Tími til að skreppa í skimun! Svanheiður Lóa Rafnsdóttir skrifar 19. október 2023 11:01 Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. Markmið átaksins er að draga fram hversu mikilvægt og einfalt það er að mæta í brjóstaskimun og fjölga þeim sem koma í skimun. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og mikilvægasta forvörnin gegn því er regluleg mæting í brjóstaskimun. Rannsóknir sýna að vel skipulögð brjóstaskimun bjargar mannslífum og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins um 20–30%. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aldrei verið hærra hérlendis. Að meðaltali greinast um 260 einstaklingar með brjóstakrabbamein á hverju ári og jafngildir það fimm nýgreiningum á viku. Því fyrr sem mein greinast, því betri líkur eru á góðum árangri í meðferð og lækningu krabbameins. Staðan er hins vegar sú að meirihluti þeirra sem greinast eru með einkenni og þar með komin af forstigi sjúkdómsins, sem dregur úr bæði lífslíkum og lífsgæðum. Enn fremur svarar einungis um helmingur kvenna boði í brjóstaskimun. Það er von okkar að „skrepp í skimun“ átakið hvetji konur til þess að mæta í brjóstaskimun. Boðskapnum er miðlað í gegnum auglýsingaherferð og á Brjóstamiðstöð hanga nú veggspjöld sem kynna herferðina og hvetja konur sem koma í skimun til að leggja okkur lið. Í gegnum Instagram síðu herferðarinnar er hægt að hvetja vini og vandamenn til að bregðast jákvætt við boði í brjóstaskimun. Á síðunni má finna fjölda af deilimyndum og fróðleik. Við hvetjum því sem flest til að skella í eina sjálfu og dreifa boðskapnum! Brjóstaskimun er framkvæmd á Brjóstamiðstöð Landspítala, á sjúkrahúsinu á Akureyri og einnig fer Brjóstamiðstöð í skipulagðar ferðir um landsbyggðina með brjóstaskimunartæki eftir auglýstum dagsetningum. Samhliða reynum við á Brjóstamiðstöð sífellt að bæta þjónustuna. Skipulagning brjóstaskimunar milli stofnana hefur verið til endurskoðunar og nú er verið að færa allar tímabókanir yfir til Brjóstamiðstöðvar. Með þessari tilfærslu verkefna mun Brjóstamiðstöð sjá bæði um framkvæmd brjóstaskimunar ásamt tímabókun í brjóstaskimun. Þessi breyting á verklagi mun auka enn frekar aðgengi í brjóstaskimun sem vonandi skilar sér í betra mætingarhlutfalli. Önnur nýjung á Brjóstamiðstöð og sem liður í því að færa aðgengi að þjónustu að þörfum nútímans er í gengum Landspítala smáforritið sem má nú nota til að senda skilaboð með ósk um aðstoð eða samband við brjóstateymið. Í tilefni bleiks októbers höfum við einnig framleitt nýja fræðslumynd um brjóstmein með áherslu á að upplýsa um brjóstaskimun, greiningu og meðferðir brjóstmeina ásamt því að skjólstæðingar gáfu innsýn inn í sýna reynslu og baráttu við brjóstakrabbamein. Brjóstamiðstöð hvetur öll sem fá boð í brjóstaskimun að svara kallinu og mæta í skimun. Mikilvægasta forvörnin gegn brjóstakrabbameini er regluleg mæting í brjóstaskimun. Skreppum í skimun, dreifum boðskapnum og björgum mannslífum! Átt þú tíma? Höfundur er yfirlæknir brjóstaskurðlækningadeild Landspítala og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 19. október 2023. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. Markmið átaksins er að draga fram hversu mikilvægt og einfalt það er að mæta í brjóstaskimun og fjölga þeim sem koma í skimun. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og mikilvægasta forvörnin gegn því er regluleg mæting í brjóstaskimun. Rannsóknir sýna að vel skipulögð brjóstaskimun bjargar mannslífum og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins um 20–30%. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aldrei verið hærra hérlendis. Að meðaltali greinast um 260 einstaklingar með brjóstakrabbamein á hverju ári og jafngildir það fimm nýgreiningum á viku. Því fyrr sem mein greinast, því betri líkur eru á góðum árangri í meðferð og lækningu krabbameins. Staðan er hins vegar sú að meirihluti þeirra sem greinast eru með einkenni og þar með komin af forstigi sjúkdómsins, sem dregur úr bæði lífslíkum og lífsgæðum. Enn fremur svarar einungis um helmingur kvenna boði í brjóstaskimun. Það er von okkar að „skrepp í skimun“ átakið hvetji konur til þess að mæta í brjóstaskimun. Boðskapnum er miðlað í gegnum auglýsingaherferð og á Brjóstamiðstöð hanga nú veggspjöld sem kynna herferðina og hvetja konur sem koma í skimun til að leggja okkur lið. Í gegnum Instagram síðu herferðarinnar er hægt að hvetja vini og vandamenn til að bregðast jákvætt við boði í brjóstaskimun. Á síðunni má finna fjölda af deilimyndum og fróðleik. Við hvetjum því sem flest til að skella í eina sjálfu og dreifa boðskapnum! Brjóstaskimun er framkvæmd á Brjóstamiðstöð Landspítala, á sjúkrahúsinu á Akureyri og einnig fer Brjóstamiðstöð í skipulagðar ferðir um landsbyggðina með brjóstaskimunartæki eftir auglýstum dagsetningum. Samhliða reynum við á Brjóstamiðstöð sífellt að bæta þjónustuna. Skipulagning brjóstaskimunar milli stofnana hefur verið til endurskoðunar og nú er verið að færa allar tímabókanir yfir til Brjóstamiðstöðvar. Með þessari tilfærslu verkefna mun Brjóstamiðstöð sjá bæði um framkvæmd brjóstaskimunar ásamt tímabókun í brjóstaskimun. Þessi breyting á verklagi mun auka enn frekar aðgengi í brjóstaskimun sem vonandi skilar sér í betra mætingarhlutfalli. Önnur nýjung á Brjóstamiðstöð og sem liður í því að færa aðgengi að þjónustu að þörfum nútímans er í gengum Landspítala smáforritið sem má nú nota til að senda skilaboð með ósk um aðstoð eða samband við brjóstateymið. Í tilefni bleiks októbers höfum við einnig framleitt nýja fræðslumynd um brjóstmein með áherslu á að upplýsa um brjóstaskimun, greiningu og meðferðir brjóstmeina ásamt því að skjólstæðingar gáfu innsýn inn í sýna reynslu og baráttu við brjóstakrabbamein. Brjóstamiðstöð hvetur öll sem fá boð í brjóstaskimun að svara kallinu og mæta í skimun. Mikilvægasta forvörnin gegn brjóstakrabbameini er regluleg mæting í brjóstaskimun. Skreppum í skimun, dreifum boðskapnum og björgum mannslífum! Átt þú tíma? Höfundur er yfirlæknir brjóstaskurðlækningadeild Landspítala og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 19. október 2023.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun