Sjálftaka eða gertæki Sigurður H. Guðjónsson skrifar 9. janúar 2024 07:31 Réttlæti seint er réttlæti gleymt Enginn er dómari í eigin sök. Enginn má taka lögin í sínar hendur. Gildir einu þótt viðkomandi eigi skýlausan rétt og réttleysi gagnaðila sé augljóst. Á þetta reynir í málum af ýmsum toga, en einkum þó í húsaleigumálum. Yfirleitt er dómstólaleiðin seinfarin, tafsöm, kotnaðarsöm og þyrnum stráð. Það getur tekið marga mánuði fyrir leigusala að ná umráðum fasteignar þrátt fyrir miklar og óumdeildar vanefndir leigjanda, bæði greiðslufall á húsaleigu og skemmdarverk af hans völdum á hinu leigða húsnæði. Er þá oft grunnt á því góða og fólk grípur til örþrifa ráða til að ná til að ná rétti sínu en er þá voðinn vís. Það er óþolandi og með ólíkindum að saklaust og heiðarlegt fólk sé nauðbeygt að þrauka mánuðum efir úrlausn dómstóla í borðleggjandi málum og verða auk þess fyrir miklum útlátum við að ná fram rétti sínum Það misbýður að vonum réttlætiskennd flestra. Hér er ekki við húsleigulögin að sakast, þau eru í góðu lagi og skýlaus, heldur réttarframkvæmdina. Þessi augljósu mál eiga heima í flýtimeðferð en ekki lulla í hægagangi mánuðum saman í réttarkerfinu. Því miður eru þess mörg dæmi að brotlegir leigjendur skáki hér í skjóli og noti undarbrögð og fresti til að draga mál á langinn. Það býður hættunni heim. Húseigendafélagið gætir m.a. hagsmuna leigusala og kallar eftir breyttri framkvæmd að þessu leyti. Það ætti að vera einfalt mál og yrði til mikilla réttarbóta. Að gefnum tilefnum er rétt er að brýna fyrir leigusölum, að þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Er þá réttlætinu illilega snúið við. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálf. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Réttlæti seint er réttlæti gleymt Enginn er dómari í eigin sök. Enginn má taka lögin í sínar hendur. Gildir einu þótt viðkomandi eigi skýlausan rétt og réttleysi gagnaðila sé augljóst. Á þetta reynir í málum af ýmsum toga, en einkum þó í húsaleigumálum. Yfirleitt er dómstólaleiðin seinfarin, tafsöm, kotnaðarsöm og þyrnum stráð. Það getur tekið marga mánuði fyrir leigusala að ná umráðum fasteignar þrátt fyrir miklar og óumdeildar vanefndir leigjanda, bæði greiðslufall á húsaleigu og skemmdarverk af hans völdum á hinu leigða húsnæði. Er þá oft grunnt á því góða og fólk grípur til örþrifa ráða til að ná til að ná rétti sínu en er þá voðinn vís. Það er óþolandi og með ólíkindum að saklaust og heiðarlegt fólk sé nauðbeygt að þrauka mánuðum efir úrlausn dómstóla í borðleggjandi málum og verða auk þess fyrir miklum útlátum við að ná fram rétti sínum Það misbýður að vonum réttlætiskennd flestra. Hér er ekki við húsleigulögin að sakast, þau eru í góðu lagi og skýlaus, heldur réttarframkvæmdina. Þessi augljósu mál eiga heima í flýtimeðferð en ekki lulla í hægagangi mánuðum saman í réttarkerfinu. Því miður eru þess mörg dæmi að brotlegir leigjendur skáki hér í skjóli og noti undarbrögð og fresti til að draga mál á langinn. Það býður hættunni heim. Húseigendafélagið gætir m.a. hagsmuna leigusala og kallar eftir breyttri framkvæmd að þessu leyti. Það ætti að vera einfalt mál og yrði til mikilla réttarbóta. Að gefnum tilefnum er rétt er að brýna fyrir leigusölum, að þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Er þá réttlætinu illilega snúið við. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálf. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun