Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2025 14:13 HiRISE-myndavél MRO-geimfarsins á braut um Mars tók þessa nærmynd af halastjörnunni 3I/Atlas 2. október 2025. Hún var þá í um þrjátíu milljón kílómetra fjarlægð frá rauðu reikistjörnunni. NASA/JPL-Caltech/University of Arizona Nærmyndir sem geimför á og við Mars tóku af halastjörnu sem kemur frá öðru sólkerfi voru birtar í gær. Halastjarnan er aðeins þriðja fyrirbærið sem fundust hefur í sólkerfinu sem staðfest er að eigi sér uppruna utan þess. Stjörnufræðingar komu fyrst auga á halastjörnuna 3I/Atlas í sumar. Ferill hennar bendir til þess að hún komi úr öðru sólkerfi, líklega mun eldra en okkar. Halastjarnan þaut fram hjá Mars í síðasta mánuði. Bæði bandaríska geimvísindastofnunin NASA og evrópska geimstofnunin ESA notuðu tækifærið og beindu myndavélum könnunarfara sinna á yfirborð reikistjörnunnar og þeirra sem eru á braut um hana að halastjörnunni. NASA birti nokkrar slíkar myndir í gær, meðal annars frá Marskönnunarbrautarfarinu (MRO) sem náði sem náði einum bestu nærmyndunum af gestinum. Myndir MAVEN-brautarfarsins í útfjólubláu ljósi eiga að hjálpa til við að greina efnasamsetningu halastjörnunnar. Útfjólublá mynd MAVEN-geimfarsins af vetnisfrumeindum í hala 3I/Atlas. Halastjarnan sjálf er dökkleitari blái liturinn lengst til vinstri.NASA/Goddard/LASP/CU Boulder Halastjarnan er sýnileg frá jörðinni með hand- eða stjörnusjónauka fyrir dögun. Þegar hún fer næst jörðinni verður hún í um 269 milljón kílómetra fjarlægð um miðjan desember. Hún þýtur svo út úr sólkerfinu og snýr aldrei aftur þangað. 3I/Atlas er sérstaklega hraðskreið halastjarna og er hún talin eiga uppruna sinn í sólkerfi sem er mun eldra en sólkerfið okkar. Mögulega er hún hafa myndast áður en sólin og jörðin urðu til. Mynd af hala 3I/Atlas sem tekin var frá Ítalíu í gær.AP/Giaunluca Masi För halastjörnunnar í gegnum sólkerfið hefur ekki síst vakið athygli fyrir sakir ýmissa sérvitringa sem hafa fabúlerað um að hún gæti í raun verið geimskip utan úr geimnum. Fjarstæðukenndar tilgátur af því tagi hafa dregið athygli frá hversu merkileg halastjarnan er sem aðeins eitt örfárra fyrirbæra sem vitað er með vissu að komi utan sólkerfisins. Geimurinn Vísindi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Stjörnufræðingar komu fyrst auga á halastjörnuna 3I/Atlas í sumar. Ferill hennar bendir til þess að hún komi úr öðru sólkerfi, líklega mun eldra en okkar. Halastjarnan þaut fram hjá Mars í síðasta mánuði. Bæði bandaríska geimvísindastofnunin NASA og evrópska geimstofnunin ESA notuðu tækifærið og beindu myndavélum könnunarfara sinna á yfirborð reikistjörnunnar og þeirra sem eru á braut um hana að halastjörnunni. NASA birti nokkrar slíkar myndir í gær, meðal annars frá Marskönnunarbrautarfarinu (MRO) sem náði sem náði einum bestu nærmyndunum af gestinum. Myndir MAVEN-brautarfarsins í útfjólubláu ljósi eiga að hjálpa til við að greina efnasamsetningu halastjörnunnar. Útfjólublá mynd MAVEN-geimfarsins af vetnisfrumeindum í hala 3I/Atlas. Halastjarnan sjálf er dökkleitari blái liturinn lengst til vinstri.NASA/Goddard/LASP/CU Boulder Halastjarnan er sýnileg frá jörðinni með hand- eða stjörnusjónauka fyrir dögun. Þegar hún fer næst jörðinni verður hún í um 269 milljón kílómetra fjarlægð um miðjan desember. Hún þýtur svo út úr sólkerfinu og snýr aldrei aftur þangað. 3I/Atlas er sérstaklega hraðskreið halastjarna og er hún talin eiga uppruna sinn í sólkerfi sem er mun eldra en sólkerfið okkar. Mögulega er hún hafa myndast áður en sólin og jörðin urðu til. Mynd af hala 3I/Atlas sem tekin var frá Ítalíu í gær.AP/Giaunluca Masi För halastjörnunnar í gegnum sólkerfið hefur ekki síst vakið athygli fyrir sakir ýmissa sérvitringa sem hafa fabúlerað um að hún gæti í raun verið geimskip utan úr geimnum. Fjarstæðukenndar tilgátur af því tagi hafa dregið athygli frá hversu merkileg halastjarnan er sem aðeins eitt örfárra fyrirbæra sem vitað er með vissu að komi utan sólkerfisins.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira