Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2023 13:37 Hollensk kona sem greiddi atkvæði í morgun. Hollendingar standa frammi fyrir fjölmörgum kostum en fjórir standa upp úr. AP/Patrick Post Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VVD flokksins, tilkynnti í sumar að hann ætlaði að segja þetta gott eftir að ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um innflytjendamál. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um það málefni. Sjá einnig: Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frambjóðendur heitið því að bregðast við miklum fjölda hælisleitenda í Hollandi og einnig draga úr flæði farandverkafólks og erlendra námsmanna til landsins, sem eru um fjörutíu prósent námsmanna þar. Dilan Yeşilgöz-Zegerius, nýr leiðtogi VVD sem kom til landsins sem flóttamaður í æsku, hefur það sem eitt af kosningaloforðum sínum að fækka innflytjendum og flóttafólki í landinu. Hún segir reglur Hollendinga og lög ekki nógu hörð, sé mið tekið af nágrannaríkjum Hollands. Hún gæti orðið fyrsta konan til að sinna embætti forsætisráðherra í Hollandi. Dilan Yesilgoz-Zegerius, leiðtogi VVD, á kjörstað í morgun.AP/Patrick Post Kannanir gefa til kynna að fjórir flokkar hafi svipað fylgi. Þar á meðal eru VVD flokkurinn og Frelsisflokkur hins umdeilda popúlista Geert Wilders. Enginn flokkur hefur mælst með meira en tuttugu prósent en nokkuð stór hluti kjósenda hefur sagst óákveðinn. Fari kosningarnar eins og kannanir gefa til kynna er búist við því að stjórnarmyndun muni taka langan tíma. Könnun sem birt var í morgun sýndi Frelsisflokkinn með naumt forskot á VVD. Honum hefur áður verið spáð sigri í kosningum, eins og árið 2017. Eins og áður segir er hann mjög umdeildur og er rasisti. Hann hefur til að mynda verið dæmdur sekur um hatursummæli þegar hann lofaði að fækka Marokkómönnum í Hollandi og kallaði þá „úrhrök“. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins.AP/Mike Corder Hann hefur þó að undanförnu bæta ímynd sína, samkvæmt frétt Reuters, með því markmiði að ná til fleiri kjósenda. Með það í huga hefur hann snúið sér frá því að kalla aftir af-íslömun Hollands og þess í stað kvartað yfir háum framfærslukostnaði, húsnæðiskorti og slíkum málum. Í frétt Guardian segir að Frans Timmermans, leiðtogi Vinstri Grænna og verkamannaflokksins hafi þvertekið fyrir að starfa með Wilders og það hafi Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig gert. Yeşilgöz-Zegerius hefur sagt að hún gæti unnið með Wilders en muni ekki styðja hann í embætti forsætisráðherra. Holland Evrópusambandið Kosningar í Hollandi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VVD flokksins, tilkynnti í sumar að hann ætlaði að segja þetta gott eftir að ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um innflytjendamál. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um það málefni. Sjá einnig: Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frambjóðendur heitið því að bregðast við miklum fjölda hælisleitenda í Hollandi og einnig draga úr flæði farandverkafólks og erlendra námsmanna til landsins, sem eru um fjörutíu prósent námsmanna þar. Dilan Yeşilgöz-Zegerius, nýr leiðtogi VVD sem kom til landsins sem flóttamaður í æsku, hefur það sem eitt af kosningaloforðum sínum að fækka innflytjendum og flóttafólki í landinu. Hún segir reglur Hollendinga og lög ekki nógu hörð, sé mið tekið af nágrannaríkjum Hollands. Hún gæti orðið fyrsta konan til að sinna embætti forsætisráðherra í Hollandi. Dilan Yesilgoz-Zegerius, leiðtogi VVD, á kjörstað í morgun.AP/Patrick Post Kannanir gefa til kynna að fjórir flokkar hafi svipað fylgi. Þar á meðal eru VVD flokkurinn og Frelsisflokkur hins umdeilda popúlista Geert Wilders. Enginn flokkur hefur mælst með meira en tuttugu prósent en nokkuð stór hluti kjósenda hefur sagst óákveðinn. Fari kosningarnar eins og kannanir gefa til kynna er búist við því að stjórnarmyndun muni taka langan tíma. Könnun sem birt var í morgun sýndi Frelsisflokkinn með naumt forskot á VVD. Honum hefur áður verið spáð sigri í kosningum, eins og árið 2017. Eins og áður segir er hann mjög umdeildur og er rasisti. Hann hefur til að mynda verið dæmdur sekur um hatursummæli þegar hann lofaði að fækka Marokkómönnum í Hollandi og kallaði þá „úrhrök“. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins.AP/Mike Corder Hann hefur þó að undanförnu bæta ímynd sína, samkvæmt frétt Reuters, með því markmiði að ná til fleiri kjósenda. Með það í huga hefur hann snúið sér frá því að kalla aftir af-íslömun Hollands og þess í stað kvartað yfir háum framfærslukostnaði, húsnæðiskorti og slíkum málum. Í frétt Guardian segir að Frans Timmermans, leiðtogi Vinstri Grænna og verkamannaflokksins hafi þvertekið fyrir að starfa með Wilders og það hafi Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig gert. Yeşilgöz-Zegerius hefur sagt að hún gæti unnið með Wilders en muni ekki styðja hann í embætti forsætisráðherra.
Holland Evrópusambandið Kosningar í Hollandi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“