Skoðun

Eru líf­eyris­sjóðir fyrir alla?

Sigurður H. Einarsson skrifar

19. maí árið 1969 sömdu Alþýðusambandið og Vinnuveitendasamband Íslands um það í kjarasamningum að stofna lífeyrissjóð fyrir verkafólk.Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Einu sinni voru til 97 lífeyrissjóðir og þótti sjálfsagt en í dag eru viðhorfin önnur og þætti flestum það galið að hafa slíkan fjölda lífeyrissjóða. Nær væri að hafa þá 4 til 5 og best væri að hafa einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn en það er önnur saga.

En hver er ávinningurinn á því að borga í lífeyrissjóð? Lífeyrissjóðirnir gefa það út að það sé ávinningur fyrir alla að borga í lífeyrissjóð, en er það svo??????

Að lenda fyrir utan kerfið, eða drengurinn að vestan.

Ungur drengur elst upp fyrir vestan og byrjar að vinna strax að vinna þegar hann hefur getu til..Og á unglingsárum er hann kominn í beitningu og að stokka upp línu. Og hefur verið á vinnmarkaðinum óslitið frá árinu 1995, við ýmis störf bæði til sjós og lands, Á árunum 2005 til 2013 starfar hann hjá Norðurál á Grundartanga. En ekki vakti það áhuga hjá honum að gera það að ævistarfi að starfa fyrir þetta fyrirtæki sem rekur mjög mannfjandsamlega starfsmannastefnu enda fyrirtæki í eigu erlendra fjárglæframanna. Það fékk piltinn til að hugsa síg til hreyfings og niðurstaðan var sú að leita sér meiri menntunar til að gera lífið aðeins bærilegra heldur en að vinna í verksmiðju. Og fyrir valinu varð lögfræði og árið 2019 lauk þessi greindi og flotti strákur 5 ára námi í lögfræði og brautskáðist með embættispróf í lögum frá Háskólanum í Reykjavík. Á námsárunum starfaði hann sem ökuleiðsögumaður fyrir ferðamenn.

Allan tíman borgaði hann í lífeyrissjóð eins og aðrir á vinnumarkaðinum gera.Sá peningur er tekinn af fólki með lagaboði og er lífeyrir ætlaður til að vera hluti af samtryggingunni , hvort heldur þegar fólk hættir á vinnumarkaðinum vegna aldurs eða vegna veikinda.

Það velur það engin að veikjast.

Sléttum mánuði eftir útskrift tók líf hins unga lögfræðing algjöra U – beygju og má teljst hepinn að vera á lífi í dag. Þann dag dettur hinn ungi lögfræðingur út af vinnumarkaðinu og hefur ekki átt afturkvæmt síðan í neina vinnu. Greindist hann með æxli í heila sem hefur verið fjarlægt að mestu með tveimur stórum skurðaðgerðum og var þetta heilsutjón til þess að hann hefur ekki komist á vinnumarkaðinn síðan.

Samhliða þessu fór hann á endurhæfinglífeyrir og var ráðlagt að sækja um örorkugreiðslur úr þeim lífeyrissjóðum sem hann átti réttindi í . Og gerði hann það og fékk greiðslu í 3 mánuði frá lífeyrissjóðnum en svo stoppuðu þessar greiðslur.

Er lífeyrisgreiðslur ekki fyrir alla sem greiða í þá???

Lífeyrissjóðurinn hans heldur því fram að réttindi hans í sjóðnum væri fallin niður vegna þess að hann hafi ekki orðið fyrir raunverulegri tekjuskerðinu vegna lágra tekna síðustu 4 árin.

Ennfremur tjáði sjóðurinn að staðan eins og hún væri myndi ekkert breytast neitt, þetta væri svona skv, þeirra samþykktum og þær gilda um þetta . Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir að hafa verið á vinnumarkaðinum í 25 ár greitt öll árin í lífeyrissjóð átt rétt á framreikningu réttinda, verið búinn að greiða milljónir í sjóðinn samkvæmt lagaboði þá átti hann engin réttind af því að tekjurnar síðustu 4 árin fyrir veikindin hafi verið svo lágar að sjóðurinn liti svo á að hann hafi ekki orðið fyrir neinni tekjuskerðingu. Ástæða lágra tekna var auðvitað sú að drengurinn álpaðist í nám, og var rétt nýútskrifaður áður en hann dettur út af vinnumarkaði.

Hann á sem sé að sætta sig við það að fá 0 krónur úr sínum lífeyrissjóði. En rekstarkostnaður allra lífeyrissjóða er 12 til 15 milljarða, en það er ekki til peningur til að koma í veg fyrir að sjóðsfélagi lendi í ævilanga fátækt.

Lífeyrissjóðirnir eru sem sé einingis fyrir suma en ekki alla, og allra síst þá sem mest á þeim greiðslum þurfa á að halda?

Hvað hefðu gömlu frumkvöðlar verkalýðshreyfingarinnar sagt við svona framkomu??? Benni Davíðs, Eðvarð Sigurðsson,Snorri Jónsson. Eða eins og Benedikt Davíðssson segir í sinni bók „ Mér er ennþá í minni þegar ég hóf störf á skrifstofu Trésmiðafélags Reykjavíkur 1953 , þá komu þangað oft gamlir trésmiðir sem vegna sjúkleika eða elli voru hættir stöfum. Ýmisir þessar manna voru blásnauðir þrátt fyrir langa starfsævi og leið mjög illa að þurfa nánast að lifa á bónbjörgum.

Þetta var kannski fyrsta kveikjan að hugsun minni um hvernig úr mætti bæta segir hann“ En hefur þetta breyst?

Það er óréttlátt að fólk sem glatar starfsgetunni, veikist eða lendir í slysi, sé dæmt til ævilangrar fátæktar. Og þrátt fyrir að eiga lífeyrissjóði sem eru nú að ná fullum þroska eins og sagt er. Þannig á Ísland ekki að vera. Lífeyriskerfið er mannana verk og það er í okkar valdi að breyta þeim. Og gleyma því ekki hverjum lífeyrikerfið á að þjóna.

Eða má segja að byltingin borði börnin sín???

Höfundur er félagi í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna.




Skoðun

Sjá meira


×