Lög eða ólög? Sabine Leskopf skrifar 23. ágúst 2023 07:31 „Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs. Ólögin voru sett án fyrirhyggju og umhyggju þrátt fyrir fögur orð í stjórnarsáttmálanum þar sem áhersla var lögð á: „Kerfi og stofnanir sem meta einstaklingsbundnar aðstæður og hagsmuni eiga að vera skilvirk, laga- og regluverk skýrt og mannúðlegt og framkvæmd fullnægjandi.“ Fyrir utan að ekkert í breytingum á útlendingaólögunum er skilvirkt, skýrt eða mannúðlegt, þá er framkvæmdin í algerri óvissu, ekkert samtal var tekið áður en lögin tóku gildi, engar áætlanir til. Hver var þá tilgangurinn með þessum breytingum? Jú, tilgangurinn er að koma í ljós þó að viss flækjustig séu í ríkisstjórnarsamstarfinu. VG ætlar sér að bæta við á langan lista þeirra verkefna sem ríkið veltir yfir á sveitarfélögin án þess að fjármagna þau, verkefnum sem snúa að þeim sem minnst mega sín og hafa ekki sömu rödd og aðrir, fremst í röðinni er þar fatlað fólk þar sem ríkið er skv. mati Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið upp í 10-12 milljarða skuld árlega og nú eiga sem sagt að bætast við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingaandúð á kostnað Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn og dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi leitast við að vinna sér inn athygli og stuðning með elstu brellunni í boxinu að beita fyrir sig útlendingaandúð og bjóða öllum sem eru ósátt með hvaðeina að gera hið útlenda að sökudólgi til að dreifa athygli frá eigin vanrækslu í málaflokki sem flokkurinn hefur stjórnað í áratug, en líka eigin spillingamálum og vandræðagangi eins og sölunni á Íslandsbanka. Hugmynd um fangabúðir kemur þess vegna ekki á óvart, lausn sem dómsmálaráðherra hefur sett fram. En jafnvel þótt slíkt yrði að veruleika, þá tæki það mörg ár í framkvæmd, þannig að það hjálpar engu þeirra sem hent var bókstaflega á götuna algerlega óháð aðstæðum þeirra, án þess einu sinni að taka tillit til þess hvort hægt sé yfirleitt að senda þau úr landi eða ekki, hvað bíði þeirra hér eða erlendis eða til viðkvæmrar stöðu kvenna á flótta. Vandræðagangur forsætisráðherra Forsætisráðherrann vill klárlega leysa málin en opinberar samt örvæntingu sína með því að senda einungis valdar spurningar í flýtimeðferð til lagastofnunar til að fá einungis þaðan þau svör sem henta. Tekin var út fyrir sviga 15. grein laga um félagsaðstoð sveitarfélaga sem segir skýrt að sveitarfélögum er einungis heimild að veita aðstoð með leyfi og endurgreiðslu af hálfu ráðuneytisins. Reyndar liggur fyrir frumvarp um breytingar á þessari grein þar sem kemur fram að þetta sé hvort sem er einungis undantekningartilvik, fyrst og fremst aðstoð til heimferðar. Sem þýðir, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent á, að vilji ríkisstjórnar sé að þessi grein eigi alls ekki grípa þá einstaklinga sem hér er um að ræða, þar sem óvissa ríkir um lengd dvalar hér. Þannig virðast þingmenn vera töluvert duglegri að fara eftir leiðbeiningum Kafkas en Bíblíunnar þótt sumir haldi öðru fram – a.m.k. hvað varðar 25. kafla Matteusarguðspjalls þar sem sagt er að „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ En eina svarið í stöðunni getur bara verið að bakka með framkvæmd sem er svo illa undirbúin og hefja samtal, skoða hvort breytinga sé þörf á lögunum og hvaða útfærslur geti náðst sátt um. Og ekki henda okkar minnstu bræðrum og systrum út á götu á meðan. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
„Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs. Ólögin voru sett án fyrirhyggju og umhyggju þrátt fyrir fögur orð í stjórnarsáttmálanum þar sem áhersla var lögð á: „Kerfi og stofnanir sem meta einstaklingsbundnar aðstæður og hagsmuni eiga að vera skilvirk, laga- og regluverk skýrt og mannúðlegt og framkvæmd fullnægjandi.“ Fyrir utan að ekkert í breytingum á útlendingaólögunum er skilvirkt, skýrt eða mannúðlegt, þá er framkvæmdin í algerri óvissu, ekkert samtal var tekið áður en lögin tóku gildi, engar áætlanir til. Hver var þá tilgangurinn með þessum breytingum? Jú, tilgangurinn er að koma í ljós þó að viss flækjustig séu í ríkisstjórnarsamstarfinu. VG ætlar sér að bæta við á langan lista þeirra verkefna sem ríkið veltir yfir á sveitarfélögin án þess að fjármagna þau, verkefnum sem snúa að þeim sem minnst mega sín og hafa ekki sömu rödd og aðrir, fremst í röðinni er þar fatlað fólk þar sem ríkið er skv. mati Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið upp í 10-12 milljarða skuld árlega og nú eiga sem sagt að bætast við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingaandúð á kostnað Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn og dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi leitast við að vinna sér inn athygli og stuðning með elstu brellunni í boxinu að beita fyrir sig útlendingaandúð og bjóða öllum sem eru ósátt með hvaðeina að gera hið útlenda að sökudólgi til að dreifa athygli frá eigin vanrækslu í málaflokki sem flokkurinn hefur stjórnað í áratug, en líka eigin spillingamálum og vandræðagangi eins og sölunni á Íslandsbanka. Hugmynd um fangabúðir kemur þess vegna ekki á óvart, lausn sem dómsmálaráðherra hefur sett fram. En jafnvel þótt slíkt yrði að veruleika, þá tæki það mörg ár í framkvæmd, þannig að það hjálpar engu þeirra sem hent var bókstaflega á götuna algerlega óháð aðstæðum þeirra, án þess einu sinni að taka tillit til þess hvort hægt sé yfirleitt að senda þau úr landi eða ekki, hvað bíði þeirra hér eða erlendis eða til viðkvæmrar stöðu kvenna á flótta. Vandræðagangur forsætisráðherra Forsætisráðherrann vill klárlega leysa málin en opinberar samt örvæntingu sína með því að senda einungis valdar spurningar í flýtimeðferð til lagastofnunar til að fá einungis þaðan þau svör sem henta. Tekin var út fyrir sviga 15. grein laga um félagsaðstoð sveitarfélaga sem segir skýrt að sveitarfélögum er einungis heimild að veita aðstoð með leyfi og endurgreiðslu af hálfu ráðuneytisins. Reyndar liggur fyrir frumvarp um breytingar á þessari grein þar sem kemur fram að þetta sé hvort sem er einungis undantekningartilvik, fyrst og fremst aðstoð til heimferðar. Sem þýðir, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent á, að vilji ríkisstjórnar sé að þessi grein eigi alls ekki grípa þá einstaklinga sem hér er um að ræða, þar sem óvissa ríkir um lengd dvalar hér. Þannig virðast þingmenn vera töluvert duglegri að fara eftir leiðbeiningum Kafkas en Bíblíunnar þótt sumir haldi öðru fram – a.m.k. hvað varðar 25. kafla Matteusarguðspjalls þar sem sagt er að „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ En eina svarið í stöðunni getur bara verið að bakka með framkvæmd sem er svo illa undirbúin og hefja samtal, skoða hvort breytinga sé þörf á lögunum og hvaða útfærslur geti náðst sátt um. Og ekki henda okkar minnstu bræðrum og systrum út á götu á meðan. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar