Dalabyggð

Fréttamynd

Yrkjum lífs­gæði í Dölunum

Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk .

Skoðun
Fréttamynd

Björn hafði betur gegn Teiti

Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nánast allir í­búar með að­gang að sér­kjörum

Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir.

Neytendur
Fréttamynd

„Ekki næstum því allir í­búar með þetta app“

Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Á­skorun til Sjúkra­trygginga Ís­lands – hugsum í lausnum

Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn vindmyllugarður án bættra vega

Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig.

Innlent
Fréttamynd

Frestun á af­greiðslu Samgönguáætlunar er fagnaðar­efni

Ástand vega í Dalabyggð er bágborið í öllum samanburði við aðra landshluta og er þar efstur á blaði þessa dagana þjóðvegur 60, Vestfjarðarvegur í gegnum Dali. Nú er komin 22. júlí og ekki er enn farið að leggja slitlag á þá vegbúta sem slitlag var heflað ofan af í vor og þar með var „endurheimtur“ malarvegur á þeim köflum þjóðvegarins sem um ræðir.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er allt búið að vera á floti hérna“

Gífurleg úrkoma hefur verið víða um vestanvert landið síðustu daga. Í Grundarfirði er úrkoman „algerlega fáheyrð“ þar sem úrkoma mældist 227,1 mm frá kl 9 í gær til 9 í dag. Víða hefur flætt yfir tún og vegi. Bóndi í Dölum segir „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hennar nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Sofnaði eftir fjór­tán mínútna akstur og olli banaslysi

Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn.

Innlent
Fréttamynd

Brenna landnámsbæ til kaldra kola í til­rauna­skyni

Haldin verður eldhátíð á Eiríksstöðum í Haukadal frá þeim fimmta júlí til sjöunda og er þétt dagskrá af alls konar eld- og víkingatengdum uppákomum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir umsjónaraðili á Eiríksstöðum segir hátíðina tileinkaða eldi og tilraunafornleifafræði.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til sam­göngu­ráð­herra og vega­mála­stjóra

Við undirrituð, ferðaþjónar í Dölum viljum koma á framfæri hvernig ástand á vegi 60 koma við okkur. Sökum ónýtrar klæðningar á vegi, hefur nú verið tekið til þess ráðs hjá Vegagerðinni að mylja klæðninguna niður á feykistórum kafla í Dalabyggð á vegi 60, Vestfjarðavegi. Afgangurinn er allur meira og minna að molna niður.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíð Dalanna heillar

Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu póst­húsum vítt og breitt um land lokað í sumar

Til stendur að loka tíu pósthúsum Póstsins í sumar. Um er að ræða fjögur pósthús á Austfjörðum, fjögur á Norðurlandi, eitt á Vesturlandi og eitt á Vestfjörðum. Sendingar verða í staðinn afgreiddar af bílstjórum póstbíla og í póstboxum.

Innlent
Fréttamynd

Þarf stór­slys til ...

... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar?

Skoðun
Fréttamynd

Vega­gerð á villi­götum

Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað.

Skoðun
Fréttamynd

Þreytt á Kram­búðinni í and­dyri Vest­fjarða

Sveitar­stjóri Dala­byggðar segist vera ó­sáttur við svör Sam­kaupa um rekstur verslunar í Búðar­dal. Sveitar­stjórn hefur skorað á Sam­kaup að opna þar dag­vöru­verslun í stað Kram­búðarinnar. For­svars­menn Sam­kaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitar­stjórn á mið­viku­dag.

Innlent