Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 15:37 Ásmundur hefur loksins rofið þögnina. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ segir Ásmundur Einar í yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann hefur ekki svarað spurningum um málið eða veitt viðtöl. En frænkur hans þrjár hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund Einar, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu. Tók upphaflega einarða afstöðu með föður sínum „Ég tók í upphafi deilnanna einarða afstöðu með föður mínum. Engu að síður er langt síðan mér var það ljóst að nærvera mín í þessum ágreiningi gerði hvorki mér, fjölskyldu minni, né öðrum nokkurt gagn. Þess vegna steig ég út úr þessum átökum í eitt skipti fyrir öll fyrir mörgum árum síðan og mun ekki tjá mig um málið á öðrum vettvangi en þeim sem þar til bærir opinberir aðilar kunna mögulega að leita eftir. Ég á mér fyrst og fremst þá einlægu von að þessum fjölskylduharmleik ljúki sem allra fyrst,“ segir Ásmundur Einar. „Enda þótt reynt sé að bendla mig við þetta mál, væntanlega til þess að beina að því sterkara kastljósi en ella, mun ég ekki glæða þá elda sem nú er reynt að kveikja með útskýringum né heldur með því að bera af mér endurteknar rangar sakargiftir. Ég vek athygli á þeirri einföldu staðreynd að ég hef aldrei verið ákærður fyrir ólögmætt athæfi vegna þessara deilna né heldur yfirheyrður vegna einhverra málsatvika,“ segir Ásmundur Einar að lokum. Dalabyggð Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46 Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
„Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ segir Ásmundur Einar í yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann hefur ekki svarað spurningum um málið eða veitt viðtöl. En frænkur hans þrjár hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund Einar, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu. Tók upphaflega einarða afstöðu með föður sínum „Ég tók í upphafi deilnanna einarða afstöðu með föður mínum. Engu að síður er langt síðan mér var það ljóst að nærvera mín í þessum ágreiningi gerði hvorki mér, fjölskyldu minni, né öðrum nokkurt gagn. Þess vegna steig ég út úr þessum átökum í eitt skipti fyrir öll fyrir mörgum árum síðan og mun ekki tjá mig um málið á öðrum vettvangi en þeim sem þar til bærir opinberir aðilar kunna mögulega að leita eftir. Ég á mér fyrst og fremst þá einlægu von að þessum fjölskylduharmleik ljúki sem allra fyrst,“ segir Ásmundur Einar. „Enda þótt reynt sé að bendla mig við þetta mál, væntanlega til þess að beina að því sterkara kastljósi en ella, mun ég ekki glæða þá elda sem nú er reynt að kveikja með útskýringum né heldur með því að bera af mér endurteknar rangar sakargiftir. Ég vek athygli á þeirri einföldu staðreynd að ég hef aldrei verið ákærður fyrir ólögmætt athæfi vegna þessara deilna né heldur yfirheyrður vegna einhverra málsatvika,“ segir Ásmundur Einar að lokum.
Dalabyggð Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46 Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46
Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04