Lífið

Ariana Grande sækir um skilnað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ariana Grande hefur verið gift í tvö ár, en hún er sögð eiga í góðu sambandi við eiginmanninn þrátt fyrir yfirvofandi skilnað.
Ariana Grande hefur verið gift í tvö ár, en hún er sögð eiga í góðu sambandi við eiginmanninn þrátt fyrir yfirvofandi skilnað. EPA

Tónlistarkonan heimsfræga Ariana Grande hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Dalton Gomez. Þau hafa verið gift í tvö ár.

TMZ greinir frá þessu og bendir á að með þessu sé poppstjarnan að feta í fótspor núverandi kærasta síns, Ethan Slater, en hann hefur einnig sótt um skilnað frá eiginkonu sinni.

Verjandi Grande skilaði inn tilsettum skilnaðarpappírum í dag mánudag, en í kjölfarið hefur Gomez gert slíkt hið sama. TMZ segist hafa heimildir fyrir því að þau hafi skrifað undir kaupmála er þau giftu sig. Ariana muni þar af leiðandi greiða eiginmanni sínum ákveðna upphæð við skilnaðinn.

Jafnframt segist TMZ hafa heimildir fyrir því að Grande og Gomez skilji í góðu. Þau eigi enn þá í samskiptum við hvort annað.

Í sumar var greint frá því að Grande og Slater væru hætt að hitta hvort annað tímabundið, svo þau gætu hvort um sig gengið frá skilnaði sínum við fyrrverandi maka sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.