Árnessýsla án sjúkrabíls í 46 tíma Sveinn Ægir Birgisson skrifar 21. ágúst 2023 08:32 Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins. Árnessýslan er álagspunktur Í Árnessýslu eru átta sveitarfélög og nær landsvæði þess frá Þjórsá í austri til Hellisheiðar í vestri. Á þessu svæði búa um 21 þúsund manns allt árið um kring. Margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Árnessýslu og er áætlað að 80% ferðamanna sem komi til landsins heimsæki þá. Ekki má heldur gleyma sumarbústöðunum sem eru vel yfir fimm þúsund talsins. Það má því ætla að fólksfjöldi á svæðinu tvöfaldist þegar mest lætur og verði yfir 40 þúsunda manns. Þegar veðrið er gott líkt og hefur verið í sumar má gera ráð fyrir að þessi mikli fjöldi fólks sé í umdæmi Árnessýslu í margar vikur. Fyrir allan þennan fjölda standa aðeins fimm sjúkraflutningamenn vaktina hverju sinni eða tvær áhafnir á tvo sjúkrabíla, ásamt einum varðstjóra til stuðnings og eru áhafnirnar staðsettar á starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) á Selfossi. Það má velta því fyrir sér hvort að sá mannskapur sé nægur til að sinna öllum mannfjöldanum á svæðinu og hvort að eðlilegt sé að hann sé allur staðsettur á Selfossi? Tvöföldun á fjölda útkalla í Árnessýslu Frá 2007 hafa verið tveir fullmannaðir sjúkrabílar á sólarhringsvakt í Árnessýslu. Þá var íbúafjöldi 14.400 og fjöldi ferðamanna ekki nálægt því sem hann er í dag. Útköllum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Sem dæmi voru þau alls 1.656 árið 2011, 2.259 árið 2015 og 3.431 árið 2022. Þetta er meira en tvöföldun útkalla á ellefu árum en ennþá eru bara tveir fullmannaðir sjúkrabílar í allri sýslunni. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa verið 2.144 útköll sem er aukning, samanborið við árið í fyrra. Það sem er þó mest sláandi er að í júní voru útköll umfram mannaða bíla, 46 klukkustundir. Það þýðir að í 46 klukkustundir var ekki hægt að kalla á aðstoð þar sem ekki var mannaður sjúkrabíll til staðar. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti. Ef horft er í íbúafjölda Árnessýslu má sjá að 85% íbúa eru í innan við 15 mínútna akstri fyrir sjúkrabíl. Ef útkall kemur úr uppsveitum Árnessýslu getur viðbragðstíminn verið mun lengri eða allt að 40 mínútur. Á því svæði eru einmitt stærstu tjaldsvæðin, sumarhúsabyggðir og fjölförnustu ferðamannastaðir landsins. Í dag og í raun frá árinu 2011 hefur sjúkrabíll þó ekki verið fyrsta viðbragð í uppsveitum ef upp kemur alvarlegt slys. Frá árinu 2011 hefur verið í gildi samningur við Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum um vettvangshjálp. Samningurinn felur í sér að Bf. Eyvindur hefur til taks hóp vettvangsliða sem getur brugðist við ef HSu óskar eftir aðstoð. Sjálfboðaliðar sinna því oft fyrsta viðbragði í alvarlegum útköllum, því miður er þó aldrei öruggt að einhver úr hóp sjálfboðaliða geti mætt á vettvang til að sinna sjúklingi þar til sjúkrabíll kemur á staðinn. Einn sjúkrabíll á vakt í lengri tíma Með aukningu innlendra og erlenda ferðamanna hefur útköllum fjölgað jafn og þétt og er tímalengd hvers útkalls mjög breytileg. Sjúkraflutningar þurfa jafnvel að fara í útköll inn á hálendi, t.d. í Kerlingarfjöll og á afrétti en útköll þangað taka að lágmarki 3 tíma og er þá aðeins einn sjúkrabíll á vakt fyrir allt svæði Árnessýslu í önnur útköll. Í Rangárvallasýslu er svo einn sjúkrabíll á vakt og fari hann í útkall til Reykjavíkur eða inn á hálendi stendur starfsstöðin á Selfossi vaktina fyrir Rangárvallasýslu á meðan í viðbót við Árnessýsluna. Hugsa nýjar leiðir Þingvallaþjóðgarður ákvað að fara nýjar leiðir til að tryggja öryggi gesta í þjóðgarðinum. Stofnunin gerði samning við HSu um að staðsettur væri bráðaliði með ökutæki og viðeigandi búnað til að sinna fyrsta viðbragði á svæðinu. Þessi lausn léttir töluvert undir sjúkraflutningum þó þeir verði að bragðast við og sækja sjúkling þegar um alvarlegt atvik er að ræða. Sjúklingur hefur á meðan fengið skjót og fagleg viðbrögð frá sérfræðingi sem getur undirbúið hann fyrir flutning. Ljóst er að mikið álag er á sjúkraflutningum í Árnessýslu. Yfirvöld þurfa að bregðast hratt við og að tryggja að sjúkraflutningar geti bæði brugðist skjótt við og tryggt að sjúkrabíll sé ávallt til taks á svæðinu þegar þörf er á. Það telst varla boðlegt að bíða eftir aðstoð í neyð, í 40 mínútur á fjölförnum stöðum líkt og við Geysi eða Gullfoss. Hvað þá að sjúkrabíll sé ekki til taks í 46 klukkustundir líkt og gerðist í júní sl. Það er mat undirritaðs að þörf sé á þriðja fullmannaða sjúkrabílnum á svæðinu og prófa leið Þingvallarþjóðgarðs á fleiri stöðum, í stað sjálfboðaliða, til að tryggja styttra viðbragð í neyð. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sjúkraflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins. Árnessýslan er álagspunktur Í Árnessýslu eru átta sveitarfélög og nær landsvæði þess frá Þjórsá í austri til Hellisheiðar í vestri. Á þessu svæði búa um 21 þúsund manns allt árið um kring. Margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Árnessýslu og er áætlað að 80% ferðamanna sem komi til landsins heimsæki þá. Ekki má heldur gleyma sumarbústöðunum sem eru vel yfir fimm þúsund talsins. Það má því ætla að fólksfjöldi á svæðinu tvöfaldist þegar mest lætur og verði yfir 40 þúsunda manns. Þegar veðrið er gott líkt og hefur verið í sumar má gera ráð fyrir að þessi mikli fjöldi fólks sé í umdæmi Árnessýslu í margar vikur. Fyrir allan þennan fjölda standa aðeins fimm sjúkraflutningamenn vaktina hverju sinni eða tvær áhafnir á tvo sjúkrabíla, ásamt einum varðstjóra til stuðnings og eru áhafnirnar staðsettar á starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) á Selfossi. Það má velta því fyrir sér hvort að sá mannskapur sé nægur til að sinna öllum mannfjöldanum á svæðinu og hvort að eðlilegt sé að hann sé allur staðsettur á Selfossi? Tvöföldun á fjölda útkalla í Árnessýslu Frá 2007 hafa verið tveir fullmannaðir sjúkrabílar á sólarhringsvakt í Árnessýslu. Þá var íbúafjöldi 14.400 og fjöldi ferðamanna ekki nálægt því sem hann er í dag. Útköllum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Sem dæmi voru þau alls 1.656 árið 2011, 2.259 árið 2015 og 3.431 árið 2022. Þetta er meira en tvöföldun útkalla á ellefu árum en ennþá eru bara tveir fullmannaðir sjúkrabílar í allri sýslunni. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa verið 2.144 útköll sem er aukning, samanborið við árið í fyrra. Það sem er þó mest sláandi er að í júní voru útköll umfram mannaða bíla, 46 klukkustundir. Það þýðir að í 46 klukkustundir var ekki hægt að kalla á aðstoð þar sem ekki var mannaður sjúkrabíll til staðar. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti. Ef horft er í íbúafjölda Árnessýslu má sjá að 85% íbúa eru í innan við 15 mínútna akstri fyrir sjúkrabíl. Ef útkall kemur úr uppsveitum Árnessýslu getur viðbragðstíminn verið mun lengri eða allt að 40 mínútur. Á því svæði eru einmitt stærstu tjaldsvæðin, sumarhúsabyggðir og fjölförnustu ferðamannastaðir landsins. Í dag og í raun frá árinu 2011 hefur sjúkrabíll þó ekki verið fyrsta viðbragð í uppsveitum ef upp kemur alvarlegt slys. Frá árinu 2011 hefur verið í gildi samningur við Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum um vettvangshjálp. Samningurinn felur í sér að Bf. Eyvindur hefur til taks hóp vettvangsliða sem getur brugðist við ef HSu óskar eftir aðstoð. Sjálfboðaliðar sinna því oft fyrsta viðbragði í alvarlegum útköllum, því miður er þó aldrei öruggt að einhver úr hóp sjálfboðaliða geti mætt á vettvang til að sinna sjúklingi þar til sjúkrabíll kemur á staðinn. Einn sjúkrabíll á vakt í lengri tíma Með aukningu innlendra og erlenda ferðamanna hefur útköllum fjölgað jafn og þétt og er tímalengd hvers útkalls mjög breytileg. Sjúkraflutningar þurfa jafnvel að fara í útköll inn á hálendi, t.d. í Kerlingarfjöll og á afrétti en útköll þangað taka að lágmarki 3 tíma og er þá aðeins einn sjúkrabíll á vakt fyrir allt svæði Árnessýslu í önnur útköll. Í Rangárvallasýslu er svo einn sjúkrabíll á vakt og fari hann í útkall til Reykjavíkur eða inn á hálendi stendur starfsstöðin á Selfossi vaktina fyrir Rangárvallasýslu á meðan í viðbót við Árnessýsluna. Hugsa nýjar leiðir Þingvallaþjóðgarður ákvað að fara nýjar leiðir til að tryggja öryggi gesta í þjóðgarðinum. Stofnunin gerði samning við HSu um að staðsettur væri bráðaliði með ökutæki og viðeigandi búnað til að sinna fyrsta viðbragði á svæðinu. Þessi lausn léttir töluvert undir sjúkraflutningum þó þeir verði að bragðast við og sækja sjúkling þegar um alvarlegt atvik er að ræða. Sjúklingur hefur á meðan fengið skjót og fagleg viðbrögð frá sérfræðingi sem getur undirbúið hann fyrir flutning. Ljóst er að mikið álag er á sjúkraflutningum í Árnessýslu. Yfirvöld þurfa að bregðast hratt við og að tryggja að sjúkraflutningar geti bæði brugðist skjótt við og tryggt að sjúkrabíll sé ávallt til taks á svæðinu þegar þörf er á. Það telst varla boðlegt að bíða eftir aðstoð í neyð, í 40 mínútur á fjölförnum stöðum líkt og við Geysi eða Gullfoss. Hvað þá að sjúkrabíll sé ekki til taks í 46 klukkustundir líkt og gerðist í júní sl. Það er mat undirritaðs að þörf sé á þriðja fullmannaða sjúkrabílnum á svæðinu og prófa leið Þingvallarþjóðgarðs á fleiri stöðum, í stað sjálfboðaliða, til að tryggja styttra viðbragð í neyð. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun