Þegar gerandinn er íslenska ríkið Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 29. janúar 2024 06:45 Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu. Á móti mér taka starfsmenn neyðarmóttökunnar og hefst sú þolraun að skrásetja ástand mitt, bæði andlegt og líkamlegt. Áverkar eru skrásettir með því að merkja inn á mynd af mannslíkama alla staðina sem báru vegsummerki árásarinnar. Einnig voru teknar ljósmyndir af þessum sömu áverkum sem voru víðsvegar á líkama mínum. Ég hef ekkert um þetta að segja, þetta er staðlað verklag og ég treysti að ég sé í góðum höndum. Ég er samvinnuþýð en mölbrotin, algjörlega tóm að innan og stari ýmist á gólfið eða loftið á meðan þær færa mig til og skoða hvern einasta millimeter á líkamanum mínum. Til að skrásetja. Til að safna sönnunargögnum. Til að styðja við það sem ég sagði þeim. Nokkrum dögum eftir þetta fyllist ég áhyggjum yfir því hver fái að sjá umræddar ljósmyndir. Ég spyr og fæ svarið: „Ekki hafa áhyggjur, þær eru á læstum gagnagrunni og verða fluttar yfir á annan læstan gagnagrunn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Enginn annar mun sjá þessar myndir“. Tveimur árum seinna fæ ég algert áfall við að komast að því að þvi að þessar viðkvæmu ljósmyndir af mér, með áverka sem mér voru veittir samhliða kynferðisofbeldi, eru komnar í hendur mannsins sem braut á mér. Ekki bara hans, heldur einnig réttargæslumanns míns, verjanda sakbornings og að lokum eru þær sendar til mín í tölvupósti. Ég vildi að ég hefði aldrei séð þessar myndir. Sumar þeirra eru þess eðlis að þær eru persónugreinanlegar. Húðflúr sjást og sjónarhornið afmarkast ekki einungis við áverkann og staðsetningu hans á líkama mínum. Í einu tilviki var verið að ljósmynda áverka aftan á hægri öxl minni, en það sem sést á myndinni er kona sem situr í hnipri, nakin, með lak til að hylja sig að framan. Ég finn svo til með henni því ég veit hvaða erfiðu skref bíða hennar. Ég vildi að ég gæti varað þessa konu við að íslenska ríkið muni nota myndirnar til að brjóta enn frekar á henni, með því að senda nekt hennar og varnarleysi með tölvupósti til mannsins sem er síst treystandi fyrir því. Til að standa vörð um viðkvæm gögn tíðkast að aðilar sem þurfa að kynna sér þau mæti á staðinn, til dæmis í húsnæði saksóknara eða til dómstóla, og fá að fletta í gegnum þau undir eftirliti. Með öðrum orðum er ekki heimilt að fara með gögnin úr húsi eða afrita þau, af öryggisástæðum. Önnur leið er að senda gögnin stafrænt og krefjast þess að viðtakandinn auðkenni sig með rafrænum skilríkjum, líkt og gert er af hálfu neyðarmóttökunnar þegar ljósmyndir af kynferðisbrotaþolum eru sendar þaðan til lögreglunnar með aðstoð gagnagrunns sem er margverðlaunaður fyrir öryggi. Hjá viðtakandanum, lögreglunni, er skyndilega öllum öryggissjónarmiðum varpað fyrir borð. Lögreglan halar þessum viðkvæmu gögnum niður og setur þau í venjulegt pdf skjal – sem hver sem er getur afritað, skjáskotið og dreift að vild – og sendir með tölvupósti til sakborningsins eins og hvert annað viðhengi, en ekki viðkvæmustu gerð persónuupplýsinga. Þetta er óskiljanlegur gjörningur í alla staði sem grefur fullkomlega undan þeim öryggisráðstöfunum sem viðhafðar eru í fyrri hluta ferilsins. Þessu má líkja við að sjúklingur sé útskrifaður af Landspítalanum eftir ofbeldisárás, þar sem honum er hjálpað upp í bíl og hann keyrður varlega til lögreglunnar – sem rífur hann úr öryggisbeltinu, tekur bremsurnar úr bílnum og sendir hann rakleiðis til ofbeldismannsins. Það er skiljanlegt að sakborningur í sakamáli hafi rétt á að sjá öll gögn í máli á hendur honum, þar á meðal áverkaljósmyndir. Það er hins vegar óskiljanlegt að gefa honum afrit af umræddum ljósmyndum án nokkurrar tryggingar fyrir því að hann dreifi þeim ekki um allt internetið ef honum sýnist. Það er óskiljanlegt að réttur hans til að eiga nektarmyndir af þolanda sínum vegi þyngra en réttur þolandans til friðhelgi. Þolandinn er afmennskaður og smættaður niður í vettvang glæps. Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka. Brjóta á rétti mínum til réttlátrar málsmeðferðar. Brjóta á rétti mínum til upplýsinga og brjóta að lokum á mér með því að færa manninum sem nauðgaði mér ljósmyndir á silfurfati sem gera honum kleift að halda áfram að beita mig ofbeldi ævilangt, enda renna stafrænar ljósmyndir aldrei út og netið gleymir engu. Hvers virði eru verðlaun fyrir öryggi gagnagrunns þegar viðkvæmasta tegund gagna er síðan send sakborningi til að eiga og ráðstafa að vild? Hvernig erum við orðin svo tilfinningalega aftengd að fólkið sem vinnur í þessum málaflokki alla daga finnst ekkert óeðlilegt að nektarmyndir séu settar í hendurnar á grunuðum kynferðisbrotamönnum? Ég er ekki vettvangur og áverkar mínir ekki einungis gögn. Ég get aldrei sigrað þegar kerfið er svo hliðhollt sakborningum að það bókstaflega hjálpar þeim að halda áfram að brjóta á þolendum. Ævilangt. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu. Á móti mér taka starfsmenn neyðarmóttökunnar og hefst sú þolraun að skrásetja ástand mitt, bæði andlegt og líkamlegt. Áverkar eru skrásettir með því að merkja inn á mynd af mannslíkama alla staðina sem báru vegsummerki árásarinnar. Einnig voru teknar ljósmyndir af þessum sömu áverkum sem voru víðsvegar á líkama mínum. Ég hef ekkert um þetta að segja, þetta er staðlað verklag og ég treysti að ég sé í góðum höndum. Ég er samvinnuþýð en mölbrotin, algjörlega tóm að innan og stari ýmist á gólfið eða loftið á meðan þær færa mig til og skoða hvern einasta millimeter á líkamanum mínum. Til að skrásetja. Til að safna sönnunargögnum. Til að styðja við það sem ég sagði þeim. Nokkrum dögum eftir þetta fyllist ég áhyggjum yfir því hver fái að sjá umræddar ljósmyndir. Ég spyr og fæ svarið: „Ekki hafa áhyggjur, þær eru á læstum gagnagrunni og verða fluttar yfir á annan læstan gagnagrunn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Enginn annar mun sjá þessar myndir“. Tveimur árum seinna fæ ég algert áfall við að komast að því að þvi að þessar viðkvæmu ljósmyndir af mér, með áverka sem mér voru veittir samhliða kynferðisofbeldi, eru komnar í hendur mannsins sem braut á mér. Ekki bara hans, heldur einnig réttargæslumanns míns, verjanda sakbornings og að lokum eru þær sendar til mín í tölvupósti. Ég vildi að ég hefði aldrei séð þessar myndir. Sumar þeirra eru þess eðlis að þær eru persónugreinanlegar. Húðflúr sjást og sjónarhornið afmarkast ekki einungis við áverkann og staðsetningu hans á líkama mínum. Í einu tilviki var verið að ljósmynda áverka aftan á hægri öxl minni, en það sem sést á myndinni er kona sem situr í hnipri, nakin, með lak til að hylja sig að framan. Ég finn svo til með henni því ég veit hvaða erfiðu skref bíða hennar. Ég vildi að ég gæti varað þessa konu við að íslenska ríkið muni nota myndirnar til að brjóta enn frekar á henni, með því að senda nekt hennar og varnarleysi með tölvupósti til mannsins sem er síst treystandi fyrir því. Til að standa vörð um viðkvæm gögn tíðkast að aðilar sem þurfa að kynna sér þau mæti á staðinn, til dæmis í húsnæði saksóknara eða til dómstóla, og fá að fletta í gegnum þau undir eftirliti. Með öðrum orðum er ekki heimilt að fara með gögnin úr húsi eða afrita þau, af öryggisástæðum. Önnur leið er að senda gögnin stafrænt og krefjast þess að viðtakandinn auðkenni sig með rafrænum skilríkjum, líkt og gert er af hálfu neyðarmóttökunnar þegar ljósmyndir af kynferðisbrotaþolum eru sendar þaðan til lögreglunnar með aðstoð gagnagrunns sem er margverðlaunaður fyrir öryggi. Hjá viðtakandanum, lögreglunni, er skyndilega öllum öryggissjónarmiðum varpað fyrir borð. Lögreglan halar þessum viðkvæmu gögnum niður og setur þau í venjulegt pdf skjal – sem hver sem er getur afritað, skjáskotið og dreift að vild – og sendir með tölvupósti til sakborningsins eins og hvert annað viðhengi, en ekki viðkvæmustu gerð persónuupplýsinga. Þetta er óskiljanlegur gjörningur í alla staði sem grefur fullkomlega undan þeim öryggisráðstöfunum sem viðhafðar eru í fyrri hluta ferilsins. Þessu má líkja við að sjúklingur sé útskrifaður af Landspítalanum eftir ofbeldisárás, þar sem honum er hjálpað upp í bíl og hann keyrður varlega til lögreglunnar – sem rífur hann úr öryggisbeltinu, tekur bremsurnar úr bílnum og sendir hann rakleiðis til ofbeldismannsins. Það er skiljanlegt að sakborningur í sakamáli hafi rétt á að sjá öll gögn í máli á hendur honum, þar á meðal áverkaljósmyndir. Það er hins vegar óskiljanlegt að gefa honum afrit af umræddum ljósmyndum án nokkurrar tryggingar fyrir því að hann dreifi þeim ekki um allt internetið ef honum sýnist. Það er óskiljanlegt að réttur hans til að eiga nektarmyndir af þolanda sínum vegi þyngra en réttur þolandans til friðhelgi. Þolandinn er afmennskaður og smættaður niður í vettvang glæps. Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka. Brjóta á rétti mínum til réttlátrar málsmeðferðar. Brjóta á rétti mínum til upplýsinga og brjóta að lokum á mér með því að færa manninum sem nauðgaði mér ljósmyndir á silfurfati sem gera honum kleift að halda áfram að beita mig ofbeldi ævilangt, enda renna stafrænar ljósmyndir aldrei út og netið gleymir engu. Hvers virði eru verðlaun fyrir öryggi gagnagrunns þegar viðkvæmasta tegund gagna er síðan send sakborningi til að eiga og ráðstafa að vild? Hvernig erum við orðin svo tilfinningalega aftengd að fólkið sem vinnur í þessum málaflokki alla daga finnst ekkert óeðlilegt að nektarmyndir séu settar í hendurnar á grunuðum kynferðisbrotamönnum? Ég er ekki vettvangur og áverkar mínir ekki einungis gögn. Ég get aldrei sigrað þegar kerfið er svo hliðhollt sakborningum að það bókstaflega hjálpar þeim að halda áfram að brjóta á þolendum. Ævilangt. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun