Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 21:01 Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Umhverfisráðherra segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málum sjókvíaeldis og segir að tekið verði fastar utan um málaflokkinn í frumvarpi sem lagt verði fram á næsta þingi. Meginreglan sé sú að „skussinn borgi brúsann.“ Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar að félagar í Veiðifélagi Miðfjarðarár hefðu, í samráði við hagsmunaaðila og fiskifræðing, ákveðið að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Magnús Magnússon formaður gagnrýnir seinagang stjórnvalda í að bregðast við ástandinu sem upp er komið en á dögunum fannst eldislax í Haukadalsá, talsvert langt frá virkum sjókvíum. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt,“ sagði Magnús Magnússon. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra tekur undir með Magnúsi að stjórnvöld hafi dregið lappirnar. Svört skýrsla hafi komið út sem unnin var af Ríkisendurskoðun árið 2023 sem varpaði ljósi á vankanta á eftirliti með sjókvíaeldi. „Fyrri ríkisstjórn mistókst gersamlega að bregðast við þeirri skýrslu. Ég held að það velkist enginn í vafa um það lengur að opið sjókvíaeldi og trassaskapur í þessari grein er meiriháttar ógn við íslenska laxastofna. Ef við setjum þessari starfsemi miklu skýrari skorður mun fara fyrir villtu laxastofnunum á Íslandi nákvæmlega eins og hefur farið fyrir þeim til dæmis í Noregi og víðar í heim. Pólitíkin getur ekki horft þegjandi upp á það,“ segir Jóhann Páll. Mikið í húfi Hann segir að unnið sé að því að rekja þá eldislaxa sem fundust í Haukadalsá svo hægt sé að staðfesta með óyggjandi hætti hvaðan hann kemur. „Ég hef verið í sambandi við umhverfis- og orkustofnun sem gefur út starfsleyfi á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Sú stofnun fer líka með framkvæmd laga um umhverfisábyrgð og ég sem umhverfisráðherra ber ég ábyrgð á því að tryggja að þeim lögum sé fylgt. Meginregla þeirra laga er sú að það er skussinn sem á að borga brúsann. Það er þannig að það á að senda skussanum sem veldur tjóninu reikninginn,“ segir Jóhann Páll. Hver er skussinn? „Nú ætla ég ekki að fella neina dóma hérna í myndverinu. Núna er verið að rekja það hvaðan laxinn kemur, en þetta eru lög sem voru sett árið 2012 og ég er svolítið hissa á því hvað þeim hefur lítið verið beitt, þrátt fyrir að þetta séu í raun mjög skýrar og mikilvægar reglur umhverfisréttarins sem koma fram í þessum lögum. Það er bara mikið í húfi. Það er mikið í húfi fyrir veiðiréttarhafana sem stigu fram og þar af leiðandi fyrir landeigendur og ferðaþjónustu en líka fyrir lífríki Íslands og lífrænan fjölbreytileika,“ segir hann. Ekki hlynntu banni við sjókvíaeldi Jóhann Páll segir atvinnuráðherra munu á næstunni kynna lög sem verða í þingmálaskrá næsta löggjafarþings. Með þeim verði stigin afgerandi skref til að koma skikk á málaflokkinn. Þar verði bæði „gulrætur og kylfur.“ „Ég legg bara mikla áherslu a þessa meginreglu umhverfisréttar um að náttúran njóti vafans. Það hefur ekki verið gert eins og þessi grein hefur verið byggð upp á síðustu árum,“ segir hann. Verður bann við opnu sjókvíaeldi? „Það er ekki eitthvað sem ég ætla að fara að lýsa yfir hér. Það er ekki samstaða um í ríkisstjórn en það sem við hljótum að horfa til eru sterkari hvatar til að tryggja til dæmis að kvíar séu lokaðar eða að það sé ræktaður geldlax. Við hljótum að vilja stefna að því á næstu árum, eftir allt það sem undan er gengið, vegna þess að greinin getur ekki vaxið án betra og skýrara eftirlits og reglna,“ segir hann. Ert þú sjálfur hlynntur slíku banni? „Ég er ekki hlynntur algjöru slíku banni en ég tel að í framtíðinni, þurfi að gefa greininni ákveðinn aðlögunartíma, til þess að beita nútímalegri aðferðum við ræktunina, hvort sem það eru lokaðar kvíar eða geldlax,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra. Sjókvíaeldi Fiskeldi Stangveiði Matvælastofnun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dalabyggð Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar að félagar í Veiðifélagi Miðfjarðarár hefðu, í samráði við hagsmunaaðila og fiskifræðing, ákveðið að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Magnús Magnússon formaður gagnrýnir seinagang stjórnvalda í að bregðast við ástandinu sem upp er komið en á dögunum fannst eldislax í Haukadalsá, talsvert langt frá virkum sjókvíum. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt,“ sagði Magnús Magnússon. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra tekur undir með Magnúsi að stjórnvöld hafi dregið lappirnar. Svört skýrsla hafi komið út sem unnin var af Ríkisendurskoðun árið 2023 sem varpaði ljósi á vankanta á eftirliti með sjókvíaeldi. „Fyrri ríkisstjórn mistókst gersamlega að bregðast við þeirri skýrslu. Ég held að það velkist enginn í vafa um það lengur að opið sjókvíaeldi og trassaskapur í þessari grein er meiriháttar ógn við íslenska laxastofna. Ef við setjum þessari starfsemi miklu skýrari skorður mun fara fyrir villtu laxastofnunum á Íslandi nákvæmlega eins og hefur farið fyrir þeim til dæmis í Noregi og víðar í heim. Pólitíkin getur ekki horft þegjandi upp á það,“ segir Jóhann Páll. Mikið í húfi Hann segir að unnið sé að því að rekja þá eldislaxa sem fundust í Haukadalsá svo hægt sé að staðfesta með óyggjandi hætti hvaðan hann kemur. „Ég hef verið í sambandi við umhverfis- og orkustofnun sem gefur út starfsleyfi á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Sú stofnun fer líka með framkvæmd laga um umhverfisábyrgð og ég sem umhverfisráðherra ber ég ábyrgð á því að tryggja að þeim lögum sé fylgt. Meginregla þeirra laga er sú að það er skussinn sem á að borga brúsann. Það er þannig að það á að senda skussanum sem veldur tjóninu reikninginn,“ segir Jóhann Páll. Hver er skussinn? „Nú ætla ég ekki að fella neina dóma hérna í myndverinu. Núna er verið að rekja það hvaðan laxinn kemur, en þetta eru lög sem voru sett árið 2012 og ég er svolítið hissa á því hvað þeim hefur lítið verið beitt, þrátt fyrir að þetta séu í raun mjög skýrar og mikilvægar reglur umhverfisréttarins sem koma fram í þessum lögum. Það er bara mikið í húfi. Það er mikið í húfi fyrir veiðiréttarhafana sem stigu fram og þar af leiðandi fyrir landeigendur og ferðaþjónustu en líka fyrir lífríki Íslands og lífrænan fjölbreytileika,“ segir hann. Ekki hlynntu banni við sjókvíaeldi Jóhann Páll segir atvinnuráðherra munu á næstunni kynna lög sem verða í þingmálaskrá næsta löggjafarþings. Með þeim verði stigin afgerandi skref til að koma skikk á málaflokkinn. Þar verði bæði „gulrætur og kylfur.“ „Ég legg bara mikla áherslu a þessa meginreglu umhverfisréttar um að náttúran njóti vafans. Það hefur ekki verið gert eins og þessi grein hefur verið byggð upp á síðustu árum,“ segir hann. Verður bann við opnu sjókvíaeldi? „Það er ekki eitthvað sem ég ætla að fara að lýsa yfir hér. Það er ekki samstaða um í ríkisstjórn en það sem við hljótum að horfa til eru sterkari hvatar til að tryggja til dæmis að kvíar séu lokaðar eða að það sé ræktaður geldlax. Við hljótum að vilja stefna að því á næstu árum, eftir allt það sem undan er gengið, vegna þess að greinin getur ekki vaxið án betra og skýrara eftirlits og reglna,“ segir hann. Ert þú sjálfur hlynntur slíku banni? „Ég er ekki hlynntur algjöru slíku banni en ég tel að í framtíðinni, þurfi að gefa greininni ákveðinn aðlögunartíma, til þess að beita nútímalegri aðferðum við ræktunina, hvort sem það eru lokaðar kvíar eða geldlax,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Stangveiði Matvælastofnun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dalabyggð Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira