Farsímar í skólum Ragnar Þór Pétursson skrifar 25. ágúst 2023 09:00 Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum. Hver eru áhrif símanna? Um 90 prósent fullorðins, vinnandi fólks á Íslandi segist eiga í meiri eða minni erfiðleikum við að halda sér að verki á vinnutímanum. Við vitum öll að þar leika persónuleg snjalltæki verulegt hlutverk. Þetta er ekki tilfallandi vandamál, þetta er mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni sem kallar á raunverulega naflaskoðun og breytingar. Hvernig viljum við feta okkur áfram um refilstigu tækninnar? Við getum ekki staðið kyrr. Okkar eigin stjórnvöld leiða stafrænar samfélagslegar breytingar. Það er að verða ólíft í íslensku samfélagi án rafrænna skilríkja og snjalltækjasamskipta. Persónuleg samskiptatæki eru ekki munaðarvara heldur raunveruleg forsenda þátttöku í samfélaginu, líkt og lestur og skrift áður. Það krefur okkur um að hér alist ekkert okkar upp án þess að hafa slíka tækni á valdi sínu. Hvaða samfélag bíður handan skólalóðarinnar? Þegar skólabjallan glymur stökkva nemendur út í heim stafræns áreitis. Það hafa þeir gert árum saman. Þetta er heimur mikilla tækifæra og stórra áskorana. Hann afhjúpar vægðarlaus bresti þeirra sem ekki kunna að höndla hann. Versnandi geðheilsa, félagsleg einangrun og vafasamt vinnusiðferði eru ekki vandamál einstaklinga. Þetta eru merki samfélags sem er illa búið undir eigin sköpunarverk. Í sögulegu samhengi hafa skólar gegnt lykilhlutverki í aðlögun að samfélagsbreytingu. Þeir hafa búið kynslóðirnar undir líf og starf á hverfanda hveli. Frammi fyrir áskorunum stafræns samfélags geta skólar ekki þvegið hendur sínar og afsalað sér ábyrgð. Á skólinn að vera griðastaður? Sum sjá skóla í hillingum sem griðarstað í óblíðum, stafrænum heimi. Stað, þar sem tækni er haldið að nemendum í mjög afmörkuðum, tærum og hagnýtum tilgangi. Einhverskonar heilsuhæli eins og vinsæl voru hjá fólki í gamla daga sem flýði kolareyk borganna niður á strönd. Þetta eru rómantískar hugmyndir en harla óraunhæfar. Griðastaðir hafa oft hentað fólki í öruggri forréttindastöðu en gert þeim lítið gagn sem þurfa að lifa af í heiminum eins og hann er. Illu heilli sjáum við þess merki að undir líf í raunveruleikanum er margt fólk sárlega illa undirbúið. Kjarni málsins er ekki hvort banna skuli síma og snjallúr; stafræn heyrnartæki eða gleraugu. Tæknin mun halda áfram að skora á okkur. Ef við eru sofandi mun hún hremma okkur í klakabönd sem ylurinn af nostalgíu nær aldrei að bræða. Kjarninn er sá hvort við viljum hafa menntakerfi sem bæði endurspeglar og bregst við hinni stafrænu öld. Ef svo er verðum við að undirbúa nemendur okkar í stað þess að halda þeim í hvarfi. Það er langeðlilegasta leiðin til að hér komi fram kynslóð sem hefur þá seiglu og aðlögunarhæfni sem farsæld á stafrænni öld krefst. Besti árangur sem við getum vænst ef við reynum að mennta börnin okkar eins og okkur sjálf er að þau standi sig jafn vel og við, fullorðna fólkið. Níutíu prósent í vanda með að einbeita sér að vinnunni. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Ragnar Þór Pétursson Börn og uppeldi Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum. Hver eru áhrif símanna? Um 90 prósent fullorðins, vinnandi fólks á Íslandi segist eiga í meiri eða minni erfiðleikum við að halda sér að verki á vinnutímanum. Við vitum öll að þar leika persónuleg snjalltæki verulegt hlutverk. Þetta er ekki tilfallandi vandamál, þetta er mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni sem kallar á raunverulega naflaskoðun og breytingar. Hvernig viljum við feta okkur áfram um refilstigu tækninnar? Við getum ekki staðið kyrr. Okkar eigin stjórnvöld leiða stafrænar samfélagslegar breytingar. Það er að verða ólíft í íslensku samfélagi án rafrænna skilríkja og snjalltækjasamskipta. Persónuleg samskiptatæki eru ekki munaðarvara heldur raunveruleg forsenda þátttöku í samfélaginu, líkt og lestur og skrift áður. Það krefur okkur um að hér alist ekkert okkar upp án þess að hafa slíka tækni á valdi sínu. Hvaða samfélag bíður handan skólalóðarinnar? Þegar skólabjallan glymur stökkva nemendur út í heim stafræns áreitis. Það hafa þeir gert árum saman. Þetta er heimur mikilla tækifæra og stórra áskorana. Hann afhjúpar vægðarlaus bresti þeirra sem ekki kunna að höndla hann. Versnandi geðheilsa, félagsleg einangrun og vafasamt vinnusiðferði eru ekki vandamál einstaklinga. Þetta eru merki samfélags sem er illa búið undir eigin sköpunarverk. Í sögulegu samhengi hafa skólar gegnt lykilhlutverki í aðlögun að samfélagsbreytingu. Þeir hafa búið kynslóðirnar undir líf og starf á hverfanda hveli. Frammi fyrir áskorunum stafræns samfélags geta skólar ekki þvegið hendur sínar og afsalað sér ábyrgð. Á skólinn að vera griðastaður? Sum sjá skóla í hillingum sem griðarstað í óblíðum, stafrænum heimi. Stað, þar sem tækni er haldið að nemendum í mjög afmörkuðum, tærum og hagnýtum tilgangi. Einhverskonar heilsuhæli eins og vinsæl voru hjá fólki í gamla daga sem flýði kolareyk borganna niður á strönd. Þetta eru rómantískar hugmyndir en harla óraunhæfar. Griðastaðir hafa oft hentað fólki í öruggri forréttindastöðu en gert þeim lítið gagn sem þurfa að lifa af í heiminum eins og hann er. Illu heilli sjáum við þess merki að undir líf í raunveruleikanum er margt fólk sárlega illa undirbúið. Kjarni málsins er ekki hvort banna skuli síma og snjallúr; stafræn heyrnartæki eða gleraugu. Tæknin mun halda áfram að skora á okkur. Ef við eru sofandi mun hún hremma okkur í klakabönd sem ylurinn af nostalgíu nær aldrei að bræða. Kjarninn er sá hvort við viljum hafa menntakerfi sem bæði endurspeglar og bregst við hinni stafrænu öld. Ef svo er verðum við að undirbúa nemendur okkar í stað þess að halda þeim í hvarfi. Það er langeðlilegasta leiðin til að hér komi fram kynslóð sem hefur þá seiglu og aðlögunarhæfni sem farsæld á stafrænni öld krefst. Besti árangur sem við getum vænst ef við reynum að mennta börnin okkar eins og okkur sjálf er að þau standi sig jafn vel og við, fullorðna fólkið. Níutíu prósent í vanda með að einbeita sér að vinnunni. Höfundur er kennari.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun