New York Times segir frá því að hann hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu í Los Angeles í gær. Hann hafði glímt við krabbamein í brisi.
Í yfirlýsingu frá umboðsmanni Roundtree, Patrick McMinn, segir að vinna og ferill hans hafi markað vatnaskil fyrir svarta karlmenn í kvikmyndum. Ekki sé hægt að ofmeta áhrif hans á kvikmyndaiðnaðinn.
Roundtree hóf kvikmyndaferil sinn snemma á sjöunda áratugnum og sló í gegn fyrir túlkun sína á leynilögreglumanninum John Shaft þegar hann var 29 ára gamall. BBC segir frá því að myndin hafi verið sú fyrsta af hinum svokölluðu Blaxploitation-myndum þar sem svartir leikarar fóru með aðalhlutverk í hasarmyndum á áttunda áratugnum.
Samuel L. Jackson átti síðar eftir að fara með aðalhlutverk í nýrri Shaft-mynd árið 2000 og aftur 2019.
Roundtree birtist í fjölda annarra kvikmynda og sjónvarpsþátta, meðal annars kvikmyndinni Inchon and Seven og sjónvarpsþáttunum Roots, The Fresh Prince of Bel-Air og Desperate Housewives.