Tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:31 Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul. En hér stend ég svo sannarlega á lífi eftir erfiða og krefjandi meðferð sem ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir. Það hafa verið ýmsar áskoranir sem ég hef þurft að takast á við í kjölfar krabbameinsmeðferðarinnar það er svokallaðar síðbúnar afleiðingar. Í mínu tilviki var birtingarmynd þeirra minnisörðuleikar vegna tíðra svæfinga, námsörðuleikar og mikill kvíði. Á sínum tíma var þetta lítið þekkt og fá úrræði til að hjálpa manni að takst á við lífið eftir krabbameinsmeðferð með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Þótt ég ætli ekki að gera lítið úr minni eigin reynslu en þá hef ég fengið að kynnast því í gegnum störf mín hjá Kraft, stuðningsfélagi hvað síðbúnar afleiðingar geta verið alvarlegar og skerðandi fyrir lífsgæði fólks . Hér áður fyrr var fókusinn á að bjarga mannslífum þegar fólk greindist með krabbamein en í dag með bættum lyfjum og meiri vitneskju á meðferð við krabbameinum er sífellt stærri hópur sem lifir eftir krabbamein. Fjöldi þeirri sem að læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt og þurfum við að hjálpa þessum hópi að lifa með síðbúnum afleiðingum meðferðarinnar og tryggja heilbrigðisþjónustu sem getur sinnt þessum vaxandi hópi. En reiknað er með því að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og er ört vaxandi hópur, sem betur fer. Þótt að margt hafi breyst á þessum 22 árum þar sem vitneskja um síðbúnar afleiðingar hefur aukist til muna og endurhæfingarúrræði fyrir krabbameinsgreinda hefur stórbatnað er ljóst að enn er langt í land varðandi viðeigandi eftirfylgni varðandi síðbúnar afleiðingar og að heilbrigðiskerfið getið þjónustað og annað þessum mikla fjölda sem lifir eftir krabbamein Á Alþjóðdegi gegn krabbameinum vakti landlæknir einmitt athygli á þeim áskorunum sem stöndum frammi fyrir varðandi fjölgun þeirra sem að greinast með krabbamein og þeirra sem að læknast. En samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélaginu mun aukning á greiningum krabbameina aukast um ríflega 50% til ársins 2040 eða um 3000 manns munu greinast til samanburðar við þá 1900 sem greindust árið 2022. Í ljósi þessara staðreynda skiptir miklu máli að heilbrigðisyfirvöld móti sér skýra stefnu og aðgerðaáætlun í þessum málaflokki. Fyrsta skrefið að mínu mati er að við séum með öfluga og virka krabbameinsáætlun að leiðarljósi. Krabbameinsáætlun er aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum og skiptir máli að aðgerðirnar séu samhæfðar og markvissar til að árangur náist. Því er mjög ánægjulegt að sú vinna sé hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins með spítalanum og viðeigandi hugsmunasamtökum. Miklu máli skiptir að allir hagsmunaaðilar stilli saman strengi og úr verði leiðarvísir hvernig við getum með bestum hætti mætt þörfum ört stækkandi hóps krabbameinsgreindra. Kraftur á fulltrúa í umræddum vinnuhóp og munum við leggja okkur fram við að tekið verði tillit til sjónarmiða og áskorana sem ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein stendur frammi fyrir. Jafnframt undirstrika ég þá miklu þörf að stærra húsnæði verði tryggt fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sem er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér sem Krabbameinsfélagið hefur margoft vakið athygli á og hversu brýnt sé að bregðast við hið fyrsta. Það er hagsmunamál fyrir okkur öll að við náum árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Krabbamein er því miður eitthvað sem alltof margir þekkja af eigin raun eða sem aðstandendur. En einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og gera má ráð fyrir að hinir tveir verði aðstandendur. Þetta varðar því okkur öll og nú er nauðsyn að við tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kraft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul. En hér stend ég svo sannarlega á lífi eftir erfiða og krefjandi meðferð sem ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir. Það hafa verið ýmsar áskoranir sem ég hef þurft að takast á við í kjölfar krabbameinsmeðferðarinnar það er svokallaðar síðbúnar afleiðingar. Í mínu tilviki var birtingarmynd þeirra minnisörðuleikar vegna tíðra svæfinga, námsörðuleikar og mikill kvíði. Á sínum tíma var þetta lítið þekkt og fá úrræði til að hjálpa manni að takst á við lífið eftir krabbameinsmeðferð með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Þótt ég ætli ekki að gera lítið úr minni eigin reynslu en þá hef ég fengið að kynnast því í gegnum störf mín hjá Kraft, stuðningsfélagi hvað síðbúnar afleiðingar geta verið alvarlegar og skerðandi fyrir lífsgæði fólks . Hér áður fyrr var fókusinn á að bjarga mannslífum þegar fólk greindist með krabbamein en í dag með bættum lyfjum og meiri vitneskju á meðferð við krabbameinum er sífellt stærri hópur sem lifir eftir krabbamein. Fjöldi þeirri sem að læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt og þurfum við að hjálpa þessum hópi að lifa með síðbúnum afleiðingum meðferðarinnar og tryggja heilbrigðisþjónustu sem getur sinnt þessum vaxandi hópi. En reiknað er með því að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og er ört vaxandi hópur, sem betur fer. Þótt að margt hafi breyst á þessum 22 árum þar sem vitneskja um síðbúnar afleiðingar hefur aukist til muna og endurhæfingarúrræði fyrir krabbameinsgreinda hefur stórbatnað er ljóst að enn er langt í land varðandi viðeigandi eftirfylgni varðandi síðbúnar afleiðingar og að heilbrigðiskerfið getið þjónustað og annað þessum mikla fjölda sem lifir eftir krabbamein Á Alþjóðdegi gegn krabbameinum vakti landlæknir einmitt athygli á þeim áskorunum sem stöndum frammi fyrir varðandi fjölgun þeirra sem að greinast með krabbamein og þeirra sem að læknast. En samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélaginu mun aukning á greiningum krabbameina aukast um ríflega 50% til ársins 2040 eða um 3000 manns munu greinast til samanburðar við þá 1900 sem greindust árið 2022. Í ljósi þessara staðreynda skiptir miklu máli að heilbrigðisyfirvöld móti sér skýra stefnu og aðgerðaáætlun í þessum málaflokki. Fyrsta skrefið að mínu mati er að við séum með öfluga og virka krabbameinsáætlun að leiðarljósi. Krabbameinsáætlun er aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum og skiptir máli að aðgerðirnar séu samhæfðar og markvissar til að árangur náist. Því er mjög ánægjulegt að sú vinna sé hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins með spítalanum og viðeigandi hugsmunasamtökum. Miklu máli skiptir að allir hagsmunaaðilar stilli saman strengi og úr verði leiðarvísir hvernig við getum með bestum hætti mætt þörfum ört stækkandi hóps krabbameinsgreindra. Kraftur á fulltrúa í umræddum vinnuhóp og munum við leggja okkur fram við að tekið verði tillit til sjónarmiða og áskorana sem ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein stendur frammi fyrir. Jafnframt undirstrika ég þá miklu þörf að stærra húsnæði verði tryggt fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sem er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér sem Krabbameinsfélagið hefur margoft vakið athygli á og hversu brýnt sé að bregðast við hið fyrsta. Það er hagsmunamál fyrir okkur öll að við náum árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Krabbamein er því miður eitthvað sem alltof margir þekkja af eigin raun eða sem aðstandendur. En einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og gera má ráð fyrir að hinir tveir verði aðstandendur. Þetta varðar því okkur öll og nú er nauðsyn að við tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kraft.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun