Nærmynd af konunum í tunnunum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. september 2023 14:11 Aðgerðarsinnarnir sem hlekkjuðu sig við tunnurnar eru erlendar konur á fertugsaldri. Instagram Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. Konurnar sem um ræðir heita Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou. Listakona frá Íran Anahita er 33 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún starfað sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. 14. júní síðastliðinn birti Anahita myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að á Íslandi væri hægt að fara í hvalaskoðun og hvalveiðar frá sömu höfn þökk sé Kristjáni Loftssyni forstjóra og aðaleiganda Hvals hf. Sagði hún Kristján eyðileggja orðspor Íslands vegna hvalveiðanna. „Velkomin til Íslands, landsins þar sem þú getur bæði farið í hvalaskoðun og drepið þá og étið,“ segir Anahita í myndskeiðinu og bendir á bátana sem staðsettir eru við Reykjavíkurhöfn. View this post on Instagram A post shared by Last Whaling Station (@last_whaling_station) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) Veraldarvön frá Frakklandi Elissa Bijou er 35 ára og búsett í London. Samkvæmt samfélagsmiðlum á hún ættir að rekja til Frakklands þar sem hún var í skóla sem barn. Elissa hefur ferðast víða um heim á síðastliðnum árum, meðal annars til Taílands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Belgíu svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Elissa gagnrýnir sömuleiðis Kristján Loftsson í færslu á samfélagsmiðlum. „Hræðilegar aðferðir þar sem notast er við sprenguskutul sem hafa verið metnar ólöglegar. Það er komið að því að þetta tilgangslausa drápsæði líði undir lok,“ segir í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Konurnar hafa setið sem fastast, önnur án næringar og vökva. Vísir hefur fylgst með mótmælunum í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Uppfært 14:35: Konurnar yfirgáfu tunnurnar á þriðja tímanum í dag eftir að hafa dvalið í tunnunum í um 33 klukkustundir.
Konurnar sem um ræðir heita Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou. Listakona frá Íran Anahita er 33 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún starfað sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. 14. júní síðastliðinn birti Anahita myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að á Íslandi væri hægt að fara í hvalaskoðun og hvalveiðar frá sömu höfn þökk sé Kristjáni Loftssyni forstjóra og aðaleiganda Hvals hf. Sagði hún Kristján eyðileggja orðspor Íslands vegna hvalveiðanna. „Velkomin til Íslands, landsins þar sem þú getur bæði farið í hvalaskoðun og drepið þá og étið,“ segir Anahita í myndskeiðinu og bendir á bátana sem staðsettir eru við Reykjavíkurhöfn. View this post on Instagram A post shared by Last Whaling Station (@last_whaling_station) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) Veraldarvön frá Frakklandi Elissa Bijou er 35 ára og búsett í London. Samkvæmt samfélagsmiðlum á hún ættir að rekja til Frakklands þar sem hún var í skóla sem barn. Elissa hefur ferðast víða um heim á síðastliðnum árum, meðal annars til Taílands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Belgíu svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Elissa gagnrýnir sömuleiðis Kristján Loftsson í færslu á samfélagsmiðlum. „Hræðilegar aðferðir þar sem notast er við sprenguskutul sem hafa verið metnar ólöglegar. Það er komið að því að þetta tilgangslausa drápsæði líði undir lok,“ segir í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Konurnar hafa setið sem fastast, önnur án næringar og vökva. Vísir hefur fylgst með mótmælunum í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Uppfært 14:35: Konurnar yfirgáfu tunnurnar á þriðja tímanum í dag eftir að hafa dvalið í tunnunum í um 33 klukkustundir.
Hvalveiðar Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira