Maður og bolti Ólafur Arnar Jónsson skrifar 14. júní 2023 13:31 Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar. Frá því að byrjað var að virkja Þjórsá hefur laxastofninn í ánni fjórfaldast og er nú sá stærsti á landinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem raktar voru í grein hér á Vísi fyrir skemmstu. Auk þess sem þar kom fram má nefna hlut Veiðifélags Þjórsár. Veiðifélagið hefur jafnan gert miklar kröfur til Landsvirkjunar um búnað, hönnun og skipulag svo fiskur og seiði eigi greiða leið upp og niður ána á virkjanasvæðunum. Sá metnaður hefur borið þennan góða árangur sem að framan greinir. Hvammsvirkjun engin undantekning Hvammsvirkjun er þarna engin undantekning. Meðfram hönnun virkjunarinnar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir til að tryggja áframhaldandi góða fiskigengd. Margir umhverfisþættir verða svo vaktaðir áfram, bæði fyrir og eftir gangsetningu. Nú ber hins vegar svo við að stjórnarmaður í Veiðifélaginu vegur illa að starfsheiðri dr. Sigurðar Guðjónssonar, fiskifræðings. Í grein Jóns Árna Vignissonar sem birtist í gær segir beinlínis að sérfræðiþekking Sigurðar sé einskis virði, hann sé aðeins að „greiða leið stórfyrirtækja.“ Jón Árni virðist komast að þessari niðurstöðu vegna þess að Sigurður hafi starfað fyrir Hafrannsóknastofnun áður en hann kom til starfa fyrir Landsvirkjun. Megnið af sinni starfsævi starfaði dr. Sigurður hjá Veiðimálastofnun og eftir sameiningu stofnananna varð hann forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann lét af störfum þar árið 2021. Dr. Sigurður hefur sem sagt rannsakað og stýrt rannsóknum á fiskistofnum áratugum saman. Það er ljóst að fengur er að fræðimanni með slíka reynslu og þekkingu í umhverfisrannsóknateymi Landsvirkjunar en þar hefur hann starfað síðastliðið ár við góðan orðstír. Fagleg umræða mikils virði Landsvirkjun tekur allri málefnalegri gagnrýni fagnandi. Dylgjur um annarleg sjónarmið sérfræðinga falla ekki í þann flokk og óskandi að hægt sé að halda umræðunni á faglegri nótum. Um 40% af laxastofninum í Þjórsá eru veidd í net fyrir neðan virkjanir á ári hverju. Veiðifélag Þjórsár hefur því uppskorið margfalda veiði vegna þeirrar miklu áherslu sem Landsvirkjun hefur lagt á að búa vel að fiskistofnum árinnar samhliða uppbyggingu virkjana gegnum tíðina. Hvammsvirkjun verður engin undantekning og alveg óþarfi að vega að heiðri reynslumikilla fræðimanna í þeim skoðanaskiptum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér umgjörð framkvæmdarinnar, þá bendi ég á vefsíðuna: landsvirkjun.is/hvammsvirkjun Höfundur er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar. Frá því að byrjað var að virkja Þjórsá hefur laxastofninn í ánni fjórfaldast og er nú sá stærsti á landinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem raktar voru í grein hér á Vísi fyrir skemmstu. Auk þess sem þar kom fram má nefna hlut Veiðifélags Þjórsár. Veiðifélagið hefur jafnan gert miklar kröfur til Landsvirkjunar um búnað, hönnun og skipulag svo fiskur og seiði eigi greiða leið upp og niður ána á virkjanasvæðunum. Sá metnaður hefur borið þennan góða árangur sem að framan greinir. Hvammsvirkjun engin undantekning Hvammsvirkjun er þarna engin undantekning. Meðfram hönnun virkjunarinnar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir til að tryggja áframhaldandi góða fiskigengd. Margir umhverfisþættir verða svo vaktaðir áfram, bæði fyrir og eftir gangsetningu. Nú ber hins vegar svo við að stjórnarmaður í Veiðifélaginu vegur illa að starfsheiðri dr. Sigurðar Guðjónssonar, fiskifræðings. Í grein Jóns Árna Vignissonar sem birtist í gær segir beinlínis að sérfræðiþekking Sigurðar sé einskis virði, hann sé aðeins að „greiða leið stórfyrirtækja.“ Jón Árni virðist komast að þessari niðurstöðu vegna þess að Sigurður hafi starfað fyrir Hafrannsóknastofnun áður en hann kom til starfa fyrir Landsvirkjun. Megnið af sinni starfsævi starfaði dr. Sigurður hjá Veiðimálastofnun og eftir sameiningu stofnananna varð hann forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann lét af störfum þar árið 2021. Dr. Sigurður hefur sem sagt rannsakað og stýrt rannsóknum á fiskistofnum áratugum saman. Það er ljóst að fengur er að fræðimanni með slíka reynslu og þekkingu í umhverfisrannsóknateymi Landsvirkjunar en þar hefur hann starfað síðastliðið ár við góðan orðstír. Fagleg umræða mikils virði Landsvirkjun tekur allri málefnalegri gagnrýni fagnandi. Dylgjur um annarleg sjónarmið sérfræðinga falla ekki í þann flokk og óskandi að hægt sé að halda umræðunni á faglegri nótum. Um 40% af laxastofninum í Þjórsá eru veidd í net fyrir neðan virkjanir á ári hverju. Veiðifélag Þjórsár hefur því uppskorið margfalda veiði vegna þeirrar miklu áherslu sem Landsvirkjun hefur lagt á að búa vel að fiskistofnum árinnar samhliða uppbyggingu virkjana gegnum tíðina. Hvammsvirkjun verður engin undantekning og alveg óþarfi að vega að heiðri reynslumikilla fræðimanna í þeim skoðanaskiptum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér umgjörð framkvæmdarinnar, þá bendi ég á vefsíðuna: landsvirkjun.is/hvammsvirkjun Höfundur er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar