Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. september 2023 16:28 Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur heimsótt skóla og talað um mikilvægi þess að verja landið. Getty/Contributor Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. Þar sem áður voru krakkar að leik má nú sjá ung börn í herbúningum læra að marsera undir stjórn kennara sinna. Menntamálaráðuneytið rússneska kynnti nýjar áherslur í aðalnámskrá fyrr á árinu en samkvæmt henni verður einblínt á að kenna börnum hertengda leiki og bjóða upp á heimsóknir háttsettra manna úr hernum. Þá yrði börnum á unglingastigi kennt að læra að beita skotvopnum undir leiðsögn sérfróðra. Námskráin er tilraunaverkefni að svo stöddu en stefnt er að því að innleiða hana að öllu leyti á næsta ári. Áherslur í rússneska skólakerfinu hafa tekið ýmsum breytingum síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Til að mynda hefur kennslubókinni „Saga Rússlands,“ sem ætluð er grunnskólabörnum, verið breytt töluvert. Brúin yfir á Krímskaga prýðir nú kápu bókarinnar og kaflaheiti á borð við „sögufölsun“ og „úkraínskur nýnasismi“ hafa litið dagsins ljós. Í nýjum kafla er til dæmis fjallað um áætlanir Úkraínumanna um að komast yfir kjarnorkuvopn og að Vesturveldin vilji knésetja efnahag Rússlands. CNN greinir frá því að kennarar sem hafa verið minna spenntir fyrir nýju áherslunum hafi verið reknir. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir mikilvægt að kenna börnum að efla samheldni og styðja landið. Mikilvægt sé að undirbúa yngri kynslóðina undir herþjónustu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þar sem áður voru krakkar að leik má nú sjá ung börn í herbúningum læra að marsera undir stjórn kennara sinna. Menntamálaráðuneytið rússneska kynnti nýjar áherslur í aðalnámskrá fyrr á árinu en samkvæmt henni verður einblínt á að kenna börnum hertengda leiki og bjóða upp á heimsóknir háttsettra manna úr hernum. Þá yrði börnum á unglingastigi kennt að læra að beita skotvopnum undir leiðsögn sérfróðra. Námskráin er tilraunaverkefni að svo stöddu en stefnt er að því að innleiða hana að öllu leyti á næsta ári. Áherslur í rússneska skólakerfinu hafa tekið ýmsum breytingum síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Til að mynda hefur kennslubókinni „Saga Rússlands,“ sem ætluð er grunnskólabörnum, verið breytt töluvert. Brúin yfir á Krímskaga prýðir nú kápu bókarinnar og kaflaheiti á borð við „sögufölsun“ og „úkraínskur nýnasismi“ hafa litið dagsins ljós. Í nýjum kafla er til dæmis fjallað um áætlanir Úkraínumanna um að komast yfir kjarnorkuvopn og að Vesturveldin vilji knésetja efnahag Rússlands. CNN greinir frá því að kennarar sem hafa verið minna spenntir fyrir nýju áherslunum hafi verið reknir. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir mikilvægt að kenna börnum að efla samheldni og styðja landið. Mikilvægt sé að undirbúa yngri kynslóðina undir herþjónustu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00