Saga fyrrverandi hvalskurðarmanns Kolbeinn Arnbjörnsson skrifar 27. ágúst 2023 14:00 Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti. Réttlætingarkerfið vann samt alltaf yfirvinnu. Maður þurfti á því að halda þegar maður sá þessa fallegu risa dregna á land. Þegar maður sá bleik fóstrin við fætur vísindamannanna. En þið borðið kjúkling er það ekki? Er ekki skárra að drepa dýr sem fá allavega að lifa í sínum náttúrulega heimkynnum þar til þau eru skotin en að ala dýr í búrum? Var réttlætingin sem ég greip oftast til. Enda fínustu rök. En það er ekki alltaf hægt að réttlæta vont með verra. Það verður allavega erfitt til lengdar. Öll eigum við okkur kjarnagildi. Þau eru yfirleitt byggð á upplýsingum sem við teljum vera réttar í bland við samkennd og réttsýni. Kjarnagildi geta haft rætur sem liggja djúpt í barnæsku okkar, samfélagi, hefðum og trú. Kjarnagildi eru falleg og samtímis stórhættuleg. Hugtakið „Backfire effect“ kom fram á sjónarsviðið árið 2010 og hefur síðan verið rannsakað í þaula, nýverið af taugasérfræðingum. Í stuttu máli er hægt að útskýra það á þennan hátt: Manneskja A hefur mjög sterka skoðun á ákveðnum málstað, köllum það „kjarnagildi" og byggir þau á rannsóknum (eða jafnvel sögum) sem hafa mögulega ekki verið uppfærð í einhvern tíma. Manneskja B hefur andstæð „kjarnagildi" og eru hennar gildi byggð á rökum sem styðjast við nýjustu upplýsingar. Í samtali milli þessara manneskja sýnir manneskja B sín sönnunargögn sem kollvarpa því sem manneskja A telur rétt. Manneskja A biður um kvittanir. Manneskja B framreiðir þær og á þeim stendur skýrum stöfum með áfestum ljósmyndum og undirskriftum að trú eða kjarnagildi manneskju A séu röng. Það óvænta er að það sem gerist hjá manneskju A er að hún upplifir sömu tilfinningu og ef hún væri að rökræða við hungraðan skógarbjörn. Heilinn undirbýr sig fyrir árás. Hann ræsir sömu stöðvar og þegar þú þarft að berjast fyrir lífi þínu. Það sem gerist samtímis er að það lokast að miklu leyti fyrir rökhugsun. Það eina sem þú vilt gera er að berjast eða flýja. Velji manneskja A að berjast mun hún mögulega afneita öllum þeim rökum og kvittunum sem hafa verið borin á borð fyrir hana. Hún skiptir ekki um skoðun heldur tvíeflist í sinni trú og stendur enn þéttar vörð um kjarnagildin sín. Backfire Effect. Ég man eftir slíkri hegðun hjá mér. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir réttlætingarkerfinu sem ég hannaði. Ég man eftir reiðinni í garð þeirra sem veifuðu kvittununum. Eflaust stend ég í þeim sporum enn þegar kemur að ákveðnum skoðunum en það er gott að hafa þetta í huga þegar maður fer að lesa kvittanirnar. Gæti vantrú mín á því sem verið er að segja verið Backfire effect?Og mikilvægast er að muna: Það má skipta um skoðun. Það má skipta um skoðun. Höfundur er leikari og myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti. Réttlætingarkerfið vann samt alltaf yfirvinnu. Maður þurfti á því að halda þegar maður sá þessa fallegu risa dregna á land. Þegar maður sá bleik fóstrin við fætur vísindamannanna. En þið borðið kjúkling er það ekki? Er ekki skárra að drepa dýr sem fá allavega að lifa í sínum náttúrulega heimkynnum þar til þau eru skotin en að ala dýr í búrum? Var réttlætingin sem ég greip oftast til. Enda fínustu rök. En það er ekki alltaf hægt að réttlæta vont með verra. Það verður allavega erfitt til lengdar. Öll eigum við okkur kjarnagildi. Þau eru yfirleitt byggð á upplýsingum sem við teljum vera réttar í bland við samkennd og réttsýni. Kjarnagildi geta haft rætur sem liggja djúpt í barnæsku okkar, samfélagi, hefðum og trú. Kjarnagildi eru falleg og samtímis stórhættuleg. Hugtakið „Backfire effect“ kom fram á sjónarsviðið árið 2010 og hefur síðan verið rannsakað í þaula, nýverið af taugasérfræðingum. Í stuttu máli er hægt að útskýra það á þennan hátt: Manneskja A hefur mjög sterka skoðun á ákveðnum málstað, köllum það „kjarnagildi" og byggir þau á rannsóknum (eða jafnvel sögum) sem hafa mögulega ekki verið uppfærð í einhvern tíma. Manneskja B hefur andstæð „kjarnagildi" og eru hennar gildi byggð á rökum sem styðjast við nýjustu upplýsingar. Í samtali milli þessara manneskja sýnir manneskja B sín sönnunargögn sem kollvarpa því sem manneskja A telur rétt. Manneskja A biður um kvittanir. Manneskja B framreiðir þær og á þeim stendur skýrum stöfum með áfestum ljósmyndum og undirskriftum að trú eða kjarnagildi manneskju A séu röng. Það óvænta er að það sem gerist hjá manneskju A er að hún upplifir sömu tilfinningu og ef hún væri að rökræða við hungraðan skógarbjörn. Heilinn undirbýr sig fyrir árás. Hann ræsir sömu stöðvar og þegar þú þarft að berjast fyrir lífi þínu. Það sem gerist samtímis er að það lokast að miklu leyti fyrir rökhugsun. Það eina sem þú vilt gera er að berjast eða flýja. Velji manneskja A að berjast mun hún mögulega afneita öllum þeim rökum og kvittunum sem hafa verið borin á borð fyrir hana. Hún skiptir ekki um skoðun heldur tvíeflist í sinni trú og stendur enn þéttar vörð um kjarnagildin sín. Backfire Effect. Ég man eftir slíkri hegðun hjá mér. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir réttlætingarkerfinu sem ég hannaði. Ég man eftir reiðinni í garð þeirra sem veifuðu kvittununum. Eflaust stend ég í þeim sporum enn þegar kemur að ákveðnum skoðunum en það er gott að hafa þetta í huga þegar maður fer að lesa kvittanirnar. Gæti vantrú mín á því sem verið er að segja verið Backfire effect?Og mikilvægast er að muna: Það má skipta um skoðun. Það má skipta um skoðun. Höfundur er leikari og myndlistarmaður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun