22 fótboltavellir fullir af bílum Davíð Þorláksson skrifar 14. nóvember 2023 08:01 Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Til að mæta slíkri fjölgun bíla þarf árlega að byggja bílastæði sem samsvara allt að 22 fótboltavöllum í fullri stærð. Hvernig er best að mæta þessu aukna álagi á umferðakerfið? Og gengur núverandi kerfi hreinlega upp til framtíðar? Tímamóta samkomulag til að taka á vanda Haustið 2019 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með sér tímamóta samkomulag. Heildstæðan samgöngusáttmála um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Um tímamótasamkomulag var að ræða þar sem fulltrúar ólíkra flokka, hjá ríki og sveitarfélögum, náðu saman um brýnt málefni. Enda var ljóst að samstaða yrði nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á umferðartöfum og kostnaði í framtíðinni. Fleiri valkostir Greiningar sýna að ef hlutur annarra samgöngumáta en einkabílsins verður ekki aukinn muni tafir halda áfram að aukast og kostnaður vegna þeirra líka. Fjölbreyttari ferðamátar eru ekki bara lausn á vexti bílaumferðar, heldur eru þeir líka vistvænni og auka lýðheilsu. Markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er að hlutdeild bílferða í daglegum ferðum fari undir 58% og að a.m.k. 42% ferða verði farnar með vistvænum ferðamátum. Hægfara breyting hefur átt sér stað þar sem hlutdeild bílferða minnkaði úr 74% í 72% að meðaltali frá 2019. Innan höfuðborgarsvæðisins er mikill munur á milli hverfa. Bílferðir eru 55–58% allra ferða íbúa í hverfum eins og miðborginni og Vesturbænum þar sem byggð er þétt og blönduð og þjónustustig almenningssamgangna gott. Hlutdeild bílferða er hins vegar um og yfir 80% í hverfum í jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Vill fólk vistvænan ferðamáta? Þá tala sumir um að verið sé að þvinga fólk úr bílum, að um aðför að einkabílnum sé að ræða. Raunin er þó sú að því fleiri sem nota aðrar samgöngur en einkabílinn, því betra er það fyrir þau sem þurfa og vilja nota bíl. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun sem gerð var 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Með betri innviðum fyrir vistvænan ferðamáta geta þau sem það kjósa valið að sleppa þeim kostnaði sem felst í að eiga einkabíl, að fækka fjölskyldubílum úr tveimur í einn eða haldið áfram að nota einkabílinn. Hægt er að velja að hjóla á góðum dögum en nota bílinn þegar veðrið er slæmt. Fjölbreytnin er því jákvæð, styttir ferðatíma og lækkar kostnað við samgöngur. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Til að mæta slíkri fjölgun bíla þarf árlega að byggja bílastæði sem samsvara allt að 22 fótboltavöllum í fullri stærð. Hvernig er best að mæta þessu aukna álagi á umferðakerfið? Og gengur núverandi kerfi hreinlega upp til framtíðar? Tímamóta samkomulag til að taka á vanda Haustið 2019 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með sér tímamóta samkomulag. Heildstæðan samgöngusáttmála um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Um tímamótasamkomulag var að ræða þar sem fulltrúar ólíkra flokka, hjá ríki og sveitarfélögum, náðu saman um brýnt málefni. Enda var ljóst að samstaða yrði nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á umferðartöfum og kostnaði í framtíðinni. Fleiri valkostir Greiningar sýna að ef hlutur annarra samgöngumáta en einkabílsins verður ekki aukinn muni tafir halda áfram að aukast og kostnaður vegna þeirra líka. Fjölbreyttari ferðamátar eru ekki bara lausn á vexti bílaumferðar, heldur eru þeir líka vistvænni og auka lýðheilsu. Markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er að hlutdeild bílferða í daglegum ferðum fari undir 58% og að a.m.k. 42% ferða verði farnar með vistvænum ferðamátum. Hægfara breyting hefur átt sér stað þar sem hlutdeild bílferða minnkaði úr 74% í 72% að meðaltali frá 2019. Innan höfuðborgarsvæðisins er mikill munur á milli hverfa. Bílferðir eru 55–58% allra ferða íbúa í hverfum eins og miðborginni og Vesturbænum þar sem byggð er þétt og blönduð og þjónustustig almenningssamgangna gott. Hlutdeild bílferða er hins vegar um og yfir 80% í hverfum í jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Vill fólk vistvænan ferðamáta? Þá tala sumir um að verið sé að þvinga fólk úr bílum, að um aðför að einkabílnum sé að ræða. Raunin er þó sú að því fleiri sem nota aðrar samgöngur en einkabílinn, því betra er það fyrir þau sem þurfa og vilja nota bíl. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun sem gerð var 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Með betri innviðum fyrir vistvænan ferðamáta geta þau sem það kjósa valið að sleppa þeim kostnaði sem felst í að eiga einkabíl, að fækka fjölskyldubílum úr tveimur í einn eða haldið áfram að nota einkabílinn. Hægt er að velja að hjóla á góðum dögum en nota bílinn þegar veðrið er slæmt. Fjölbreytnin er því jákvæð, styttir ferðatíma og lækkar kostnað við samgöngur. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun