„Fyrsta og besta vikan,“ skrifar Birgitta Líf og deilir fallegri myndafærslu af fjölskyldunni á Instagram.
Í færslunni má meðal annars sjá myndskeið af afa Birgittu með drenginn í fanginu glaðlegan og stoltan á svip.
Barnið er, eins og frægt er orðið, sveinbarn en kyn þess var tilkynnt með frumlegum hætti í september síðastliðnum. Þá var bláum reyk dreift úr þyrlu yfir Skuggahverfinu í Reykjavík, þar sem þau eru búsett.
Birgitta Líf og Enok greindu frá því 16. ágúst síðastliðinn að þau ættu von á barni.
Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þónokkur aldursmunur er á þeim þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs.