„Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. janúar 2024 14:37 Áslaug Kristjánsdóttir er gestur Marínar Möndu í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. „Ég eyði deginum í að tala um kynlíf,“ segir Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og kynlífsráðgjafi í samtali við Marín Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. Áslaug segir kynlíf ekki eina af grunnþörfum mannsins eins og oft hefur verið haldið fram. Ef það væri grunnþörf myndi fólk deyja án þess. Kynlíf er ekki eitt af því. „Líffræðilega virkar kynlíf ekki eins og grunnþarfirnar. Grunnþarfir eru reknar áfram á skorti, það vantar næringu í líkamann og þá sendir líkaminn boð um að ég sé svöng og hverfur ekki fyrr en ég borða,“ segir Áslaug: „Það þarf að kveikja þennan áhuga.“ Lítið talað um kynlíf Áslaug gaf út bókina Lífið er kynlíf, handbók fyrir fólk í langtímasamböndum. Skortur á almennri þekkingu fólks um kynlíf hafi verið kveikjan að bókinni, þrátt fyrir óbilandi áhuga á ástinni og kynlífi. „Nú er ég búin að vinna við þetta vel yfir áratug og ég er stöðugt að endurtaka mig. Það var líka kveikjan að þessu. Mér finnst þetta ætti að vera almenn þekking, en hún er það greinilega ekki,“ segir Áslaug. „Þú eiginlega talar bara alls ekki um þetta því þá ertu dóni.“ Að sögn Áslaugar er algengt að kynlöngun fjari út í langtímasamböndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. „Ég velti því fyrir mér hvort það hafi aðallega með aðferðarfræðina að gera. Fólk er samfarasjúkt, gagnkynhneigt fólk heldur að eina kynlífið sé samfarir, limur í leggöng og þá sé þetta komið. Ef maður skoðar rannsóknir, þar sem það er aðallega kynlífið sem fólk er að stunda, að þá er maður kominn með fullnægingarbil kynjanna, eins og launamuninn, þá er líka til orgasmic gap,“ segir Áslaug: „Þessi kynlífsathöfn, samfarir er góð og nánast skotheld leið fyrir lim að fá fullnægingu í en ekki svo mikið fyrir leggöng og píkur.“ Pör stunda sjaldnar kynlíf en áður Áslaug segir kynlíf allra meina bót sem hafi góð áhrif á ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfi, svefn, streitu og geðið. „Það hefur meira að segja þau áhrif að ef þú stundar kynlíf í gærkvöldi þá mun þér líka betur við vinnuna þína daginn eftir, alveg sama þó að verkefni dagsins séu nákvæmlega þau sömu og þú stundaðir ekki kynlíf. Það er greinilega það mikil lífsorka sem er í þessu að við erum bara glaðari og okkur finnst lífið léttara,“ segir Áslaug og bætir við: „Þetta er því heilbrigðis- og lífsgæðamál.“ Að sögn Áslaugar hafa hraði og streita í nútímasamfélagi áhrif á kynlíf para. „Við erum að stunda minna kynlíf heldur en kynslóð foreldra okkar gerði, þau voru líklegast að stunda minna kynlíf en kynslóð foreldra þeirra. Börnin okkar, ef fram heldur sem horfir, munu stunda minna kynlíf en við, “ segir Áslaug: „Forstjóri Netflix sagði einhvern tímann í viðtali að Netflix væri í samkeppni við svefn og Netflix væri að vinna, og ég held að ég geti sagt það sama. Það er ekki búið að kanna þetta en ég er viss um það að Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ástin og lífið Kynlíf Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira
Áslaug segir kynlíf ekki eina af grunnþörfum mannsins eins og oft hefur verið haldið fram. Ef það væri grunnþörf myndi fólk deyja án þess. Kynlíf er ekki eitt af því. „Líffræðilega virkar kynlíf ekki eins og grunnþarfirnar. Grunnþarfir eru reknar áfram á skorti, það vantar næringu í líkamann og þá sendir líkaminn boð um að ég sé svöng og hverfur ekki fyrr en ég borða,“ segir Áslaug: „Það þarf að kveikja þennan áhuga.“ Lítið talað um kynlíf Áslaug gaf út bókina Lífið er kynlíf, handbók fyrir fólk í langtímasamböndum. Skortur á almennri þekkingu fólks um kynlíf hafi verið kveikjan að bókinni, þrátt fyrir óbilandi áhuga á ástinni og kynlífi. „Nú er ég búin að vinna við þetta vel yfir áratug og ég er stöðugt að endurtaka mig. Það var líka kveikjan að þessu. Mér finnst þetta ætti að vera almenn þekking, en hún er það greinilega ekki,“ segir Áslaug. „Þú eiginlega talar bara alls ekki um þetta því þá ertu dóni.“ Að sögn Áslaugar er algengt að kynlöngun fjari út í langtímasamböndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. „Ég velti því fyrir mér hvort það hafi aðallega með aðferðarfræðina að gera. Fólk er samfarasjúkt, gagnkynhneigt fólk heldur að eina kynlífið sé samfarir, limur í leggöng og þá sé þetta komið. Ef maður skoðar rannsóknir, þar sem það er aðallega kynlífið sem fólk er að stunda, að þá er maður kominn með fullnægingarbil kynjanna, eins og launamuninn, þá er líka til orgasmic gap,“ segir Áslaug: „Þessi kynlífsathöfn, samfarir er góð og nánast skotheld leið fyrir lim að fá fullnægingu í en ekki svo mikið fyrir leggöng og píkur.“ Pör stunda sjaldnar kynlíf en áður Áslaug segir kynlíf allra meina bót sem hafi góð áhrif á ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfi, svefn, streitu og geðið. „Það hefur meira að segja þau áhrif að ef þú stundar kynlíf í gærkvöldi þá mun þér líka betur við vinnuna þína daginn eftir, alveg sama þó að verkefni dagsins séu nákvæmlega þau sömu og þú stundaðir ekki kynlíf. Það er greinilega það mikil lífsorka sem er í þessu að við erum bara glaðari og okkur finnst lífið léttara,“ segir Áslaug og bætir við: „Þetta er því heilbrigðis- og lífsgæðamál.“ Að sögn Áslaugar hafa hraði og streita í nútímasamfélagi áhrif á kynlíf para. „Við erum að stunda minna kynlíf heldur en kynslóð foreldra okkar gerði, þau voru líklegast að stunda minna kynlíf en kynslóð foreldra þeirra. Börnin okkar, ef fram heldur sem horfir, munu stunda minna kynlíf en við, “ segir Áslaug: „Forstjóri Netflix sagði einhvern tímann í viðtali að Netflix væri í samkeppni við svefn og Netflix væri að vinna, og ég held að ég geti sagt það sama. Það er ekki búið að kanna þetta en ég er viss um það að Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ástin og lífið Kynlíf Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira