Skoðun

Við þurfum ekki á hval­veiðum að halda

Hera Hilmarsdóttir skrifar

Við þurfum ekki á hvalveiðum að halda.

Af hverju stundum við þá hvalveiðar?

Við þurfum ekki á hvalveiðum að halda.

Við lifum ekki á hvalkjöti.

Við þurfum ekki á hvalveiðum að halda.

Þjóð okkar stendur ekki og fellur með þessum iðnaði.

Við þurfum ekki á hvalveiðum að halda.

Við þurfum á hvölum að halda.

Hvalir dreifa næringarefni um höf heimsins.

Hvalir næra svif, litlu lífverurnar í hafinu

og saman búa allar lífverur hafsins til helming af súrefni jarðar.

Við þurfum á þeim að halda.

Við þurfum á súrefni að halda.

Við þurfum ekki á hvalveiðum að halda.

Við þurfum lifandi náttúru

fjölbreytta náttúru

sem heldur okkur á lífi.

Fæðir okkur og nærir.

Við þurfum ekki á hvalveiðum að halda.

Við þurfum samlíf

með náttúru okkar

lífríki

og öðrum lifandi jarðarbúum.

Framtíð

fyrir börnin okkar

sjálfbær störf

fyrir þjóðina okkar.

Hvalir eru þjóðinni meira virði

lifandi

en dauðir.

Af hverju getur ekki tíminn núna

verið tíminn

þar sem við ákveðum

að hætta hvalveiðum?

Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld á Hvala Gala viðburðinum, Hvalasafninu Granda!

FILM Gala-heimildarmyndir um hvali byrja kl.17 og leiða inn í kvöld stútfullt af tónlistaratriðum frá kl.20. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir.

Þökkum allan stuðning og hvetjum fólk að halda áfram að afla sér upplýsinga um hvali og afleiðinga hvalveiða, sem og deila þeim með vinum og vandamönnum.

Hver rödd skiptir máli.

Hera


Tengdar fréttir

Litlir karlar drepa ljúfa risa

Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni á eftir frænku sinni, steypireyðinni. Hún er skíðishvalur sem nærist að mestu á svifkrabbadýrum. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á 45 km/klst hraða.

Reikistjörnur

Sjón skrifar um hvalveiðar Íslendinga.

Hvalasöngur

Íris Ásmundardóttir dansari fjallar um hvalveiðar Íslendinga.




Skoðun

Sjá meira


×