Sést þú í umferðinni? Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 30. desember 2023 09:00 Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu. Ökumönnum er mun hættara að yfirsjást í myrkri en í dagsbirtu. Sjálfsagt gerum við okkur flest grein fyrir því að erfiðara getur reynst að aka í myrkri með ökuljósin kveikt en við dagsbirtu. Ökumenn missa nánast alla hæfileika til að sjá smáhlutina í kringum sig við akstur í myrkri. Menn gleyma því sem leynist utan sjónsviðs ljósgeisla ökuljósanna. Þess vegna er svo mikilvægt að við vinnum að því í sameiningu að tryggja sem best öryggi allra í umferðinni, að við hjálpumst að. Gangandi, hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum þ.e. óvarðir vegfarendur geta auðveldað ökumönnum að sjá þá í myrkrinu, jafnvel þó þeir séu í jaðri ljósgeislans frá ökuljósunum. Það gera þeir með því að nota endurskinsmerki, hengja þau á sig þannig að ökumenn sjái þau og þeir sem fara um á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum noti ljós og glitaugu ásamt endurskini á þá sjálfa. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ef endurskinið er ekki til staðar, því er ljóst að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir slys. Skylda ökumanna liggur í því að halda ökuljósunum hreinum og aka eftir aðstæðum, fara varlega. Í námskrá ökunáms til almennra ökuréttinda kemur fram að ökunemi skuli fá kennslu og þjálfun í notkun skynfæra, læri að túlka vísbendingar úr umferðinni rétt, taki réttar ákvarðanir og bregðist rétt við. Einnig kemur fram í umræddri námskrá að neminn skuli vita að gangandi vegfarendur telji að ökumaður komi auga á sig mun fyrr en hann gerir. Að hann þekki raunveruleg vegsýn ökumanns í myrkri við lág ljós annars vegar og há ljós hins vegar, að hann þekki ljósfjarlægðir að gangandi vegfarendum eftir því hvort lágu ljósin eru notuð eða þau háu. Einnig kemur fram að neminn skuli skilja þýðingu þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki, æfi sig í akstri við ýmsar aðstæður í myrkri og læri að velja öruggan hraða með tilliti til aðstæðna. Umrædd atriði kallar á markvisst og gott ökunám og hæfni ökukennarans til að grípa þau tækifæri sem gefast til að þjálfa og útskýra sem best við fjölbreyttar aðstæður í ökunáminu. Í starfi mínu sem ökukennari eru því miður of mörg tilvik þar sem óvarðir vegfarendur eru án endurskins og sjást því mjög illa og jafnvel ekki fyrr en ekið er fram hjá þeim. Slík tilvik vekja jú undrun hjá ökunemanum, þ.e. hversu seint og illa hann sá óvarða vegfarendann og neminn áttar sig á hættunum og hversu óvænt atvik geta komið upp við akstur. Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu tekin fyrir í ökunámi þá er mikilvægt að við vinnum öll að því í sameiningu að draga úr hættu á því að óvarðir vegfarendur verði fyrir slysi í umferðinni. Notum endurskin, ljósgjafa og ökum með ökuljósin í lagi. Á vef Samgöngustofu er mögulegt að afla sér upplýsinga hvar hægt er að nálgast endurskinsmerki og viljum við í Ökukennarafélagi Íslands hvetja alla óvarða vegfarendur til að verða sér úti um endurskinsmerki og ganga skínandi inn í nýtt ár. Með ósk um gleðilegt nýtt ár Þuríður B. Ægisdóttir Formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Samgönguslys Bílpróf Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu. Ökumönnum er mun hættara að yfirsjást í myrkri en í dagsbirtu. Sjálfsagt gerum við okkur flest grein fyrir því að erfiðara getur reynst að aka í myrkri með ökuljósin kveikt en við dagsbirtu. Ökumenn missa nánast alla hæfileika til að sjá smáhlutina í kringum sig við akstur í myrkri. Menn gleyma því sem leynist utan sjónsviðs ljósgeisla ökuljósanna. Þess vegna er svo mikilvægt að við vinnum að því í sameiningu að tryggja sem best öryggi allra í umferðinni, að við hjálpumst að. Gangandi, hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum þ.e. óvarðir vegfarendur geta auðveldað ökumönnum að sjá þá í myrkrinu, jafnvel þó þeir séu í jaðri ljósgeislans frá ökuljósunum. Það gera þeir með því að nota endurskinsmerki, hengja þau á sig þannig að ökumenn sjái þau og þeir sem fara um á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum noti ljós og glitaugu ásamt endurskini á þá sjálfa. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ef endurskinið er ekki til staðar, því er ljóst að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir slys. Skylda ökumanna liggur í því að halda ökuljósunum hreinum og aka eftir aðstæðum, fara varlega. Í námskrá ökunáms til almennra ökuréttinda kemur fram að ökunemi skuli fá kennslu og þjálfun í notkun skynfæra, læri að túlka vísbendingar úr umferðinni rétt, taki réttar ákvarðanir og bregðist rétt við. Einnig kemur fram í umræddri námskrá að neminn skuli vita að gangandi vegfarendur telji að ökumaður komi auga á sig mun fyrr en hann gerir. Að hann þekki raunveruleg vegsýn ökumanns í myrkri við lág ljós annars vegar og há ljós hins vegar, að hann þekki ljósfjarlægðir að gangandi vegfarendum eftir því hvort lágu ljósin eru notuð eða þau háu. Einnig kemur fram að neminn skuli skilja þýðingu þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki, æfi sig í akstri við ýmsar aðstæður í myrkri og læri að velja öruggan hraða með tilliti til aðstæðna. Umrædd atriði kallar á markvisst og gott ökunám og hæfni ökukennarans til að grípa þau tækifæri sem gefast til að þjálfa og útskýra sem best við fjölbreyttar aðstæður í ökunáminu. Í starfi mínu sem ökukennari eru því miður of mörg tilvik þar sem óvarðir vegfarendur eru án endurskins og sjást því mjög illa og jafnvel ekki fyrr en ekið er fram hjá þeim. Slík tilvik vekja jú undrun hjá ökunemanum, þ.e. hversu seint og illa hann sá óvarða vegfarendann og neminn áttar sig á hættunum og hversu óvænt atvik geta komið upp við akstur. Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu tekin fyrir í ökunámi þá er mikilvægt að við vinnum öll að því í sameiningu að draga úr hættu á því að óvarðir vegfarendur verði fyrir slysi í umferðinni. Notum endurskin, ljósgjafa og ökum með ökuljósin í lagi. Á vef Samgöngustofu er mögulegt að afla sér upplýsinga hvar hægt er að nálgast endurskinsmerki og viljum við í Ökukennarafélagi Íslands hvetja alla óvarða vegfarendur til að verða sér úti um endurskinsmerki og ganga skínandi inn í nýtt ár. Með ósk um gleðilegt nýtt ár Þuríður B. Ægisdóttir Formaður Ökukennarafélags Íslands.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun