Markvissar leiðir til að auka þátttöku í brjóstaskimun Hrefna Stefánsdóttir skrifar 20. október 2023 07:00 Ísland er þátttakandi í norrænni rannsókn þar sem meðal annars var borin saman mæting í brjóstaskimun í Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi. Þar var einnig borin saman mæting innfæddra við innflytjendur af öðrum uppruna en vestrænum. Innflytjendur eru stækkandi hópur á Íslandi (16% árið 2022) og eftir því sem við vitum best er þetta í fyrsta skipti sem mæting þeirra í skimun er skoðuð. Fyrir lítið land eins og Ísland er mikill styrkur í því að eiga góð gögn sem ná langt aftur í tímann, sem gerir okkur kleift að bera okkur saman við hin Norðurlöndin. Þjóðirnar eru líkar að mörgu leyti t.d. hvað varðar heilbrigðisþjónustu og samsetningu íbúa, sem gerir samanburðinn auðveldari. Sem dæmi má nefna að á Íslandi og í Finnlandi er stærsti hópur innflytjenda af öðrum uppruna en vestrænum frá Rússlandi og Austur-Evrópu, 76% í Finnlandi og 64% á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sem nær til ársins 2020 sýna að á rannsóknartímabilinu nýttu aðeins 61% innfæddra kvenna sér boð í brjóstaskimun og er það mun lægra en í hinum löndunum. Mæting innflytjenda af öðrum uppruna en vestrænum reyndist enn lægri, aðeins 25% þeirra sem fengu boð mættu á Íslandi. Munur á mætingu í brjóstaskimun á milli innflytjenda og innfæddra var langmestur á Íslandi eða 60% en munurinn var minnstur í Danmörku og Finnlandi 20%. Einnig kom í ljós að meðal innflytjendahópsins skipti máli hvenær fólk flutti til landsins. Því eldra sem fólk var við komu til landsins því lægra var mætingarhlutfallið. Einnig sáum við að menntun fólks skipti máli, innflytjendur með meiri menntun voru líklegri til að mæta en þeir sem voru með minni menntun. Borið saman við hin Norðurlöndin virðist þó minni mæting innflytjenda á Íslandi og í Noregi ekki skýrast af þáttum eins og fæðingarlandi, aldri við flutning eða menntun heldur líklega frekar af skipulagslegum þáttum. Á rannsóknartímabilinu skera Noregur og sérstaklega Ísland sig úr hvað varðar kostnað við skimun, bókun tíma og tungumál boðsbréfa. Danmörk og Finnland bjóða gjaldfrjálsa skimun og Ísland er eina landið sem úthlutar ekki bókaðan tíma og sendir ekki út boðsbréf á erlendu tungumáli (sjá töflu 1). Brjóstaskimun á landsvísu, markhópur, gjöld, fyrirfram bókaðir tímar, þýdd boðsbréf í brjóstaskimun í Danmörku (2008-2017), Finnlandi (2001-2017), Íslandi (2001-2020) og Noregi (2001-2015). Samkvæmt þessum niðurstöðum eru innflytjendur af öðrum uppruna en vestrænum 60% líklegri til að þiggja ekki boð í brjóstaskimun en innfæddar konur. Umræða um ójöfnuð í tengslum við heilsu fer vaxandi og rannsóknir hafa leitt í ljós að ekki sitja allir við sama borð varðandi heilsu og heilbrigðisþjónustu. Brýnt er að taka tillit til þessara rannsókna og haga aðgerðum og ákvörðunum þannig að unnið sé að auknum jöfnuði. Með auknum fólksflutningum og breyttri samsetningu samfélagsins er mikilvægt að tryggja að hægt sé að ná til allra hópa, með kynningu á þeirri þjónustu sem í boði er. Umrædd rannsókn náði til ársins 2020 en frá þeim tíma hefur boðsbréfum hér á landi verið breytt á þann veg að þau eru nú einnig á ensku og pólsku og má því gera ráð fyrir að þau nái til fleiri kvenna. Krabbameinsfélagið gerði tilraun árið 2019 með að bjóða konum sem var í fyrsta skipti boðið í skimun, gjaldfrjálsa skimun. Könnun meðal þátttakenda leiddi í ljós að 23% kvenna sem þáðu í fyrsta skipti boð í leghálsskimun sögðust ekki hafa mætt nema af því að skimunin var gjaldfrjáls og 9% kvenna sem fengu í fyrsta skipti boð í brjóstaskimun sögðu hið sama. Í dag er leghálsskimun nánast ókeypis, kostar 500 krónur á heilsugæslunni en konur þurfa enn að borga 5.610 krónur fyrir brjóstaskimun (lækkar eftir því sem greiðsla fyrir aðra heilbrigðisþjónustu er meiri). Úr þessu er afar brýnt að bæta, sérstaklega til að efnaminni konur hafi möguleika á að nýta sér boð í skimun. Enn annað skref sem er mikilvægt að stíga hér á landi, út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, er að senda konum bókaðan tíma í stað þess að þær þurfi sjálfar að bóka tíma. Bæði þessi skref myndu auðvelda konum af öðrum uppruna en vestrænum að nýta sér boð í skimun. Með þessu yrði vonandi dregið úr þeim ójöfnuði sem rannsóknin sýndi fram á milli kvenna af íslenskum og erlendum uppruna en hópur íslenskra kvenna myndi einnig njóta góðs af. Heilt yfir gætu þessar breytingar á fyrirkomulagi skimana skilað sér í betri mætingu, þannig að íslenskar konur stæðu jafnari kynsystrum sínum á hinum Norðurlöndunum hvað varðar skimun fyrir brjóstakrabbameini. Mergur málsins er að með aukinni þátttöku í brjóstaskimunum er hægt að auka batalíkur kvenna með því að greina meinin á fyrri, læknanlegri stigum. Til þess þarf fleiri aðgerðir en að hvetja konur til að mæta í skimanir, meðal annars að gera brjóstaskimun gjaldfrjálsa og úthluta bókuðum tímum. Höfundur er sérfræðingur á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagisns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ísland er þátttakandi í norrænni rannsókn þar sem meðal annars var borin saman mæting í brjóstaskimun í Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi. Þar var einnig borin saman mæting innfæddra við innflytjendur af öðrum uppruna en vestrænum. Innflytjendur eru stækkandi hópur á Íslandi (16% árið 2022) og eftir því sem við vitum best er þetta í fyrsta skipti sem mæting þeirra í skimun er skoðuð. Fyrir lítið land eins og Ísland er mikill styrkur í því að eiga góð gögn sem ná langt aftur í tímann, sem gerir okkur kleift að bera okkur saman við hin Norðurlöndin. Þjóðirnar eru líkar að mörgu leyti t.d. hvað varðar heilbrigðisþjónustu og samsetningu íbúa, sem gerir samanburðinn auðveldari. Sem dæmi má nefna að á Íslandi og í Finnlandi er stærsti hópur innflytjenda af öðrum uppruna en vestrænum frá Rússlandi og Austur-Evrópu, 76% í Finnlandi og 64% á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sem nær til ársins 2020 sýna að á rannsóknartímabilinu nýttu aðeins 61% innfæddra kvenna sér boð í brjóstaskimun og er það mun lægra en í hinum löndunum. Mæting innflytjenda af öðrum uppruna en vestrænum reyndist enn lægri, aðeins 25% þeirra sem fengu boð mættu á Íslandi. Munur á mætingu í brjóstaskimun á milli innflytjenda og innfæddra var langmestur á Íslandi eða 60% en munurinn var minnstur í Danmörku og Finnlandi 20%. Einnig kom í ljós að meðal innflytjendahópsins skipti máli hvenær fólk flutti til landsins. Því eldra sem fólk var við komu til landsins því lægra var mætingarhlutfallið. Einnig sáum við að menntun fólks skipti máli, innflytjendur með meiri menntun voru líklegri til að mæta en þeir sem voru með minni menntun. Borið saman við hin Norðurlöndin virðist þó minni mæting innflytjenda á Íslandi og í Noregi ekki skýrast af þáttum eins og fæðingarlandi, aldri við flutning eða menntun heldur líklega frekar af skipulagslegum þáttum. Á rannsóknartímabilinu skera Noregur og sérstaklega Ísland sig úr hvað varðar kostnað við skimun, bókun tíma og tungumál boðsbréfa. Danmörk og Finnland bjóða gjaldfrjálsa skimun og Ísland er eina landið sem úthlutar ekki bókaðan tíma og sendir ekki út boðsbréf á erlendu tungumáli (sjá töflu 1). Brjóstaskimun á landsvísu, markhópur, gjöld, fyrirfram bókaðir tímar, þýdd boðsbréf í brjóstaskimun í Danmörku (2008-2017), Finnlandi (2001-2017), Íslandi (2001-2020) og Noregi (2001-2015). Samkvæmt þessum niðurstöðum eru innflytjendur af öðrum uppruna en vestrænum 60% líklegri til að þiggja ekki boð í brjóstaskimun en innfæddar konur. Umræða um ójöfnuð í tengslum við heilsu fer vaxandi og rannsóknir hafa leitt í ljós að ekki sitja allir við sama borð varðandi heilsu og heilbrigðisþjónustu. Brýnt er að taka tillit til þessara rannsókna og haga aðgerðum og ákvörðunum þannig að unnið sé að auknum jöfnuði. Með auknum fólksflutningum og breyttri samsetningu samfélagsins er mikilvægt að tryggja að hægt sé að ná til allra hópa, með kynningu á þeirri þjónustu sem í boði er. Umrædd rannsókn náði til ársins 2020 en frá þeim tíma hefur boðsbréfum hér á landi verið breytt á þann veg að þau eru nú einnig á ensku og pólsku og má því gera ráð fyrir að þau nái til fleiri kvenna. Krabbameinsfélagið gerði tilraun árið 2019 með að bjóða konum sem var í fyrsta skipti boðið í skimun, gjaldfrjálsa skimun. Könnun meðal þátttakenda leiddi í ljós að 23% kvenna sem þáðu í fyrsta skipti boð í leghálsskimun sögðust ekki hafa mætt nema af því að skimunin var gjaldfrjáls og 9% kvenna sem fengu í fyrsta skipti boð í brjóstaskimun sögðu hið sama. Í dag er leghálsskimun nánast ókeypis, kostar 500 krónur á heilsugæslunni en konur þurfa enn að borga 5.610 krónur fyrir brjóstaskimun (lækkar eftir því sem greiðsla fyrir aðra heilbrigðisþjónustu er meiri). Úr þessu er afar brýnt að bæta, sérstaklega til að efnaminni konur hafi möguleika á að nýta sér boð í skimun. Enn annað skref sem er mikilvægt að stíga hér á landi, út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, er að senda konum bókaðan tíma í stað þess að þær þurfi sjálfar að bóka tíma. Bæði þessi skref myndu auðvelda konum af öðrum uppruna en vestrænum að nýta sér boð í skimun. Með þessu yrði vonandi dregið úr þeim ójöfnuði sem rannsóknin sýndi fram á milli kvenna af íslenskum og erlendum uppruna en hópur íslenskra kvenna myndi einnig njóta góðs af. Heilt yfir gætu þessar breytingar á fyrirkomulagi skimana skilað sér í betri mætingu, þannig að íslenskar konur stæðu jafnari kynsystrum sínum á hinum Norðurlöndunum hvað varðar skimun fyrir brjóstakrabbameini. Mergur málsins er að með aukinni þátttöku í brjóstaskimunum er hægt að auka batalíkur kvenna með því að greina meinin á fyrri, læknanlegri stigum. Til þess þarf fleiri aðgerðir en að hvetja konur til að mæta í skimanir, meðal annars að gera brjóstaskimun gjaldfrjálsa og úthluta bókuðum tímum. Höfundur er sérfræðingur á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagisns.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun