Af hvölum og kvölum Steingrímur Benediktsson skrifar 15. júní 2023 08:00 Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum. Það sem ætti að vekja athygli við lesturinn er að aflífun á þessum 50 – 60 tonna þungu dýrum gengur yfirleitt fljótt. Auðvitað er þarna verið að veiða villt dýr í óhaminni náttúru og við veiðar í slíkum aðstæðum verða óhjákvæmilega slys. Umræða um skýrsluna hefur enda beinst mest að tveimur tilfellum þar sem vissulega tókst illa til. Hugsanlega má skýra þessi tilfelli með einhverjum hætti og bæta úr. Þegar gögn frá fyrri vertíðum eru skoðuð, kemur nefnilega í ljós að yfirleitt hefur aflífun hvalanna gengið hratt fyrir sig. Við umfjöllun um hvalveiðar mætti einnig hafa eftirfarandi í huga: Ísland er eyja langt úti í N-Atlandshafi. Undan ströndum landsins mætast kaldir og hlýir hafstraumar. Þeir mynda lífrænan suðupott sem er undirstaða gríðarlegs lífríkis. Það stendur undir stofnum fiska og sjávarspendýra sem eru mjög stórir miðað við það sem þekkist víðast í heimshöfunum. Þessar aðstæður eru framandi flestum öðrum jarðarbúum og þá einnig aðferðir við veiðar og verkun. Lengst af lifðu Íslendingar af því sem hafið gaf. Vissulega var það mest fiskur, þar sem við réðum ekki yfir fjármagni, tækni eða aðstöðu til að nýta stærri skepnur eins og hvali. Þetta breyttist um miðja síðustu öld og til varð atvinnugrein sem byggði á veiðum stórhvela. Það er margstaðfest að hvalveiðar Íslendinga eru algerlega sjálfbærar. Veiðarnar eru fjarri því að vera sú rányrkja sem tíðkaðist hér við land og víðar, fyrr á tímum þegar afurðir hvala komu til dæmis í stað jarðolíu og plasts. Nú er það kjötið sem er aðalafurðin. Fæst það staðfest ef gluggað er í erlenda fjölmiðla að markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Hvalveiðar eru því sjálfstæð og sjálfbær atvinnugrein sem geta veitt um 150 vel launuð störf á hverri vertíð og dregið um leið gjaldeyri í þjóðarbúið. Hvalveiðar gefa einnig af sér þekkingu. Hvalveiðimenn hafa fengið skammir fyrir að veiða sjaldgæfa blendinga steypi- og langreyða. Óvíst er að þessir blendingar væru þekktir nema af því að þeir voru veiddir! Vísindamenn hafa líka unnið í kringum veiðarnar og í Hvalstöðinni við rannsóknir á vistfræði, erfðafræði og líffæra- og lífeðlisfræði hvala og skilað vísindalegum fróðleik sem aðeins er hægt að ná með því að skoða skepnurnar. Að endingu má nefna að tækni og vinnubrögð við veiðar og vinnslu stórhvela er merkileg. Hvalbátarnir eru gufuknúnir og eins spil og sagir á skurðarplani. Lifir þar tækni sem var ráðandi við að knýja vélar alveg frá iðnbyltingu og vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við að flensa hvalina eru einstæð. Að leggja af hvalveiðar er misráðið. Þar með hyrfi sjálfbær og sögulega merkileg atvinnugrein sem gefur samfélaginu tekjur, varðveitir verkkunnáttu og er í raun hluti af menningu veiðisamfélags við heimskautsbaug. Höfundur er líffræðikennari og hefur einnig unnið hjá Hval hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum. Það sem ætti að vekja athygli við lesturinn er að aflífun á þessum 50 – 60 tonna þungu dýrum gengur yfirleitt fljótt. Auðvitað er þarna verið að veiða villt dýr í óhaminni náttúru og við veiðar í slíkum aðstæðum verða óhjákvæmilega slys. Umræða um skýrsluna hefur enda beinst mest að tveimur tilfellum þar sem vissulega tókst illa til. Hugsanlega má skýra þessi tilfelli með einhverjum hætti og bæta úr. Þegar gögn frá fyrri vertíðum eru skoðuð, kemur nefnilega í ljós að yfirleitt hefur aflífun hvalanna gengið hratt fyrir sig. Við umfjöllun um hvalveiðar mætti einnig hafa eftirfarandi í huga: Ísland er eyja langt úti í N-Atlandshafi. Undan ströndum landsins mætast kaldir og hlýir hafstraumar. Þeir mynda lífrænan suðupott sem er undirstaða gríðarlegs lífríkis. Það stendur undir stofnum fiska og sjávarspendýra sem eru mjög stórir miðað við það sem þekkist víðast í heimshöfunum. Þessar aðstæður eru framandi flestum öðrum jarðarbúum og þá einnig aðferðir við veiðar og verkun. Lengst af lifðu Íslendingar af því sem hafið gaf. Vissulega var það mest fiskur, þar sem við réðum ekki yfir fjármagni, tækni eða aðstöðu til að nýta stærri skepnur eins og hvali. Þetta breyttist um miðja síðustu öld og til varð atvinnugrein sem byggði á veiðum stórhvela. Það er margstaðfest að hvalveiðar Íslendinga eru algerlega sjálfbærar. Veiðarnar eru fjarri því að vera sú rányrkja sem tíðkaðist hér við land og víðar, fyrr á tímum þegar afurðir hvala komu til dæmis í stað jarðolíu og plasts. Nú er það kjötið sem er aðalafurðin. Fæst það staðfest ef gluggað er í erlenda fjölmiðla að markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Hvalveiðar eru því sjálfstæð og sjálfbær atvinnugrein sem geta veitt um 150 vel launuð störf á hverri vertíð og dregið um leið gjaldeyri í þjóðarbúið. Hvalveiðar gefa einnig af sér þekkingu. Hvalveiðimenn hafa fengið skammir fyrir að veiða sjaldgæfa blendinga steypi- og langreyða. Óvíst er að þessir blendingar væru þekktir nema af því að þeir voru veiddir! Vísindamenn hafa líka unnið í kringum veiðarnar og í Hvalstöðinni við rannsóknir á vistfræði, erfðafræði og líffæra- og lífeðlisfræði hvala og skilað vísindalegum fróðleik sem aðeins er hægt að ná með því að skoða skepnurnar. Að endingu má nefna að tækni og vinnubrögð við veiðar og vinnslu stórhvela er merkileg. Hvalbátarnir eru gufuknúnir og eins spil og sagir á skurðarplani. Lifir þar tækni sem var ráðandi við að knýja vélar alveg frá iðnbyltingu og vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við að flensa hvalina eru einstæð. Að leggja af hvalveiðar er misráðið. Þar með hyrfi sjálfbær og sögulega merkileg atvinnugrein sem gefur samfélaginu tekjur, varðveitir verkkunnáttu og er í raun hluti af menningu veiðisamfélags við heimskautsbaug. Höfundur er líffræðikennari og hefur einnig unnið hjá Hval hf.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun