur fljótt í ljós að hver hurðin virðist opnast á fætur annarri. Þó þurfi að undirbúa sig vel og vanda til verka. Margra mánaða vinna sé að baki hjá þeim hjónum. Þar sem allir hlutir voru skoðaðir ofan í kjölinn. Gervigreindin notuð, excelskjalinu stillt upp, ferðast á milli svæða og héraða á Ítalíu. Og svo mætti lengi telja. Þá þarf að púsla saman Íslandi og Ítalíu. Því Sigríður á og rekur ráðgjafafyrirtækið Saga Competence, sem þýðir að hún mun fljúga oftar heim til Íslands vegna vinnu. Sumt er unnið staðbundið, annað í fjarvinnu. Allt sé hægt og síðustu mánuðir hafi meðal annars falið í sér undirbúning fyrir þessar breytingar. Stefán sé sjálfur á leið til Íslands líka næstu mánuði, með tréskurðarnámskeið bókuð snemma á nýju ári. Ekkert í vinnu eða starfi þeirra hjóna komi þó í veg fyrir að það sé líka hægt að byggja upp framtíðartækifæri fyrir fjölskylduna ytra og láta draumalífið rætast. Stefán segir ótrúlegustu hluti fara að gerast þegar fólk fylgir draumum sínum eftir; nýjar dyr opnist út um allt! Enda sé staðan sú að þar sem hræðslan er, er gullið að finna og því sé mikilvægt að fólk að minnsta kosti láti á það reyna að skapa sér sitt eigið draumalíf; hvernig svo sem það er hjá hverjum og einum.Vísir/Anton Brink „Ég veit að það að láta drauma rætast þýðir líka að þú þarft að stíga inn í óttann. En ég hef hitt fjöldann allan af fólki sem segir svo oft að það sjái eftir því að hafa ekki gert þetta og hitt. Eða talar um hvað það ætlar að gera þegar það fer á eftirlaun og svo framvegis,“ segir Stefán og bætir við: „En þá getur það einfaldlega verið orðið of seint.“ Fyrsta skrefið hjá hjónunum hafi í raun verið loforð. Við einfaldlega lofuðum hvort öðru því að hafa hugrekki til þess að taka ákvörðun um að lifa draumalífinu.“ Saman fóru þau síðan í þá vinnu að skoða og skapa hvernig það draumalíf ætti að líta út, hvað þyrfti að gera eða gerast til þess að það yrði að veruleika og svo framvegis. Ekkert sé þess eðlis að ekki sé hægt að leysa úr því eða finna tækifæri til þess að láta hlutina ganga upp. Þótt það kosti auðvitað tíma, vinnu og vilja. Stærsta hindrunin er ótti. Fólk sem vill lifa draumalífinu þarf því að taka ákvörðun um að vera ekki hrædd. En þá er líka gott að muna að þar sem hræðslan er, er gullið oftast að finna.“
Góðu ráðin Helgarviðtal Tengdar fréttir Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Gæsahúðin gerir oft vart við sig í spjallinu við Gísla Níls Einarsson, hjúkrunarfræðing, slökkviliðs- og sjúkraflutningamann, lýðheilsufræðing og framkvæmdastjóra Öldunnar. 19. október 2025 08:00 „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Þegar Bryndís Valsdóttir, heimspekingur, kennari og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og atvinnumanneskja erlendis er spurð um æskuna, nefnir hún skólagönguna fyrst og fremst. 12. október 2025 07:00 Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Það virðist einhvern veginn mótsagnarkennt að ræða mygluveikindi við ungan, hraustan og jákvæðan mann. Og þó… 5. október 2025 08:00 Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00 Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ 50+: Framhjáhöldum fjölgar Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Sjá meira
Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Gæsahúðin gerir oft vart við sig í spjallinu við Gísla Níls Einarsson, hjúkrunarfræðing, slökkviliðs- og sjúkraflutningamann, lýðheilsufræðing og framkvæmdastjóra Öldunnar. 19. október 2025 08:00
„Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Þegar Bryndís Valsdóttir, heimspekingur, kennari og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og atvinnumanneskja erlendis er spurð um æskuna, nefnir hún skólagönguna fyrst og fremst. 12. október 2025 07:00
Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Það virðist einhvern veginn mótsagnarkennt að ræða mygluveikindi við ungan, hraustan og jákvæðan mann. Og þó… 5. október 2025 08:00
Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00
Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01