Frelsið kemur að utan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2023 08:32 Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð. Hopp inn í framtíðina Framkvæmdastjóri Hopp rakti í nýlegu viðtali hvernig fyrirtækið hyggst hasla sér völl á leigubílamarkaði hér á landi. Í viðtalinu lagði hún áherslu á að þjónustan ætti að vera neytendamiðuð, bjóða upp á meira gagnsæi, öryggi og aukið framboði m.a með því að nýta sér hugbúnaðarþróun sem önnur og stærri erlend samgöngufyrirtæki hafa lagt grunn að og þannig gjörbreytt þessari þjónustu. Fyrir örfáum árum síðan var óhugsandi að þessi ágæti framkvæmdastjóri gæti talað með þessum hætti. Lög um leigubílastarfsemi hafa verið mjög íþyngjandi og takmarkandi hérlendis og hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA sem sér um framfylgja EES samningnum ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á brot gegn rétti borgaranna til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi. Viðreisn hefur lengi barist fyrir því að opna þessa löggjöf upp og var því stuðningsmaður frumvarps sem samþykkt var seint á síðasta ári og gekk í gildi 1. apríl sl. Á grunni þeirra laga geta fyrirtæki eins og Hopp veitt samkeppni og stuðlað að framþróun í samgöngumálum samanber þá þróun sem hefur átt sér stað á erlendum mörkuðum sem við berum okkur saman við. Þarf alltaf að vera vín? Annað fyrirtæki, Costco, tilkynnti í vikunni að það hyggist bjóða neytendum vinsæla vöru til afhendingar í vöruhúsi sínu í Garðabæ. Sala á vörunni mun hins vegar einungis fara fram í gegnum netsölu, sem fyrirtækið hefur hingað til bara haft opna fyrir pantanir á glæsilegum afmælistertum og endurnýjun á aðildarkortum. Þetta fyrirtæki er sem sagt að leggja töluverða lykkju á leið sína til þess að bjóða neytendum, sjálfráða fullorðnu fólki á tilteknum aldri, vöru sem það vill kaupa en má hins vegar lögum samkvæmt bara kaupa af hinu opinbera. Það telst þannig til tíðinda að erlend verslunarkeðja sem endurræsti samkeppni hér með innkomu sinni inn á smásölumarkaðinn, svo ekki sé talað um eldsneytismarkaðinn, ætli að verða fyrst til þess að bjóða upp á áfengi í búðum eftir krókaleið. Hlutverk löggjafans er að búa til ramma og treysta fólki til þess að athafna sig innan hans. Eðli málsins samkvæmt eru frjálsir einstaklingar fljótari til að taka framfaraskref og ekki hægt að ætlast til þess að löggjafinn sjái allt fyrir eða sé á undan sinni samtíð. En þegar löggjöf er orðin óvirk í eðli sínu og úrelt þannig að fólk og fyrirtæki hafa fundið leið framhjá henni skiptir máli að bregðast við og aðlaga sig að raunveruleikanum. Áfengislöggjöfin er gott dæmi um þetta. Leiðin sem Costco hefur valið við að bjóða neytendum vöru sem þau vilja kaup er ekki ný, því nokkur fyrirtæki, með brautryðjandann Arnar Sigurðsson vínkaupmann í broddi fylkingar, eru nú þegar að selja neytendum áfengi í gegnum netið. Það sem er nýtt í þessu er kannski helst það að ákallið um að taka fyrir alvöru samtal um breytingar á lögum um áfengissölu er orðið mjög aðkallandi. Það grefur undan samfélagssáttmálanum okkar að viðhalda löggjöf sem er virt að vettugi. Ekki benda á mig Það er hlutverk stjórnmálafólks á hverjum tíma að takast á við erfið verkefni og finna lausn á samfélagslegum áskorunum. En til þess þarf hugrekki og pólitískt þrek og þar virðist hnífurinn sitja fastur í kúnni. Núverandi samsetning ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyrir að pólitískt viðkvæm og flókin mál séu rædd eða ákvarðanir teknar. Nýleg löggjöf um rýmkun á leigubílamarkaði varð að veruleika þrátt fyrir þessa staðreynd og aðallega vegna ávirðinga frá erlendum eftirlitsstofnunum, en ekki vegna þess að gömlu flokkarnir í ríkisstjórninni hafi haft knýjandi þörf til að breyta. Reyndar virðast frelsismál eiga sérlega erfitt uppdráttar við ríkisstjórnarborðið. Þannig má í raun ætla að breytingar á áfengislöggjöfinni séu á endanum orðnar að veruleika með tilkomu bandarísks smásölurisa inn á markaðinn. Enn eina ferðina virðumst við því ætla að vera farþegar í innreið nútímans og láta aðra um að frelsa okkur. Í stað þess að taka ábyrgð, læra af reynslunni og meðtaka hvað raunverulegt frelsi og alvöru samkeppni hefur gefið okkur mikið og gert okkur gott. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð. Hopp inn í framtíðina Framkvæmdastjóri Hopp rakti í nýlegu viðtali hvernig fyrirtækið hyggst hasla sér völl á leigubílamarkaði hér á landi. Í viðtalinu lagði hún áherslu á að þjónustan ætti að vera neytendamiðuð, bjóða upp á meira gagnsæi, öryggi og aukið framboði m.a með því að nýta sér hugbúnaðarþróun sem önnur og stærri erlend samgöngufyrirtæki hafa lagt grunn að og þannig gjörbreytt þessari þjónustu. Fyrir örfáum árum síðan var óhugsandi að þessi ágæti framkvæmdastjóri gæti talað með þessum hætti. Lög um leigubílastarfsemi hafa verið mjög íþyngjandi og takmarkandi hérlendis og hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA sem sér um framfylgja EES samningnum ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á brot gegn rétti borgaranna til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi. Viðreisn hefur lengi barist fyrir því að opna þessa löggjöf upp og var því stuðningsmaður frumvarps sem samþykkt var seint á síðasta ári og gekk í gildi 1. apríl sl. Á grunni þeirra laga geta fyrirtæki eins og Hopp veitt samkeppni og stuðlað að framþróun í samgöngumálum samanber þá þróun sem hefur átt sér stað á erlendum mörkuðum sem við berum okkur saman við. Þarf alltaf að vera vín? Annað fyrirtæki, Costco, tilkynnti í vikunni að það hyggist bjóða neytendum vinsæla vöru til afhendingar í vöruhúsi sínu í Garðabæ. Sala á vörunni mun hins vegar einungis fara fram í gegnum netsölu, sem fyrirtækið hefur hingað til bara haft opna fyrir pantanir á glæsilegum afmælistertum og endurnýjun á aðildarkortum. Þetta fyrirtæki er sem sagt að leggja töluverða lykkju á leið sína til þess að bjóða neytendum, sjálfráða fullorðnu fólki á tilteknum aldri, vöru sem það vill kaupa en má hins vegar lögum samkvæmt bara kaupa af hinu opinbera. Það telst þannig til tíðinda að erlend verslunarkeðja sem endurræsti samkeppni hér með innkomu sinni inn á smásölumarkaðinn, svo ekki sé talað um eldsneytismarkaðinn, ætli að verða fyrst til þess að bjóða upp á áfengi í búðum eftir krókaleið. Hlutverk löggjafans er að búa til ramma og treysta fólki til þess að athafna sig innan hans. Eðli málsins samkvæmt eru frjálsir einstaklingar fljótari til að taka framfaraskref og ekki hægt að ætlast til þess að löggjafinn sjái allt fyrir eða sé á undan sinni samtíð. En þegar löggjöf er orðin óvirk í eðli sínu og úrelt þannig að fólk og fyrirtæki hafa fundið leið framhjá henni skiptir máli að bregðast við og aðlaga sig að raunveruleikanum. Áfengislöggjöfin er gott dæmi um þetta. Leiðin sem Costco hefur valið við að bjóða neytendum vöru sem þau vilja kaup er ekki ný, því nokkur fyrirtæki, með brautryðjandann Arnar Sigurðsson vínkaupmann í broddi fylkingar, eru nú þegar að selja neytendum áfengi í gegnum netið. Það sem er nýtt í þessu er kannski helst það að ákallið um að taka fyrir alvöru samtal um breytingar á lögum um áfengissölu er orðið mjög aðkallandi. Það grefur undan samfélagssáttmálanum okkar að viðhalda löggjöf sem er virt að vettugi. Ekki benda á mig Það er hlutverk stjórnmálafólks á hverjum tíma að takast á við erfið verkefni og finna lausn á samfélagslegum áskorunum. En til þess þarf hugrekki og pólitískt þrek og þar virðist hnífurinn sitja fastur í kúnni. Núverandi samsetning ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyrir að pólitískt viðkvæm og flókin mál séu rædd eða ákvarðanir teknar. Nýleg löggjöf um rýmkun á leigubílamarkaði varð að veruleika þrátt fyrir þessa staðreynd og aðallega vegna ávirðinga frá erlendum eftirlitsstofnunum, en ekki vegna þess að gömlu flokkarnir í ríkisstjórninni hafi haft knýjandi þörf til að breyta. Reyndar virðast frelsismál eiga sérlega erfitt uppdráttar við ríkisstjórnarborðið. Þannig má í raun ætla að breytingar á áfengislöggjöfinni séu á endanum orðnar að veruleika með tilkomu bandarísks smásölurisa inn á markaðinn. Enn eina ferðina virðumst við því ætla að vera farþegar í innreið nútímans og láta aðra um að frelsa okkur. Í stað þess að taka ábyrgð, læra af reynslunni og meðtaka hvað raunverulegt frelsi og alvöru samkeppni hefur gefið okkur mikið og gert okkur gott. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun