Fékk að vera með á æfingu hjá Harlem Globetrotters Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2023 21:00 Fréttamaður lék listir sínar sem þó voru ekki alveg jafn stórbrotnar og hjá liðsmönnum Heimshornaflakkaranna frá Harlem. Stöð 2/Steingrímur Dúi Eitt þekktasta körfuboltalið heims kemur til með að leika listir sínar í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður tók forskot á sæluna og fékk að vera með á æfingu. Körfuboltaliðið Harlem Globetrotters, eða Heimshornaflakkararnir frá Harlem, ber nafn með rentu. Liðið hyggur nú á Evróputúr með fjölda áfangastaða. Markmiðið er alltaf það sama, að skemmta áhorfendum með ótrúlegri leikni sem sést almennt ekki þegar lið etja kappi í körfubolta. Evrópuferðalagið hefst á Íslandi, nánar til tekið í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður fékk að líta inn á æfingu, þar sem einn leikmanna sagði veislu fram undan. Angelo Spider Sharpless er einn leikmanna Harlem Globetrotters.Vísir/Steingrímur Dúi „Eitt sem verður hægt að sjá eru troðslur frá miðlínu, alls konar brelluskot, langskot af pöllunum og mismunandi stöðum á vellinum. Svo er það hláturinn, grínið. Þetta er körfubolti þar sem allir geta komið og skemmt sér,“ sagði Angelo Spider Sharpless. Að Evróputúr loknum er Norður-Ameríka næst. „Við höldum bara áfram að ferðast og fá þúsund andlit til að brosa. Höldum bara áfram að hafa áhrif á heiminn.“ Það var ekki úr vegi að fréttamaður fengi að spreyta sig á vellinum, með æfingu sem þjálfari liðsins valdi af kostgæfni, með tilliti til getu hins fyrrnefnda. Hana má sjá hér að neðan. Líkt og áður sagði hefst Evróputúr Heimshornaflakkaranna á morgun í Laugardalshöll. Þeir koma til með að spila tvo leiki, sem raunar mætti frekar kalla sýningar, sem selt er inn á í sitt hvoru lagi. Fyrri sýning hefst klukkan 14, en sú seinni klukkan 19. Í báðum tilfellum opnar húsið þegar klukkustund er í sýningu. Körfubolti Reykjavík Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Körfuboltaliðið Harlem Globetrotters, eða Heimshornaflakkararnir frá Harlem, ber nafn með rentu. Liðið hyggur nú á Evróputúr með fjölda áfangastaða. Markmiðið er alltaf það sama, að skemmta áhorfendum með ótrúlegri leikni sem sést almennt ekki þegar lið etja kappi í körfubolta. Evrópuferðalagið hefst á Íslandi, nánar til tekið í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður fékk að líta inn á æfingu, þar sem einn leikmanna sagði veislu fram undan. Angelo Spider Sharpless er einn leikmanna Harlem Globetrotters.Vísir/Steingrímur Dúi „Eitt sem verður hægt að sjá eru troðslur frá miðlínu, alls konar brelluskot, langskot af pöllunum og mismunandi stöðum á vellinum. Svo er það hláturinn, grínið. Þetta er körfubolti þar sem allir geta komið og skemmt sér,“ sagði Angelo Spider Sharpless. Að Evróputúr loknum er Norður-Ameríka næst. „Við höldum bara áfram að ferðast og fá þúsund andlit til að brosa. Höldum bara áfram að hafa áhrif á heiminn.“ Það var ekki úr vegi að fréttamaður fengi að spreyta sig á vellinum, með æfingu sem þjálfari liðsins valdi af kostgæfni, með tilliti til getu hins fyrrnefnda. Hana má sjá hér að neðan. Líkt og áður sagði hefst Evróputúr Heimshornaflakkaranna á morgun í Laugardalshöll. Þeir koma til með að spila tvo leiki, sem raunar mætti frekar kalla sýningar, sem selt er inn á í sitt hvoru lagi. Fyrri sýning hefst klukkan 14, en sú seinni klukkan 19. Í báðum tilfellum opnar húsið þegar klukkustund er í sýningu.
Körfubolti Reykjavík Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira