

Ísland mætir Sviss í annarri umferð riðlakeppni EM í fótbolta í Bern í kvöld. Þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið og innan raða Svisslendinga er einn mest spennandi leikmaður kvennaboltans sem er á mála hjá Barcelona og átti eftirminnilega innkomu í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.
Tvö Íslensk lið, Valur og Breiðablik, voru í pottinum þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta í dag. Bæði lið sitja hjá í fyrstu umferð forkeppninnar en koma inn í þeirri annarri.
Jonatan Giráldez er nýr þjálfari frönsku meistarana í OL Lyon og snýr því aftur til Evrópu eftir eins árs veru í bandaríska fótboltanum.
Hin írska Katie McCabe var ef til vill ekki hetjan þegar Skytturnar frá Lundúnum lögðu ofurlið Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta um liðna helgi en hún var heldur betur aðalnúmerið í fagnaðarlátum liðsins.
Arsenal er sigurvegari Meistaradeildar kvenna þetta árið en liðið lagði Barcelona í úrslitaleiknum í dag 1-0.
Það hefur ekki farið hátt í fjölmiðlum en verðlaunagripurinn sem fer á loft að leik loknum í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu var stolið í vikunni. Bikarinn er hins vegar kominn í leitirnar og það er Alessia Russo, framherji Arsenal, ánægð með.
Streymisveitan Disney+ hefur tryggt sér sýningarrétt á Meistaradeild kvenna í fótbolta frá og með næstu leiktíð, til fimm ára. Streymisveitur hafa rutt sér til rúms í kvennafótboltanum að undanförnu.
Arsenal tryggði sér í dag sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna er liðið vann öruggan 4-1 útisigur gegn Lyon.
Evrópumeistarar Barcelona lögðu Chelsea sannfærandi 4-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea á verk að vinna ætli liðið sér að landa fernunni en það stefnir í að liðið vinni alla titlana sem í boði eru á Englandi.
Lyon tók með sér 2-1 sigur úr fyrri leiknum við Arsenal, fyrir framan rúmlega 40 þúsund áhorfendur á Emirates-leikvanginum, í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í dag.
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg er liðið féll úr leik í Meistaradeildinni eftir samanlagt 10-2 tap í einvígi gegn Barcelona. Leikur kvöldsins endaði með 6-1 sigri Barcelona.
Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Real Madríd í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta. Real var 2-0 yfir eftir fyrri leikinn en Skytturnar sneru dæminu við.
Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum.
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München, er aftur á bekknum í leik kvöldsins gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Leikmannasamtök efstu deilda á Englandi, PFA, hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að öryggi kvenkyns leikmanna sé ógnað sökum slæmra vallaraðstæðna í stórleikjum.
Manchester City gerði sér lítið fyrir og lagði Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn kom á óvart þar sem Man City rak nýverið þjálfara sinn og fátt virðist ætla að stöðva Chelsea á leið sinni að enn einum Englandsmeistaratitlinum.
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna.
Erfiðar vallaraðstæður settu mark sitt á fyrri leik Real Madrid og Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ein helsta hetja í sögu Arsenal gagnrýndi völlinn sem leikurinn fór fram á.
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München þurfa kraftaverk ætli þær sér áfram í Meistaradeild Evrópu. Bayern tapaði 0-2 á heimavelli fyrir franska stórliðinu Lyon í kvöld. Tapið hefði hæglega geta verið stærra.
Real Madríd leiðir 2-0 í einvígi sínu gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta þökk sé mörkum Lindu Caicedo og Athenea del Castillo í sitthvorum hálfleiknum.
Glódís Perla Viggósdóttir hefur í fyrsta sinn á sínum atvinnumannsferli misst af leik vegna meiðsla og gæti mögulega misst af leik Bayern gegn Lyon í kvöld í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún ku ekki glíma við höfuðmeiðsli.
Dregið var í átta-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í Nyon í Sviss í dag. Strembin verkefni bíða landsliðskvennana Glódísar Perlu Viggósdóttur og Sveindísar Jane Jónsdóttur.
Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er komin heim í jólafrí og hún ætlar að hitta aðdáendur sína í Smáralindinni í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir var fyrir því óláni í kvöld að skora sjálfsmark í síðasta leik Bayern München í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.
Barcelona tryggði sér efsta sætið í D-riðli Meistaradeildar kvenna í fótbolta með stórsigri í toppslag riðilsins.
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Evrópumeistarar Barcelona urðu í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta.
Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar.
Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar.
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar.