Sjálftaka eða gertæki Sigurður H. Guðjónsson skrifar 9. janúar 2024 07:31 Réttlæti seint er réttlæti gleymt Enginn er dómari í eigin sök. Enginn má taka lögin í sínar hendur. Gildir einu þótt viðkomandi eigi skýlausan rétt og réttleysi gagnaðila sé augljóst. Á þetta reynir í málum af ýmsum toga, en einkum þó í húsaleigumálum. Yfirleitt er dómstólaleiðin seinfarin, tafsöm, kotnaðarsöm og þyrnum stráð. Það getur tekið marga mánuði fyrir leigusala að ná umráðum fasteignar þrátt fyrir miklar og óumdeildar vanefndir leigjanda, bæði greiðslufall á húsaleigu og skemmdarverk af hans völdum á hinu leigða húsnæði. Er þá oft grunnt á því góða og fólk grípur til örþrifa ráða til að ná til að ná rétti sínu en er þá voðinn vís. Það er óþolandi og með ólíkindum að saklaust og heiðarlegt fólk sé nauðbeygt að þrauka mánuðum efir úrlausn dómstóla í borðleggjandi málum og verða auk þess fyrir miklum útlátum við að ná fram rétti sínum Það misbýður að vonum réttlætiskennd flestra. Hér er ekki við húsleigulögin að sakast, þau eru í góðu lagi og skýlaus, heldur réttarframkvæmdina. Þessi augljósu mál eiga heima í flýtimeðferð en ekki lulla í hægagangi mánuðum saman í réttarkerfinu. Því miður eru þess mörg dæmi að brotlegir leigjendur skáki hér í skjóli og noti undarbrögð og fresti til að draga mál á langinn. Það býður hættunni heim. Húseigendafélagið gætir m.a. hagsmuna leigusala og kallar eftir breyttri framkvæmd að þessu leyti. Það ætti að vera einfalt mál og yrði til mikilla réttarbóta. Að gefnum tilefnum er rétt er að brýna fyrir leigusölum, að þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Er þá réttlætinu illilega snúið við. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálf. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Réttlæti seint er réttlæti gleymt Enginn er dómari í eigin sök. Enginn má taka lögin í sínar hendur. Gildir einu þótt viðkomandi eigi skýlausan rétt og réttleysi gagnaðila sé augljóst. Á þetta reynir í málum af ýmsum toga, en einkum þó í húsaleigumálum. Yfirleitt er dómstólaleiðin seinfarin, tafsöm, kotnaðarsöm og þyrnum stráð. Það getur tekið marga mánuði fyrir leigusala að ná umráðum fasteignar þrátt fyrir miklar og óumdeildar vanefndir leigjanda, bæði greiðslufall á húsaleigu og skemmdarverk af hans völdum á hinu leigða húsnæði. Er þá oft grunnt á því góða og fólk grípur til örþrifa ráða til að ná til að ná rétti sínu en er þá voðinn vís. Það er óþolandi og með ólíkindum að saklaust og heiðarlegt fólk sé nauðbeygt að þrauka mánuðum efir úrlausn dómstóla í borðleggjandi málum og verða auk þess fyrir miklum útlátum við að ná fram rétti sínum Það misbýður að vonum réttlætiskennd flestra. Hér er ekki við húsleigulögin að sakast, þau eru í góðu lagi og skýlaus, heldur réttarframkvæmdina. Þessi augljósu mál eiga heima í flýtimeðferð en ekki lulla í hægagangi mánuðum saman í réttarkerfinu. Því miður eru þess mörg dæmi að brotlegir leigjendur skáki hér í skjóli og noti undarbrögð og fresti til að draga mál á langinn. Það býður hættunni heim. Húseigendafélagið gætir m.a. hagsmuna leigusala og kallar eftir breyttri framkvæmd að þessu leyti. Það ætti að vera einfalt mál og yrði til mikilla réttarbóta. Að gefnum tilefnum er rétt er að brýna fyrir leigusölum, að þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Er þá réttlætinu illilega snúið við. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálf. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar