Gott frelsisskref – svo þarf að stíga fleiri Ólafur Stephensen skrifar 14. júní 2023 17:31 Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Það er verulegt fagnaðarefni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skuli hafa gefið skýra yfirlýsingu um að innlend netverzlun með áfengi sé lögleg – enda væri fráleitt að það væri löglegt að panta áfengi á netinu frá erlendum vefverzlunum, en ólöglegt að kaupa af innlendum aðilum með sama hætti. Dómsmálaráðuneytið hefur hingað til ekki verið fáanlegt til að staðfesta lögmæti innlendrar netverzlunar við Félag atvinnurekenda. Hér er svarið hins vegar loksins komið og yfirlýsing dómsmálaráðherra er til marks um ánægjulega afstöðubreytingu og stórt skref í átt til raunverulegs viðskiptafrelsis á áfengismarkaði. Nú ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að aðrar verzlanakeðjur á almennum smásölumarkaði fylgi í kjölfarið, eins og forsvarsmenn Hagkaupa hafa þegar boðað. Í framhaldinu er orðið afar brýnt að gera breytingar á áfengislöggjöfinni, sem er orðin úrelt og úr takti við raunveruleikann. Fyrir það fyrsta blasir við að almennir neytendur munu upp til hópa nota þá þægilegu þjónustu að kippa áfenginu sínu með um leið og þeir sækja aðrar nauðsynjar í stórmarkaðinn. Stór hluti áfengisviðskipta mun þannig færast yfir til einkageirans. Þá er komin upp sú staða að ríkið stendur í umfangsmiklum, dýrum og allsendis óþörfum verzlunarrekstri í samkeppni við einkafyrirtæki. Það liggur beint við að leggja Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins niður um leið og aðrar nauðsynlegar breytingar verða gerðar á áfengislöggjöfinni. Áfengislögin eru í dag skýr um að öðrum en ríkinu sé óheimilt að reka hefðbundna smásölu áfengis. Hún fer engu að síður víða fram, til dæmis í vegasjoppum með vínveitingaleyfi, í 10-11 búðinni í Leifsstöð og í gegnum fjölda vínklúbba sem neytendum býðst að ganga í. Það liggur beint við að hætta tvískinnungnum og leyfa einfaldlega sölu áfengis í matvörubúðum. Loks eru áfengisauglýsingar líka bannaðar samkvæmt áfengislöggjöfinni. Þrátt fyrir það eru auglýsingar um áfengi út um allt í fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfi okkar. Er betra að hafa engar reglur? Starfsemi, sem þannig er bönnuð samkvæmt laganna hljóðan, fer engu að síður fram fyrir allra augum. Það veldur engri almennri hneykslan í samfélaginu, enda er um ósköp eðlilega viðskiptahætti að ræða, sem tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Löggjöfin er hins vegar orðin stórlega úr takti við veruleikann. Stjórnvöld framfylgja henni ekki – sem segir okkur líka að hún er komin úr takti við almenna réttarvitund. Engu að síður eru alþingismenn gjörsamlega ófáanlegir til að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, sem er augljóslega orðin brýn. Í þeirri afstöðu felst fáránleg hræsni og hún er ekki líkleg til að verða til eflingar lýðheilsu, þótt oft sé vísað til slíkra sjónarmiða þegar stjórnmálamenn lýsa sig andvíga breytingum á löggjöfinni. Áfengislöggjöfin gengur nefnilega út frá því að starfsemi á borð við netsölu áfengis, hefðbundna smásölu og áfengisauglýsingar sé ekki til. Fyrir vikið gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Það er óhætt að segja að á áfengismarkaðnum ríki ástand sem kenna má við villta vestrið – og með ákvörðun Costco má segja að villta vestrið stækki verulega. Sá fjöldi fyrirtækja sem starfar á áfengismarkaði, við framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis, á heimtingu á því að stjórnvöld eyði réttaróvissu og taki áfengislöggjöfina til gagngerrar endurskoðunar. Löggjöfin á að endurspegla raunveruleikann í viðskiptum með þessa vöru eins og aðrar. Út frá lýðheilsusjónarmiðunum hlýtur að vera betra að löggjöfin nái yfir starfsemi sem nú þegar fer fram án athugasemda af hálfu yfirvalda, en að Alþingi stingi höfðinu í sandinn og leyfi núverandi ástandi að viðgangast. Nú er einfaldlega komið nóg af þessum skrípaleik. Múrar ríkiseinokunar hafa verið brotnir niður og verða ekki reistir á ný. Alþingi getur kosið að reyna að hafa áhrif á þróunina eða að halda áfram að loka augunum fyrir henni. Þegar þingið kemur saman í haust á að samþykkja skynsamlegar og eðlilegar breytingar á áfengislöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Verslun Ólafur Stephensen Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Það er verulegt fagnaðarefni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skuli hafa gefið skýra yfirlýsingu um að innlend netverzlun með áfengi sé lögleg – enda væri fráleitt að það væri löglegt að panta áfengi á netinu frá erlendum vefverzlunum, en ólöglegt að kaupa af innlendum aðilum með sama hætti. Dómsmálaráðuneytið hefur hingað til ekki verið fáanlegt til að staðfesta lögmæti innlendrar netverzlunar við Félag atvinnurekenda. Hér er svarið hins vegar loksins komið og yfirlýsing dómsmálaráðherra er til marks um ánægjulega afstöðubreytingu og stórt skref í átt til raunverulegs viðskiptafrelsis á áfengismarkaði. Nú ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að aðrar verzlanakeðjur á almennum smásölumarkaði fylgi í kjölfarið, eins og forsvarsmenn Hagkaupa hafa þegar boðað. Í framhaldinu er orðið afar brýnt að gera breytingar á áfengislöggjöfinni, sem er orðin úrelt og úr takti við raunveruleikann. Fyrir það fyrsta blasir við að almennir neytendur munu upp til hópa nota þá þægilegu þjónustu að kippa áfenginu sínu með um leið og þeir sækja aðrar nauðsynjar í stórmarkaðinn. Stór hluti áfengisviðskipta mun þannig færast yfir til einkageirans. Þá er komin upp sú staða að ríkið stendur í umfangsmiklum, dýrum og allsendis óþörfum verzlunarrekstri í samkeppni við einkafyrirtæki. Það liggur beint við að leggja Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins niður um leið og aðrar nauðsynlegar breytingar verða gerðar á áfengislöggjöfinni. Áfengislögin eru í dag skýr um að öðrum en ríkinu sé óheimilt að reka hefðbundna smásölu áfengis. Hún fer engu að síður víða fram, til dæmis í vegasjoppum með vínveitingaleyfi, í 10-11 búðinni í Leifsstöð og í gegnum fjölda vínklúbba sem neytendum býðst að ganga í. Það liggur beint við að hætta tvískinnungnum og leyfa einfaldlega sölu áfengis í matvörubúðum. Loks eru áfengisauglýsingar líka bannaðar samkvæmt áfengislöggjöfinni. Þrátt fyrir það eru auglýsingar um áfengi út um allt í fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfi okkar. Er betra að hafa engar reglur? Starfsemi, sem þannig er bönnuð samkvæmt laganna hljóðan, fer engu að síður fram fyrir allra augum. Það veldur engri almennri hneykslan í samfélaginu, enda er um ósköp eðlilega viðskiptahætti að ræða, sem tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Löggjöfin er hins vegar orðin stórlega úr takti við veruleikann. Stjórnvöld framfylgja henni ekki – sem segir okkur líka að hún er komin úr takti við almenna réttarvitund. Engu að síður eru alþingismenn gjörsamlega ófáanlegir til að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, sem er augljóslega orðin brýn. Í þeirri afstöðu felst fáránleg hræsni og hún er ekki líkleg til að verða til eflingar lýðheilsu, þótt oft sé vísað til slíkra sjónarmiða þegar stjórnmálamenn lýsa sig andvíga breytingum á löggjöfinni. Áfengislöggjöfin gengur nefnilega út frá því að starfsemi á borð við netsölu áfengis, hefðbundna smásölu og áfengisauglýsingar sé ekki til. Fyrir vikið gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Það er óhætt að segja að á áfengismarkaðnum ríki ástand sem kenna má við villta vestrið – og með ákvörðun Costco má segja að villta vestrið stækki verulega. Sá fjöldi fyrirtækja sem starfar á áfengismarkaði, við framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis, á heimtingu á því að stjórnvöld eyði réttaróvissu og taki áfengislöggjöfina til gagngerrar endurskoðunar. Löggjöfin á að endurspegla raunveruleikann í viðskiptum með þessa vöru eins og aðrar. Út frá lýðheilsusjónarmiðunum hlýtur að vera betra að löggjöfin nái yfir starfsemi sem nú þegar fer fram án athugasemda af hálfu yfirvalda, en að Alþingi stingi höfðinu í sandinn og leyfi núverandi ástandi að viðgangast. Nú er einfaldlega komið nóg af þessum skrípaleik. Múrar ríkiseinokunar hafa verið brotnir niður og verða ekki reistir á ný. Alþingi getur kosið að reyna að hafa áhrif á þróunina eða að halda áfram að loka augunum fyrir henni. Þegar þingið kemur saman í haust á að samþykkja skynsamlegar og eðlilegar breytingar á áfengislöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun