Fótbolti

Diljá og Karó­lína skoruðu báðar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diljá Ýr Zomers gekk í raðir Brann frá Leuven í sumar.
Diljá Ýr Zomers gekk í raðir Brann frá Leuven í sumar. vísir/anton

Brann mætir annað hvort Val eða Braga á laugardaginn í umspili um sæti í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Brann sigraði Inter, 2-1, í Íslendingaslag í dag.

Þrjár íslenskar landsliðskonur komu við sögu í leiknum í Mílanó í dag. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Inter yfir á 7. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið.

Aðeins sex mínútum síðar kom Diljá Ýr Zomers boltanum framhjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Inter og jafnaði fyrir Brann.

Á 56. mínútu skoraði Signe Gaupset svo sigurmark norska liðsins. Það mætir sigurvegaranum úr viðureign Vals og Brann sem hefst klukkan 18:30 á eftir.

Inter mætir tapliðinu úr leik Vals og Brann á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×