Nærmynd af konunum í tunnunum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. september 2023 14:11 Aðgerðarsinnarnir sem hlekkjuðu sig við tunnurnar eru erlendar konur á fertugsaldri. Instagram Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. Konurnar sem um ræðir heita Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou. Listakona frá Íran Anahita er 33 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún starfað sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. 14. júní síðastliðinn birti Anahita myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að á Íslandi væri hægt að fara í hvalaskoðun og hvalveiðar frá sömu höfn þökk sé Kristjáni Loftssyni forstjóra og aðaleiganda Hvals hf. Sagði hún Kristján eyðileggja orðspor Íslands vegna hvalveiðanna. „Velkomin til Íslands, landsins þar sem þú getur bæði farið í hvalaskoðun og drepið þá og étið,“ segir Anahita í myndskeiðinu og bendir á bátana sem staðsettir eru við Reykjavíkurhöfn. View this post on Instagram A post shared by Last Whaling Station (@last_whaling_station) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) Veraldarvön frá Frakklandi Elissa Bijou er 35 ára og búsett í London. Samkvæmt samfélagsmiðlum á hún ættir að rekja til Frakklands þar sem hún var í skóla sem barn. Elissa hefur ferðast víða um heim á síðastliðnum árum, meðal annars til Taílands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Belgíu svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Elissa gagnrýnir sömuleiðis Kristján Loftsson í færslu á samfélagsmiðlum. „Hræðilegar aðferðir þar sem notast er við sprenguskutul sem hafa verið metnar ólöglegar. Það er komið að því að þetta tilgangslausa drápsæði líði undir lok,“ segir í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Konurnar hafa setið sem fastast, önnur án næringar og vökva. Vísir hefur fylgst með mótmælunum í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Uppfært 14:35: Konurnar yfirgáfu tunnurnar á þriðja tímanum í dag eftir að hafa dvalið í tunnunum í um 33 klukkustundir.
Konurnar sem um ræðir heita Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou. Listakona frá Íran Anahita er 33 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún starfað sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. 14. júní síðastliðinn birti Anahita myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að á Íslandi væri hægt að fara í hvalaskoðun og hvalveiðar frá sömu höfn þökk sé Kristjáni Loftssyni forstjóra og aðaleiganda Hvals hf. Sagði hún Kristján eyðileggja orðspor Íslands vegna hvalveiðanna. „Velkomin til Íslands, landsins þar sem þú getur bæði farið í hvalaskoðun og drepið þá og étið,“ segir Anahita í myndskeiðinu og bendir á bátana sem staðsettir eru við Reykjavíkurhöfn. View this post on Instagram A post shared by Last Whaling Station (@last_whaling_station) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) Veraldarvön frá Frakklandi Elissa Bijou er 35 ára og búsett í London. Samkvæmt samfélagsmiðlum á hún ættir að rekja til Frakklands þar sem hún var í skóla sem barn. Elissa hefur ferðast víða um heim á síðastliðnum árum, meðal annars til Taílands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Belgíu svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Elissa gagnrýnir sömuleiðis Kristján Loftsson í færslu á samfélagsmiðlum. „Hræðilegar aðferðir þar sem notast er við sprenguskutul sem hafa verið metnar ólöglegar. Það er komið að því að þetta tilgangslausa drápsæði líði undir lok,“ segir í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Konurnar hafa setið sem fastast, önnur án næringar og vökva. Vísir hefur fylgst með mótmælunum í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Uppfært 14:35: Konurnar yfirgáfu tunnurnar á þriðja tímanum í dag eftir að hafa dvalið í tunnunum í um 33 klukkustundir.
Hvalveiðar Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fleiri fréttir Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Sjá meira