Fékk að vera með á æfingu hjá Harlem Globetrotters Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2023 21:00 Fréttamaður lék listir sínar sem þó voru ekki alveg jafn stórbrotnar og hjá liðsmönnum Heimshornaflakkaranna frá Harlem. Stöð 2/Steingrímur Dúi Eitt þekktasta körfuboltalið heims kemur til með að leika listir sínar í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður tók forskot á sæluna og fékk að vera með á æfingu. Körfuboltaliðið Harlem Globetrotters, eða Heimshornaflakkararnir frá Harlem, ber nafn með rentu. Liðið hyggur nú á Evróputúr með fjölda áfangastaða. Markmiðið er alltaf það sama, að skemmta áhorfendum með ótrúlegri leikni sem sést almennt ekki þegar lið etja kappi í körfubolta. Evrópuferðalagið hefst á Íslandi, nánar til tekið í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður fékk að líta inn á æfingu, þar sem einn leikmanna sagði veislu fram undan. Angelo Spider Sharpless er einn leikmanna Harlem Globetrotters.Vísir/Steingrímur Dúi „Eitt sem verður hægt að sjá eru troðslur frá miðlínu, alls konar brelluskot, langskot af pöllunum og mismunandi stöðum á vellinum. Svo er það hláturinn, grínið. Þetta er körfubolti þar sem allir geta komið og skemmt sér,“ sagði Angelo Spider Sharpless. Að Evróputúr loknum er Norður-Ameríka næst. „Við höldum bara áfram að ferðast og fá þúsund andlit til að brosa. Höldum bara áfram að hafa áhrif á heiminn.“ Það var ekki úr vegi að fréttamaður fengi að spreyta sig á vellinum, með æfingu sem þjálfari liðsins valdi af kostgæfni, með tilliti til getu hins fyrrnefnda. Hana má sjá hér að neðan. Líkt og áður sagði hefst Evróputúr Heimshornaflakkaranna á morgun í Laugardalshöll. Þeir koma til með að spila tvo leiki, sem raunar mætti frekar kalla sýningar, sem selt er inn á í sitt hvoru lagi. Fyrri sýning hefst klukkan 14, en sú seinni klukkan 19. Í báðum tilfellum opnar húsið þegar klukkustund er í sýningu. Körfubolti Reykjavík Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Körfuboltaliðið Harlem Globetrotters, eða Heimshornaflakkararnir frá Harlem, ber nafn með rentu. Liðið hyggur nú á Evróputúr með fjölda áfangastaða. Markmiðið er alltaf það sama, að skemmta áhorfendum með ótrúlegri leikni sem sést almennt ekki þegar lið etja kappi í körfubolta. Evrópuferðalagið hefst á Íslandi, nánar til tekið í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður fékk að líta inn á æfingu, þar sem einn leikmanna sagði veislu fram undan. Angelo Spider Sharpless er einn leikmanna Harlem Globetrotters.Vísir/Steingrímur Dúi „Eitt sem verður hægt að sjá eru troðslur frá miðlínu, alls konar brelluskot, langskot af pöllunum og mismunandi stöðum á vellinum. Svo er það hláturinn, grínið. Þetta er körfubolti þar sem allir geta komið og skemmt sér,“ sagði Angelo Spider Sharpless. Að Evróputúr loknum er Norður-Ameríka næst. „Við höldum bara áfram að ferðast og fá þúsund andlit til að brosa. Höldum bara áfram að hafa áhrif á heiminn.“ Það var ekki úr vegi að fréttamaður fengi að spreyta sig á vellinum, með æfingu sem þjálfari liðsins valdi af kostgæfni, með tilliti til getu hins fyrrnefnda. Hana má sjá hér að neðan. Líkt og áður sagði hefst Evróputúr Heimshornaflakkaranna á morgun í Laugardalshöll. Þeir koma til með að spila tvo leiki, sem raunar mætti frekar kalla sýningar, sem selt er inn á í sitt hvoru lagi. Fyrri sýning hefst klukkan 14, en sú seinni klukkan 19. Í báðum tilfellum opnar húsið þegar klukkustund er í sýningu.
Körfubolti Reykjavík Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira