Ríkið greiði borginni rúmlega 3,3 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2023 21:14 Borgin krafði ríkið um 5,4 milljarða fyrir fjórum árum. Héraðsdómur hefur nú dæmt ríkið til að greiða borginni 3,37 milljarða. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur verið dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tæplega 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga þess fyrrnefnda úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta féll í dag en borgin stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna. Það er upphæð sem borgin hefði fengið úthlutað úr sjóðinum ef ekki hefði komið til reglugerðarákvæða sem útilokuðu borgina frá því að fá úthlutanir úr sjóðinum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fjárframlögum. Höfnuðu kröfum borgarinnar alfarið Þann 20. desember 2019 sendu fulltrúar borgarinnar kröfubréf á ríkið, þar sem vísað var til niðurstöðu Hæstaréttar í máli Grímsnes- og Grafningshrepps vegna framlaga úr sjóðnum. Fallist var á kröfu sveitarfélagsins, en Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Því fæliu reglugerðarákvæði þar sem sveitarfélög væru útilokuð frá framlögum úr sjóðnum í sér of víðtækt framsal lagasetningarvalds. Í bréfinu krafðist borgin fyrrnefndra 5,4 milljarða króna vegna reksturs grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu fyrir árin 2015 til 2018, auk þess sem þess var krafist að borgin nyti framvegis framlaga úr Jöfnunarsjóði, þar með talið fyrir árið 2019 sem þá var að líða undir lok. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísaði málinu til meðferðar ríkislögmanns, sem hafnaði öllum kröfum borgarinnar alfarið. Borgin ítrekaði þá kröfu sína og vísaði til þess að mál yrði höfðað ef greiðsluskylda ríkisins gagnvart borginni yrði ekki viðurkennd. Stjórnvöld hafi mátt vita betur Héraðsdómari taldi að endingu að ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnvöldum hafi mátt vera ljóst að lagaheimild til að setja slík ákvæði hafi brostið. Því hafi borgin átt rétt á framlögum úr sjóðinum svo framarlega sem jákvæður mismunur væri á heildarútgjaldaþörf annars vegar og þeim hluta útsvarstekna hins vegar sem runnu til borgarinnar vegna reksturs grunnskóla. Það sama ætti við um framlög til nýbúafræðslu. Því væri skilyrðum skaðabótareglna uppfyllt og ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,37 milljarða króna með vöxtum og dráttarvöxtum. Dómsmál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta féll í dag en borgin stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna. Það er upphæð sem borgin hefði fengið úthlutað úr sjóðinum ef ekki hefði komið til reglugerðarákvæða sem útilokuðu borgina frá því að fá úthlutanir úr sjóðinum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fjárframlögum. Höfnuðu kröfum borgarinnar alfarið Þann 20. desember 2019 sendu fulltrúar borgarinnar kröfubréf á ríkið, þar sem vísað var til niðurstöðu Hæstaréttar í máli Grímsnes- og Grafningshrepps vegna framlaga úr sjóðnum. Fallist var á kröfu sveitarfélagsins, en Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Því fæliu reglugerðarákvæði þar sem sveitarfélög væru útilokuð frá framlögum úr sjóðnum í sér of víðtækt framsal lagasetningarvalds. Í bréfinu krafðist borgin fyrrnefndra 5,4 milljarða króna vegna reksturs grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu fyrir árin 2015 til 2018, auk þess sem þess var krafist að borgin nyti framvegis framlaga úr Jöfnunarsjóði, þar með talið fyrir árið 2019 sem þá var að líða undir lok. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísaði málinu til meðferðar ríkislögmanns, sem hafnaði öllum kröfum borgarinnar alfarið. Borgin ítrekaði þá kröfu sína og vísaði til þess að mál yrði höfðað ef greiðsluskylda ríkisins gagnvart borginni yrði ekki viðurkennd. Stjórnvöld hafi mátt vita betur Héraðsdómari taldi að endingu að ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnvöldum hafi mátt vera ljóst að lagaheimild til að setja slík ákvæði hafi brostið. Því hafi borgin átt rétt á framlögum úr sjóðinum svo framarlega sem jákvæður mismunur væri á heildarútgjaldaþörf annars vegar og þeim hluta útsvarstekna hins vegar sem runnu til borgarinnar vegna reksturs grunnskóla. Það sama ætti við um framlög til nýbúafræðslu. Því væri skilyrðum skaðabótareglna uppfyllt og ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,37 milljarða króna með vöxtum og dráttarvöxtum.
Dómsmál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira