Sjálftaka eða gertæki Sigurður H. Guðjónsson skrifar 9. janúar 2024 07:31 Réttlæti seint er réttlæti gleymt Enginn er dómari í eigin sök. Enginn má taka lögin í sínar hendur. Gildir einu þótt viðkomandi eigi skýlausan rétt og réttleysi gagnaðila sé augljóst. Á þetta reynir í málum af ýmsum toga, en einkum þó í húsaleigumálum. Yfirleitt er dómstólaleiðin seinfarin, tafsöm, kotnaðarsöm og þyrnum stráð. Það getur tekið marga mánuði fyrir leigusala að ná umráðum fasteignar þrátt fyrir miklar og óumdeildar vanefndir leigjanda, bæði greiðslufall á húsaleigu og skemmdarverk af hans völdum á hinu leigða húsnæði. Er þá oft grunnt á því góða og fólk grípur til örþrifa ráða til að ná til að ná rétti sínu en er þá voðinn vís. Það er óþolandi og með ólíkindum að saklaust og heiðarlegt fólk sé nauðbeygt að þrauka mánuðum efir úrlausn dómstóla í borðleggjandi málum og verða auk þess fyrir miklum útlátum við að ná fram rétti sínum Það misbýður að vonum réttlætiskennd flestra. Hér er ekki við húsleigulögin að sakast, þau eru í góðu lagi og skýlaus, heldur réttarframkvæmdina. Þessi augljósu mál eiga heima í flýtimeðferð en ekki lulla í hægagangi mánuðum saman í réttarkerfinu. Því miður eru þess mörg dæmi að brotlegir leigjendur skáki hér í skjóli og noti undarbrögð og fresti til að draga mál á langinn. Það býður hættunni heim. Húseigendafélagið gætir m.a. hagsmuna leigusala og kallar eftir breyttri framkvæmd að þessu leyti. Það ætti að vera einfalt mál og yrði til mikilla réttarbóta. Að gefnum tilefnum er rétt er að brýna fyrir leigusölum, að þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Er þá réttlætinu illilega snúið við. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálf. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Réttlæti seint er réttlæti gleymt Enginn er dómari í eigin sök. Enginn má taka lögin í sínar hendur. Gildir einu þótt viðkomandi eigi skýlausan rétt og réttleysi gagnaðila sé augljóst. Á þetta reynir í málum af ýmsum toga, en einkum þó í húsaleigumálum. Yfirleitt er dómstólaleiðin seinfarin, tafsöm, kotnaðarsöm og þyrnum stráð. Það getur tekið marga mánuði fyrir leigusala að ná umráðum fasteignar þrátt fyrir miklar og óumdeildar vanefndir leigjanda, bæði greiðslufall á húsaleigu og skemmdarverk af hans völdum á hinu leigða húsnæði. Er þá oft grunnt á því góða og fólk grípur til örþrifa ráða til að ná til að ná rétti sínu en er þá voðinn vís. Það er óþolandi og með ólíkindum að saklaust og heiðarlegt fólk sé nauðbeygt að þrauka mánuðum efir úrlausn dómstóla í borðleggjandi málum og verða auk þess fyrir miklum útlátum við að ná fram rétti sínum Það misbýður að vonum réttlætiskennd flestra. Hér er ekki við húsleigulögin að sakast, þau eru í góðu lagi og skýlaus, heldur réttarframkvæmdina. Þessi augljósu mál eiga heima í flýtimeðferð en ekki lulla í hægagangi mánuðum saman í réttarkerfinu. Því miður eru þess mörg dæmi að brotlegir leigjendur skáki hér í skjóli og noti undarbrögð og fresti til að draga mál á langinn. Það býður hættunni heim. Húseigendafélagið gætir m.a. hagsmuna leigusala og kallar eftir breyttri framkvæmd að þessu leyti. Það ætti að vera einfalt mál og yrði til mikilla réttarbóta. Að gefnum tilefnum er rétt er að brýna fyrir leigusölum, að þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Er þá réttlætinu illilega snúið við. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálf. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun