Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. október 2023 09:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir stöðuna ekki vænlega. Vísir/Einar KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. Breiðablik spilaði sinn fyrsta heimaleik af þremur í riðlakeppninni þegar það tapaði 1-0 fyrir Zorya Luhansk. Mikið hefur verið rætt um vallarmálin í aðdragandanum enda aldrei verið spilað eins djúpt inn í íslenskan vetur. „Það sem við höfum í hendi núna er Breiðablik, níunda og þrítugasta nóvember og það er eitthvað sem við auðvitað erum ekki vön að gera og höfum smá áhyggjur af,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Þessu fylgi kostnaður. Til að halda grasinu við verði leigð svokölluð hitapylsa til að veita grasinu varma þar sem enginn undirhiti er á vellinum. „Þetta er svokölluð hitapylsa sem er hituð upp með gasi og henni fylgja fjórir menn sem koma hér og vakta hana allan sólarhringinn. Þetta kostar fullt af peningum, sem telur á tugum milljóna,“ segir Vanda. Vanda vongóð um stuðning Þennan tugmilljóna kostnað vill Breiðablik losna við, enda er félagið þegar að greiða um tuttugu milljónir fyrir það eitt að leigja völlinn undir leikina þrjá. Breiðablik vill því að KSÍ taki við þeim kostnaði, líkt og reglur sambandsins segja til um, en KSÍ sér fram á taprekstur í ár og leitar því á náðir ríkisins og sveitarfélaganna. „Ég veit um ekkert land í Evrópu sem er á þessum stað, að geta ekki leikið þessa leiki án þess, eins og núna, að leggja út þennan kostnað.“ segir Vanda sem kveðst vongóð um að ríkið auk Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, stígi inn. Ásmundur Einar vildi ekki staðfesta hvort ríkið komi að kostnaði.Vísir/Vilhelm „Ég trúi varla öðru, því það er ekkert annað land í þessari stöðu. Gíbraltar, sem er á stærð við Seltjarnarnesbæ, er að byggja nýjan völl. Við erum orðin algjörir eftirbátar, sem mér þykir ekkert mjög skemmtilegt,“ segir Vanda. Ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar Daðason, vildi ekki staðfesta hvort ríkið tæki þátt í kostnaðinum. „Við höfum átt fundi með KSÍ og erum í samtali við alla þá aðila sem að þessu koma. Það er engin lending í því ennþá,“ segir Ásmundur. Ómögulegt við núverandi aðstæður Ofan á verkefni Breiðabliks er mögulegt að við bætist leikir kvennaliðs Vals í Meistaradeild í desember og janúar og kvennalandsliðsins í febrúar. Vallarstjóri laugardalsvallar er ekki vongóður um að völlurinn haldist góður svo lengi. „Nei, þetta verður erfitt. Við byrjum á nóvember verkefninu og svo sjáum við til. Ég held það verði ansi erfitt að halda þessum velli úti í allan vetur í einhverju spilhæfu formi. Það held ég að sé ómögulegt á miðað við núverandi aðstæður hérna,“ segir Jóhann. Þá þurfi að skoða aðra kosti. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur landi alls ekki að gera það,“ segir Vanda. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Valur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Everton jafnaði metin í uppbótatíma Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Breiðablik spilaði sinn fyrsta heimaleik af þremur í riðlakeppninni þegar það tapaði 1-0 fyrir Zorya Luhansk. Mikið hefur verið rætt um vallarmálin í aðdragandanum enda aldrei verið spilað eins djúpt inn í íslenskan vetur. „Það sem við höfum í hendi núna er Breiðablik, níunda og þrítugasta nóvember og það er eitthvað sem við auðvitað erum ekki vön að gera og höfum smá áhyggjur af,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Þessu fylgi kostnaður. Til að halda grasinu við verði leigð svokölluð hitapylsa til að veita grasinu varma þar sem enginn undirhiti er á vellinum. „Þetta er svokölluð hitapylsa sem er hituð upp með gasi og henni fylgja fjórir menn sem koma hér og vakta hana allan sólarhringinn. Þetta kostar fullt af peningum, sem telur á tugum milljóna,“ segir Vanda. Vanda vongóð um stuðning Þennan tugmilljóna kostnað vill Breiðablik losna við, enda er félagið þegar að greiða um tuttugu milljónir fyrir það eitt að leigja völlinn undir leikina þrjá. Breiðablik vill því að KSÍ taki við þeim kostnaði, líkt og reglur sambandsins segja til um, en KSÍ sér fram á taprekstur í ár og leitar því á náðir ríkisins og sveitarfélaganna. „Ég veit um ekkert land í Evrópu sem er á þessum stað, að geta ekki leikið þessa leiki án þess, eins og núna, að leggja út þennan kostnað.“ segir Vanda sem kveðst vongóð um að ríkið auk Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, stígi inn. Ásmundur Einar vildi ekki staðfesta hvort ríkið komi að kostnaði.Vísir/Vilhelm „Ég trúi varla öðru, því það er ekkert annað land í þessari stöðu. Gíbraltar, sem er á stærð við Seltjarnarnesbæ, er að byggja nýjan völl. Við erum orðin algjörir eftirbátar, sem mér þykir ekkert mjög skemmtilegt,“ segir Vanda. Ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar Daðason, vildi ekki staðfesta hvort ríkið tæki þátt í kostnaðinum. „Við höfum átt fundi með KSÍ og erum í samtali við alla þá aðila sem að þessu koma. Það er engin lending í því ennþá,“ segir Ásmundur. Ómögulegt við núverandi aðstæður Ofan á verkefni Breiðabliks er mögulegt að við bætist leikir kvennaliðs Vals í Meistaradeild í desember og janúar og kvennalandsliðsins í febrúar. Vallarstjóri laugardalsvallar er ekki vongóður um að völlurinn haldist góður svo lengi. „Nei, þetta verður erfitt. Við byrjum á nóvember verkefninu og svo sjáum við til. Ég held það verði ansi erfitt að halda þessum velli úti í allan vetur í einhverju spilhæfu formi. Það held ég að sé ómögulegt á miðað við núverandi aðstæður hérna,“ segir Jóhann. Þá þurfi að skoða aðra kosti. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur landi alls ekki að gera það,“ segir Vanda. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Valur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Everton jafnaði metin í uppbótatíma Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira