Fléttur og bleikar slaufur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. október 2023 07:30 Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og rúmlega 200 konur greinast á Íslandi með þetta mein ár hvert. Það eru því ekki fáar fjölskyldur sem þurfa að kynnast því sem fylgir því að greinast með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þó aukist verulega. Ég missti mömmu mína úr krabbameini fyrir rúmum áratug og það er enn sárt að hugsa til þess að hún er ekki með okkur á lífsins stærstu stundum. Ég þekki það eins og svo margir hversu mikilvægt það er að fá dýrmætan stuðning frá vinum og fjölskyldu, hvað samhugur skiptir miklu máli en líka að kerfið okkar virki. Á slíkum stundum getur þjónusta kerfisins við þann sem veikist og fjölskyldu hans skipt öllu máli. Svo einbeitingin geti verið á verkefninu sem blasir við og að vinna úr áfallinu sem fylgir slíkum veikindum. Heilbrigðiskerfið okkar er eitt mikilvægasta kerfi samfélagsins og við erum svo heppin að eiga framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk. En við þurfum að nýta okkur tæknina og nýjar lausnir til að geta veitt enn betri þjónustu og létt á álagi á starfsmenn. Það er því mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og fara betur með fjármagn. Til að stuðla að þessum breytingum kastaði ég út Fléttunni en með henni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nafn á verkefni sem ég setti á fót í fyrra til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfið okkar. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku var um 100 milljónum úthlutað úr Fléttunni til tólf verkefna en 42 umsóknir bárust að þessu sinni. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að auka skilvirkni og bæta þjónustu við sjúklinga, eins og tvö verkefni sem sérstaklega eru til þess fallin að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og ryðja hindrunum kerfisins úr vegi. Við erum öflugt samfélag sem getur orðið enn öflugra ef rétt er haldið á spilum. Við getum víða gert betur og eigum að byggja upp stuðning kerfisins eins og best verður á kosið. Öll viljum við sýna stuðning og samstöðu þegar alvarleg veikindi ber að garði hjá ættingjum eða vinum. Á föstudaginn skulum við öll gera okkar, sýna samstöðu og stuðning. Verum bleik til að styðja konur með krabbamein. Í minningu þeirra sem eru farnar. Til að styðja þær sem berjast. Til að byggja undir þær sem síðar greinast. Fyrir aðstandendur þeirra allra. Verum bleik fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og rúmlega 200 konur greinast á Íslandi með þetta mein ár hvert. Það eru því ekki fáar fjölskyldur sem þurfa að kynnast því sem fylgir því að greinast með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þó aukist verulega. Ég missti mömmu mína úr krabbameini fyrir rúmum áratug og það er enn sárt að hugsa til þess að hún er ekki með okkur á lífsins stærstu stundum. Ég þekki það eins og svo margir hversu mikilvægt það er að fá dýrmætan stuðning frá vinum og fjölskyldu, hvað samhugur skiptir miklu máli en líka að kerfið okkar virki. Á slíkum stundum getur þjónusta kerfisins við þann sem veikist og fjölskyldu hans skipt öllu máli. Svo einbeitingin geti verið á verkefninu sem blasir við og að vinna úr áfallinu sem fylgir slíkum veikindum. Heilbrigðiskerfið okkar er eitt mikilvægasta kerfi samfélagsins og við erum svo heppin að eiga framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk. En við þurfum að nýta okkur tæknina og nýjar lausnir til að geta veitt enn betri þjónustu og létt á álagi á starfsmenn. Það er því mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og fara betur með fjármagn. Til að stuðla að þessum breytingum kastaði ég út Fléttunni en með henni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nafn á verkefni sem ég setti á fót í fyrra til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfið okkar. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku var um 100 milljónum úthlutað úr Fléttunni til tólf verkefna en 42 umsóknir bárust að þessu sinni. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að auka skilvirkni og bæta þjónustu við sjúklinga, eins og tvö verkefni sem sérstaklega eru til þess fallin að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og ryðja hindrunum kerfisins úr vegi. Við erum öflugt samfélag sem getur orðið enn öflugra ef rétt er haldið á spilum. Við getum víða gert betur og eigum að byggja upp stuðning kerfisins eins og best verður á kosið. Öll viljum við sýna stuðning og samstöðu þegar alvarleg veikindi ber að garði hjá ættingjum eða vinum. Á föstudaginn skulum við öll gera okkar, sýna samstöðu og stuðning. Verum bleik til að styðja konur með krabbamein. Í minningu þeirra sem eru farnar. Til að styðja þær sem berjast. Til að byggja undir þær sem síðar greinast. Fyrir aðstandendur þeirra allra. Verum bleik fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun