Lög eða ólög? Sabine Leskopf skrifar 23. ágúst 2023 07:31 „Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs. Ólögin voru sett án fyrirhyggju og umhyggju þrátt fyrir fögur orð í stjórnarsáttmálanum þar sem áhersla var lögð á: „Kerfi og stofnanir sem meta einstaklingsbundnar aðstæður og hagsmuni eiga að vera skilvirk, laga- og regluverk skýrt og mannúðlegt og framkvæmd fullnægjandi.“ Fyrir utan að ekkert í breytingum á útlendingaólögunum er skilvirkt, skýrt eða mannúðlegt, þá er framkvæmdin í algerri óvissu, ekkert samtal var tekið áður en lögin tóku gildi, engar áætlanir til. Hver var þá tilgangurinn með þessum breytingum? Jú, tilgangurinn er að koma í ljós þó að viss flækjustig séu í ríkisstjórnarsamstarfinu. VG ætlar sér að bæta við á langan lista þeirra verkefna sem ríkið veltir yfir á sveitarfélögin án þess að fjármagna þau, verkefnum sem snúa að þeim sem minnst mega sín og hafa ekki sömu rödd og aðrir, fremst í röðinni er þar fatlað fólk þar sem ríkið er skv. mati Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið upp í 10-12 milljarða skuld árlega og nú eiga sem sagt að bætast við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingaandúð á kostnað Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn og dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi leitast við að vinna sér inn athygli og stuðning með elstu brellunni í boxinu að beita fyrir sig útlendingaandúð og bjóða öllum sem eru ósátt með hvaðeina að gera hið útlenda að sökudólgi til að dreifa athygli frá eigin vanrækslu í málaflokki sem flokkurinn hefur stjórnað í áratug, en líka eigin spillingamálum og vandræðagangi eins og sölunni á Íslandsbanka. Hugmynd um fangabúðir kemur þess vegna ekki á óvart, lausn sem dómsmálaráðherra hefur sett fram. En jafnvel þótt slíkt yrði að veruleika, þá tæki það mörg ár í framkvæmd, þannig að það hjálpar engu þeirra sem hent var bókstaflega á götuna algerlega óháð aðstæðum þeirra, án þess einu sinni að taka tillit til þess hvort hægt sé yfirleitt að senda þau úr landi eða ekki, hvað bíði þeirra hér eða erlendis eða til viðkvæmrar stöðu kvenna á flótta. Vandræðagangur forsætisráðherra Forsætisráðherrann vill klárlega leysa málin en opinberar samt örvæntingu sína með því að senda einungis valdar spurningar í flýtimeðferð til lagastofnunar til að fá einungis þaðan þau svör sem henta. Tekin var út fyrir sviga 15. grein laga um félagsaðstoð sveitarfélaga sem segir skýrt að sveitarfélögum er einungis heimild að veita aðstoð með leyfi og endurgreiðslu af hálfu ráðuneytisins. Reyndar liggur fyrir frumvarp um breytingar á þessari grein þar sem kemur fram að þetta sé hvort sem er einungis undantekningartilvik, fyrst og fremst aðstoð til heimferðar. Sem þýðir, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent á, að vilji ríkisstjórnar sé að þessi grein eigi alls ekki grípa þá einstaklinga sem hér er um að ræða, þar sem óvissa ríkir um lengd dvalar hér. Þannig virðast þingmenn vera töluvert duglegri að fara eftir leiðbeiningum Kafkas en Bíblíunnar þótt sumir haldi öðru fram – a.m.k. hvað varðar 25. kafla Matteusarguðspjalls þar sem sagt er að „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ En eina svarið í stöðunni getur bara verið að bakka með framkvæmd sem er svo illa undirbúin og hefja samtal, skoða hvort breytinga sé þörf á lögunum og hvaða útfærslur geti náðst sátt um. Og ekki henda okkar minnstu bræðrum og systrum út á götu á meðan. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
„Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs. Ólögin voru sett án fyrirhyggju og umhyggju þrátt fyrir fögur orð í stjórnarsáttmálanum þar sem áhersla var lögð á: „Kerfi og stofnanir sem meta einstaklingsbundnar aðstæður og hagsmuni eiga að vera skilvirk, laga- og regluverk skýrt og mannúðlegt og framkvæmd fullnægjandi.“ Fyrir utan að ekkert í breytingum á útlendingaólögunum er skilvirkt, skýrt eða mannúðlegt, þá er framkvæmdin í algerri óvissu, ekkert samtal var tekið áður en lögin tóku gildi, engar áætlanir til. Hver var þá tilgangurinn með þessum breytingum? Jú, tilgangurinn er að koma í ljós þó að viss flækjustig séu í ríkisstjórnarsamstarfinu. VG ætlar sér að bæta við á langan lista þeirra verkefna sem ríkið veltir yfir á sveitarfélögin án þess að fjármagna þau, verkefnum sem snúa að þeim sem minnst mega sín og hafa ekki sömu rödd og aðrir, fremst í röðinni er þar fatlað fólk þar sem ríkið er skv. mati Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið upp í 10-12 milljarða skuld árlega og nú eiga sem sagt að bætast við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingaandúð á kostnað Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn og dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi leitast við að vinna sér inn athygli og stuðning með elstu brellunni í boxinu að beita fyrir sig útlendingaandúð og bjóða öllum sem eru ósátt með hvaðeina að gera hið útlenda að sökudólgi til að dreifa athygli frá eigin vanrækslu í málaflokki sem flokkurinn hefur stjórnað í áratug, en líka eigin spillingamálum og vandræðagangi eins og sölunni á Íslandsbanka. Hugmynd um fangabúðir kemur þess vegna ekki á óvart, lausn sem dómsmálaráðherra hefur sett fram. En jafnvel þótt slíkt yrði að veruleika, þá tæki það mörg ár í framkvæmd, þannig að það hjálpar engu þeirra sem hent var bókstaflega á götuna algerlega óháð aðstæðum þeirra, án þess einu sinni að taka tillit til þess hvort hægt sé yfirleitt að senda þau úr landi eða ekki, hvað bíði þeirra hér eða erlendis eða til viðkvæmrar stöðu kvenna á flótta. Vandræðagangur forsætisráðherra Forsætisráðherrann vill klárlega leysa málin en opinberar samt örvæntingu sína með því að senda einungis valdar spurningar í flýtimeðferð til lagastofnunar til að fá einungis þaðan þau svör sem henta. Tekin var út fyrir sviga 15. grein laga um félagsaðstoð sveitarfélaga sem segir skýrt að sveitarfélögum er einungis heimild að veita aðstoð með leyfi og endurgreiðslu af hálfu ráðuneytisins. Reyndar liggur fyrir frumvarp um breytingar á þessari grein þar sem kemur fram að þetta sé hvort sem er einungis undantekningartilvik, fyrst og fremst aðstoð til heimferðar. Sem þýðir, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent á, að vilji ríkisstjórnar sé að þessi grein eigi alls ekki grípa þá einstaklinga sem hér er um að ræða, þar sem óvissa ríkir um lengd dvalar hér. Þannig virðast þingmenn vera töluvert duglegri að fara eftir leiðbeiningum Kafkas en Bíblíunnar þótt sumir haldi öðru fram – a.m.k. hvað varðar 25. kafla Matteusarguðspjalls þar sem sagt er að „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ En eina svarið í stöðunni getur bara verið að bakka með framkvæmd sem er svo illa undirbúin og hefja samtal, skoða hvort breytinga sé þörf á lögunum og hvaða útfærslur geti náðst sátt um. Og ekki henda okkar minnstu bræðrum og systrum út á götu á meðan. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar