Greindur með lítt þekktan sjúkdóm á ferðalagi: „Það bjargaði lífi mínu að fara til Íslands“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2023 11:50 Gunnar Tómasson, gigtarlæknir, (t.v.) nýtti tengsl sín við bandarískan sérfræðing til þess að hjálpa til við að greina óskýrð veikindi Randolphs Pherson (t.h.) þegar sá síðastnefndi var á ferðalagi á Íslandi fyrir tveimur árum. Vísir Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem fékk greiningu á óútskýrðum veikindum sínum eftir heimsókn á Landspítalann segir það hafa bjargað lífi sínu að koma til Íslands. Tengsl íslensks gigtarlæknis við sérfræðing sem lýsti sjúkdómnum fyrst leiddu meðal annars til greiningarinnar. Randolph H. Pherson, fyrrverandi greinandi hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA, hafði glímt við óútskýrð veikindi í kjölfar fjórfaldrar hjáveituaðgerðar sem hann gekkst undir árið 2014. Þau lýstu sér meðal annars í sársaukafullum útbrotum sem komu og fóru, háum hitaköstum og óeðlilegri fjölgun hvítra blóðkorna. Í umfjöllun Washington Post segir að Pherson hafi farið á milli sérfræðinga sem hafi útilokað fimmtíu mögulega sjúkdóma án þess að þeim tækist að greina kvillann. Það var ekki fyrr en hann var á ferðalagi á Íslandi haustið 2021 sem hreyfing komst á mál Pherson. Pherson var lagður inn á Landspítalann eftir að hann hneig niður við fjallgöngu. Þar var hann fyrst greindur með gollurshússbólgu, bólgu í kringum hjartað, hjartabilun, blóðtappa í lungu og blóðleysi. Böndin tóku síðan að berast að æðabólgu eða einhvers konar gigtarsjúkdómi. Pherson segir bandaríska blaðinu að einn læknanna á Íslandi hafi sagt honum að ef hann hefði ekki leitað sér hjálpar hefði hann líklega dáið innan mánaðar. „Það bjargaði lífi mínu að fara til Íslands,“ segir Pherson. Pherson dvaldi á Landspítalanum í Fossvogi í átján daga haustið 2021.Vísir/Vilhelm Vinskapur við manninn sem lýsti sjúkdómnum fyrst Gunnar Tómasson, gigtarlæknir á Landspítalanum og sérfræðingur í æðabólgu, stakk fyrstur upp á því að Pherson kynni að þjást af VEXAS-heilkenni, sjálfsónæmissjúkdómi sem var fyrst lýst árið 2020. Svo vildi til að Gunnar er vinur Peters Grayson, yfirmanns æðabólgurannsókna hjá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (NIH), sem átti þátt í uppgötvun VEXAS. Grayson sýndi tilfelli Pherson strax áhuga þegar Gunnar hafði samband við hann. Í samtali við Vísi segir Gunnar að þó að grunur um að VEXAS væri orsök veikinda Pherson hefði vaknað á meðan hann lá inni í Fossvogi hafi það ekki verið staðfest fyrr en hann var kominn heim til Bandaríkjanna. Pherson var flogið með sjúkraflugi til Bandaríkjanna eftir tæplega þriggja vikna sjúkrahússdvöl á Íslandi. Þar gekkst hann undir rannsóknir en NIH var ein örfárra stofnana í Bandaríkjunum sem gátu gert raðgreiningu sem þurfti til þess að greina sjúkdóminn. Niðurstaðan var að Pherson væri með VEXAS. „Það var svolítill léttir,“ segir Pherson um að hafa loks fengið greiningu á veikindunum sem voru óútskýrð í sjö ár. Hann hafi þó verið kvíðinn á sama tíma því sjúkdómurinn dregur úr lífslíkum hans. „Njósnarinn sem elskaði okkur“ Gunnar segir í samtali við Vísi að Pherson hafi virst afar þakklátur fyrir þjónustuna sem hann fékk á Landspítalanum, ekki bara sér heldur öllu starfsfólkinu á deild B7 í Fossvogi. „Við svona göntuðumst með að hann væri „the spy who loved us“ (ísl. njósnarinn sem elskaði okkur) því hann hafði unnið hjá CIA,“ segir Gunnar og vísar til titils kvikmyndar um ofurnjósnarann James Bond. „Njósnarinn sem elskaði mig“ með Roger Moore í hlutverki James Bond kom út árið 1977.Bob Peak Gunnar segir æðabólgusamfélagið ekki stórt á heimsvísu. Það telji ef til vill nokkur hundruð sérfræðinga sem eru virkir. Hann hafi fengið góða þjálfun í sérnámi sínu og þar hafi orðið til tengsl sem hann hafi reynt að viðhalda og rækt. Þeir Grayson voru saman í rannsóknarnámi í Boston á sínum tíma. „Það lá beint við fyrst að þessi möguleiki kom upp að hann gæti verið með þetta að tala við [Grayson],“ segir Gunnar. Þó að Pherson segi við Washington Post að hann hafi aldrei hitt lækni sem hafði heyrt um VEXAS segir Gunnar að innan æðabólguheimsins viti margir læknir af sjúkdómnum núna. „Maður vissi náttúrulega af þessu vegna þess að vinur minn var að finna hann. Jafnvel þó að ég hefði ekki þekkt Peter Grayson þá hefði ég nú heyrt af þessum sjúkdómi því það er mjög líklegt að fjöldi fólks hafi fengið þennan sjúkdóm síðustu áratugi og ekki verið greint,“ segir Gunnar sem veit til þess að Íslendingur hafi greinst með VEXAS. Erfiður viðfangs jafnvel með réttri greiningu Orsök VEXAS er erfðastökkbreyting í X-litningi en hún er ekki arfgeng. Ekki er vitað hvað veldur stökkbreytingunni en hún er mun algengari í körlum en konum. Hún kemur sjaldnast fram fyrir fimmtugt. Áætlað er að einn af hverjum 4.000 karlmönnum yfir fimmtugu séu haldnir VEXAS. Æðabólga getur verið fyrstu sjúkdómseinkennin ásamt útbrotum og hita. Sjúklingar geta einnig þurft að fá blóðgjafir vegna þess að sjúkdómurinn getur lagst á beinmerg. „Hann getur verið mjög alvarlegur og ekkert alltaf sem ræðst vel við hann, jafnvel þó að greiningin liggi fyrir,“ segir Gunnar. Haft er eftir Grayson í grein Washington Post að VEXAS sé lífshættulegur sjúkdómur. Lífslíkur séu um það bil tíu ár frá því að hann greinist fyrst. NIH rannsakar nú hvort að beinmergsskipti gagnist sem meðferð gegn sjúkdómnum. Pherson, sem er 74 ára gamall, er nú á sterum og öðrum ónæmibælandi lyfjum sem eiga að halda sjúkdómnum í skefjum. Hann hefur engu að síður þurft að leggjast inn á sjúkrahús í þrígang frá 2021. „Ég er með frekar mikið jafnaðargeð. Ég held bara áfram að gera það sem ég geri þar til ég get það ekki lengur,“ segir hann. Bandaríkin Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira
Randolph H. Pherson, fyrrverandi greinandi hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA, hafði glímt við óútskýrð veikindi í kjölfar fjórfaldrar hjáveituaðgerðar sem hann gekkst undir árið 2014. Þau lýstu sér meðal annars í sársaukafullum útbrotum sem komu og fóru, háum hitaköstum og óeðlilegri fjölgun hvítra blóðkorna. Í umfjöllun Washington Post segir að Pherson hafi farið á milli sérfræðinga sem hafi útilokað fimmtíu mögulega sjúkdóma án þess að þeim tækist að greina kvillann. Það var ekki fyrr en hann var á ferðalagi á Íslandi haustið 2021 sem hreyfing komst á mál Pherson. Pherson var lagður inn á Landspítalann eftir að hann hneig niður við fjallgöngu. Þar var hann fyrst greindur með gollurshússbólgu, bólgu í kringum hjartað, hjartabilun, blóðtappa í lungu og blóðleysi. Böndin tóku síðan að berast að æðabólgu eða einhvers konar gigtarsjúkdómi. Pherson segir bandaríska blaðinu að einn læknanna á Íslandi hafi sagt honum að ef hann hefði ekki leitað sér hjálpar hefði hann líklega dáið innan mánaðar. „Það bjargaði lífi mínu að fara til Íslands,“ segir Pherson. Pherson dvaldi á Landspítalanum í Fossvogi í átján daga haustið 2021.Vísir/Vilhelm Vinskapur við manninn sem lýsti sjúkdómnum fyrst Gunnar Tómasson, gigtarlæknir á Landspítalanum og sérfræðingur í æðabólgu, stakk fyrstur upp á því að Pherson kynni að þjást af VEXAS-heilkenni, sjálfsónæmissjúkdómi sem var fyrst lýst árið 2020. Svo vildi til að Gunnar er vinur Peters Grayson, yfirmanns æðabólgurannsókna hjá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (NIH), sem átti þátt í uppgötvun VEXAS. Grayson sýndi tilfelli Pherson strax áhuga þegar Gunnar hafði samband við hann. Í samtali við Vísi segir Gunnar að þó að grunur um að VEXAS væri orsök veikinda Pherson hefði vaknað á meðan hann lá inni í Fossvogi hafi það ekki verið staðfest fyrr en hann var kominn heim til Bandaríkjanna. Pherson var flogið með sjúkraflugi til Bandaríkjanna eftir tæplega þriggja vikna sjúkrahússdvöl á Íslandi. Þar gekkst hann undir rannsóknir en NIH var ein örfárra stofnana í Bandaríkjunum sem gátu gert raðgreiningu sem þurfti til þess að greina sjúkdóminn. Niðurstaðan var að Pherson væri með VEXAS. „Það var svolítill léttir,“ segir Pherson um að hafa loks fengið greiningu á veikindunum sem voru óútskýrð í sjö ár. Hann hafi þó verið kvíðinn á sama tíma því sjúkdómurinn dregur úr lífslíkum hans. „Njósnarinn sem elskaði okkur“ Gunnar segir í samtali við Vísi að Pherson hafi virst afar þakklátur fyrir þjónustuna sem hann fékk á Landspítalanum, ekki bara sér heldur öllu starfsfólkinu á deild B7 í Fossvogi. „Við svona göntuðumst með að hann væri „the spy who loved us“ (ísl. njósnarinn sem elskaði okkur) því hann hafði unnið hjá CIA,“ segir Gunnar og vísar til titils kvikmyndar um ofurnjósnarann James Bond. „Njósnarinn sem elskaði mig“ með Roger Moore í hlutverki James Bond kom út árið 1977.Bob Peak Gunnar segir æðabólgusamfélagið ekki stórt á heimsvísu. Það telji ef til vill nokkur hundruð sérfræðinga sem eru virkir. Hann hafi fengið góða þjálfun í sérnámi sínu og þar hafi orðið til tengsl sem hann hafi reynt að viðhalda og rækt. Þeir Grayson voru saman í rannsóknarnámi í Boston á sínum tíma. „Það lá beint við fyrst að þessi möguleiki kom upp að hann gæti verið með þetta að tala við [Grayson],“ segir Gunnar. Þó að Pherson segi við Washington Post að hann hafi aldrei hitt lækni sem hafði heyrt um VEXAS segir Gunnar að innan æðabólguheimsins viti margir læknir af sjúkdómnum núna. „Maður vissi náttúrulega af þessu vegna þess að vinur minn var að finna hann. Jafnvel þó að ég hefði ekki þekkt Peter Grayson þá hefði ég nú heyrt af þessum sjúkdómi því það er mjög líklegt að fjöldi fólks hafi fengið þennan sjúkdóm síðustu áratugi og ekki verið greint,“ segir Gunnar sem veit til þess að Íslendingur hafi greinst með VEXAS. Erfiður viðfangs jafnvel með réttri greiningu Orsök VEXAS er erfðastökkbreyting í X-litningi en hún er ekki arfgeng. Ekki er vitað hvað veldur stökkbreytingunni en hún er mun algengari í körlum en konum. Hún kemur sjaldnast fram fyrir fimmtugt. Áætlað er að einn af hverjum 4.000 karlmönnum yfir fimmtugu séu haldnir VEXAS. Æðabólga getur verið fyrstu sjúkdómseinkennin ásamt útbrotum og hita. Sjúklingar geta einnig þurft að fá blóðgjafir vegna þess að sjúkdómurinn getur lagst á beinmerg. „Hann getur verið mjög alvarlegur og ekkert alltaf sem ræðst vel við hann, jafnvel þó að greiningin liggi fyrir,“ segir Gunnar. Haft er eftir Grayson í grein Washington Post að VEXAS sé lífshættulegur sjúkdómur. Lífslíkur séu um það bil tíu ár frá því að hann greinist fyrst. NIH rannsakar nú hvort að beinmergsskipti gagnist sem meðferð gegn sjúkdómnum. Pherson, sem er 74 ára gamall, er nú á sterum og öðrum ónæmibælandi lyfjum sem eiga að halda sjúkdómnum í skefjum. Hann hefur engu að síður þurft að leggjast inn á sjúkrahús í þrígang frá 2021. „Ég er með frekar mikið jafnaðargeð. Ég held bara áfram að gera það sem ég geri þar til ég get það ekki lengur,“ segir hann.
Bandaríkin Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira