Sést þú í umferðinni? Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 30. desember 2023 09:00 Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu. Ökumönnum er mun hættara að yfirsjást í myrkri en í dagsbirtu. Sjálfsagt gerum við okkur flest grein fyrir því að erfiðara getur reynst að aka í myrkri með ökuljósin kveikt en við dagsbirtu. Ökumenn missa nánast alla hæfileika til að sjá smáhlutina í kringum sig við akstur í myrkri. Menn gleyma því sem leynist utan sjónsviðs ljósgeisla ökuljósanna. Þess vegna er svo mikilvægt að við vinnum að því í sameiningu að tryggja sem best öryggi allra í umferðinni, að við hjálpumst að. Gangandi, hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum þ.e. óvarðir vegfarendur geta auðveldað ökumönnum að sjá þá í myrkrinu, jafnvel þó þeir séu í jaðri ljósgeislans frá ökuljósunum. Það gera þeir með því að nota endurskinsmerki, hengja þau á sig þannig að ökumenn sjái þau og þeir sem fara um á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum noti ljós og glitaugu ásamt endurskini á þá sjálfa. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ef endurskinið er ekki til staðar, því er ljóst að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir slys. Skylda ökumanna liggur í því að halda ökuljósunum hreinum og aka eftir aðstæðum, fara varlega. Í námskrá ökunáms til almennra ökuréttinda kemur fram að ökunemi skuli fá kennslu og þjálfun í notkun skynfæra, læri að túlka vísbendingar úr umferðinni rétt, taki réttar ákvarðanir og bregðist rétt við. Einnig kemur fram í umræddri námskrá að neminn skuli vita að gangandi vegfarendur telji að ökumaður komi auga á sig mun fyrr en hann gerir. Að hann þekki raunveruleg vegsýn ökumanns í myrkri við lág ljós annars vegar og há ljós hins vegar, að hann þekki ljósfjarlægðir að gangandi vegfarendum eftir því hvort lágu ljósin eru notuð eða þau háu. Einnig kemur fram að neminn skuli skilja þýðingu þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki, æfi sig í akstri við ýmsar aðstæður í myrkri og læri að velja öruggan hraða með tilliti til aðstæðna. Umrædd atriði kallar á markvisst og gott ökunám og hæfni ökukennarans til að grípa þau tækifæri sem gefast til að þjálfa og útskýra sem best við fjölbreyttar aðstæður í ökunáminu. Í starfi mínu sem ökukennari eru því miður of mörg tilvik þar sem óvarðir vegfarendur eru án endurskins og sjást því mjög illa og jafnvel ekki fyrr en ekið er fram hjá þeim. Slík tilvik vekja jú undrun hjá ökunemanum, þ.e. hversu seint og illa hann sá óvarða vegfarendann og neminn áttar sig á hættunum og hversu óvænt atvik geta komið upp við akstur. Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu tekin fyrir í ökunámi þá er mikilvægt að við vinnum öll að því í sameiningu að draga úr hættu á því að óvarðir vegfarendur verði fyrir slysi í umferðinni. Notum endurskin, ljósgjafa og ökum með ökuljósin í lagi. Á vef Samgöngustofu er mögulegt að afla sér upplýsinga hvar hægt er að nálgast endurskinsmerki og viljum við í Ökukennarafélagi Íslands hvetja alla óvarða vegfarendur til að verða sér úti um endurskinsmerki og ganga skínandi inn í nýtt ár. Með ósk um gleðilegt nýtt ár Þuríður B. Ægisdóttir Formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Samgönguslys Bílpróf Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu. Ökumönnum er mun hættara að yfirsjást í myrkri en í dagsbirtu. Sjálfsagt gerum við okkur flest grein fyrir því að erfiðara getur reynst að aka í myrkri með ökuljósin kveikt en við dagsbirtu. Ökumenn missa nánast alla hæfileika til að sjá smáhlutina í kringum sig við akstur í myrkri. Menn gleyma því sem leynist utan sjónsviðs ljósgeisla ökuljósanna. Þess vegna er svo mikilvægt að við vinnum að því í sameiningu að tryggja sem best öryggi allra í umferðinni, að við hjálpumst að. Gangandi, hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum þ.e. óvarðir vegfarendur geta auðveldað ökumönnum að sjá þá í myrkrinu, jafnvel þó þeir séu í jaðri ljósgeislans frá ökuljósunum. Það gera þeir með því að nota endurskinsmerki, hengja þau á sig þannig að ökumenn sjái þau og þeir sem fara um á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum noti ljós og glitaugu ásamt endurskini á þá sjálfa. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ef endurskinið er ekki til staðar, því er ljóst að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir slys. Skylda ökumanna liggur í því að halda ökuljósunum hreinum og aka eftir aðstæðum, fara varlega. Í námskrá ökunáms til almennra ökuréttinda kemur fram að ökunemi skuli fá kennslu og þjálfun í notkun skynfæra, læri að túlka vísbendingar úr umferðinni rétt, taki réttar ákvarðanir og bregðist rétt við. Einnig kemur fram í umræddri námskrá að neminn skuli vita að gangandi vegfarendur telji að ökumaður komi auga á sig mun fyrr en hann gerir. Að hann þekki raunveruleg vegsýn ökumanns í myrkri við lág ljós annars vegar og há ljós hins vegar, að hann þekki ljósfjarlægðir að gangandi vegfarendum eftir því hvort lágu ljósin eru notuð eða þau háu. Einnig kemur fram að neminn skuli skilja þýðingu þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki, æfi sig í akstri við ýmsar aðstæður í myrkri og læri að velja öruggan hraða með tilliti til aðstæðna. Umrædd atriði kallar á markvisst og gott ökunám og hæfni ökukennarans til að grípa þau tækifæri sem gefast til að þjálfa og útskýra sem best við fjölbreyttar aðstæður í ökunáminu. Í starfi mínu sem ökukennari eru því miður of mörg tilvik þar sem óvarðir vegfarendur eru án endurskins og sjást því mjög illa og jafnvel ekki fyrr en ekið er fram hjá þeim. Slík tilvik vekja jú undrun hjá ökunemanum, þ.e. hversu seint og illa hann sá óvarða vegfarendann og neminn áttar sig á hættunum og hversu óvænt atvik geta komið upp við akstur. Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu tekin fyrir í ökunámi þá er mikilvægt að við vinnum öll að því í sameiningu að draga úr hættu á því að óvarðir vegfarendur verði fyrir slysi í umferðinni. Notum endurskin, ljósgjafa og ökum með ökuljósin í lagi. Á vef Samgöngustofu er mögulegt að afla sér upplýsinga hvar hægt er að nálgast endurskinsmerki og viljum við í Ökukennarafélagi Íslands hvetja alla óvarða vegfarendur til að verða sér úti um endurskinsmerki og ganga skínandi inn í nýtt ár. Með ósk um gleðilegt nýtt ár Þuríður B. Ægisdóttir Formaður Ökukennarafélags Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun