Parið greindi frá gleðifréttunum í færslu á Instagram. Drengurinn er fyrsta barn þeirra saman og kom hann í heiminn 14. nóvember síðastliðinn.
Parið greindi frá komu sonarins með hjartnæmri færslu á Instagram.
„Dagurinn sem heimurinn okkar og hjörtu stækkuðu þúsundfalt. Eftir 24 klukkustunda baráttu kom fullkominn drengur í heiminn með keisaraskurði. 15 merkur og 51 cm. Fyrsta vikan okkar saman hefur verið draumi líkust,“ skrifaði parið við færsluna.
Sindri Snær Jensson er einn eigenda fataverslunarinnar Húrra Reykjavík en hann og Jón Davíð Davíðsson stofnuðu verslunina árið 2014. Jafntfram eru þeir eigendur veitingastaðanna, Flatey pizza og Yuzu, auk næturklúbbsins Auto.