Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal sé til á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 23:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mikilvægt að stjórnvöld efni til átaks til að bregðast við lélegum árangri í baráttunni gegn mansali. Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal líðist á Íslandi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt Greta, nefndar á vegum Evrópuráðsins. Þar er stjórnvöldum sendur tónninn. „Hún er í rauninni bara raunsönn miðað við skýrslu Greta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var gestur Erlu Bjargar Gunnarsdóttir í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt að hringja og senda tölvupóst Alda Hrönn segir tilefni til þess að efna til átaks til þess að þjálfa alla hlutaðeigandi í því að sjá þegar um sé að ræða mansal. „Almenningur þarf líka að vera meðvitaður, vegna þess að ef við berum ekki kennsl á mansal að þá erum við auðvitað ekki að rannsaka þessi mál,“ segir Alda. „Í fyrsta lagi er mjög gott að hringja bara í 112 ef við höldum að neyð liggi við. Lögreglan er líka með netfang, mansal@logreglan.is sem tekur á móti ábendingum. Ef það er vinnumansal þá gera stéttarfélög það líka, þau geta tekið við þessum ábendingum og komið áleiðis til lögreglu.“ Alda segir stéttarfélögin hafa verið dugleg að senda ábendingar um mögulegt mansal. Flestar tilkynningar koma þaðan. „Vegna þess að stéttarfélögin hafa verið mjög iðin við að kynna sér málaflokkinn og efnt til svona átaks í að koma á þessari þekkingu hjá öllum þeirra fulltrúum sem fara út á vettvang.“ Snýst um að forgangsraða Fram kemur í kvöldfréttum að þó að lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Bjarkarhlíð, sem er heimili fyrir þolendur ofbeldis, hefur fengið 25 tilkynningar um mansal á síðustu tveimur árum en tilfellin eru þó talin mun fleiri. Segjum að það yrði mikið átak og þið fenguð miklu fleiri tilkynningar til lögreglu, hafið þið mannafla til þess að bregðast við? „Þetta snýst auðvitað allt um forgangsröðun og það er alveg ljóst að við þurfum að forgangsraða þessum málaflokki betur, frá stjórnerfinu alveg efst og niður. Það þarf meira fjármagn eins og Greta nefnir í skýrslunni en það þarf líka að setja af stað verkferla,“ segir Alda. „Það þarf einhver einn að geta borið kennsl á þolendur mansals og geta skilgreint það, vegna þess að þau eiga gríðarlega ríkan rétt á að fá aðstoð frá okkur sem samfélagi og við þurfum fyrst að trúa því að hér líðist mansal. Því miður þá er það staðreyndin, við höfum verið með mál og takast á við það saman, af því að ekkert okkar vill að mansal líðist á Íslandi.“ Lögreglumál Félagsmál Mansal Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt Greta, nefndar á vegum Evrópuráðsins. Þar er stjórnvöldum sendur tónninn. „Hún er í rauninni bara raunsönn miðað við skýrslu Greta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var gestur Erlu Bjargar Gunnarsdóttir í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt að hringja og senda tölvupóst Alda Hrönn segir tilefni til þess að efna til átaks til þess að þjálfa alla hlutaðeigandi í því að sjá þegar um sé að ræða mansal. „Almenningur þarf líka að vera meðvitaður, vegna þess að ef við berum ekki kennsl á mansal að þá erum við auðvitað ekki að rannsaka þessi mál,“ segir Alda. „Í fyrsta lagi er mjög gott að hringja bara í 112 ef við höldum að neyð liggi við. Lögreglan er líka með netfang, mansal@logreglan.is sem tekur á móti ábendingum. Ef það er vinnumansal þá gera stéttarfélög það líka, þau geta tekið við þessum ábendingum og komið áleiðis til lögreglu.“ Alda segir stéttarfélögin hafa verið dugleg að senda ábendingar um mögulegt mansal. Flestar tilkynningar koma þaðan. „Vegna þess að stéttarfélögin hafa verið mjög iðin við að kynna sér málaflokkinn og efnt til svona átaks í að koma á þessari þekkingu hjá öllum þeirra fulltrúum sem fara út á vettvang.“ Snýst um að forgangsraða Fram kemur í kvöldfréttum að þó að lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Bjarkarhlíð, sem er heimili fyrir þolendur ofbeldis, hefur fengið 25 tilkynningar um mansal á síðustu tveimur árum en tilfellin eru þó talin mun fleiri. Segjum að það yrði mikið átak og þið fenguð miklu fleiri tilkynningar til lögreglu, hafið þið mannafla til þess að bregðast við? „Þetta snýst auðvitað allt um forgangsröðun og það er alveg ljóst að við þurfum að forgangsraða þessum málaflokki betur, frá stjórnerfinu alveg efst og niður. Það þarf meira fjármagn eins og Greta nefnir í skýrslunni en það þarf líka að setja af stað verkferla,“ segir Alda. „Það þarf einhver einn að geta borið kennsl á þolendur mansals og geta skilgreint það, vegna þess að þau eiga gríðarlega ríkan rétt á að fá aðstoð frá okkur sem samfélagi og við þurfum fyrst að trúa því að hér líðist mansal. Því miður þá er það staðreyndin, við höfum verið með mál og takast á við það saman, af því að ekkert okkar vill að mansal líðist á Íslandi.“
Lögreglumál Félagsmál Mansal Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira