Maður og bolti Ólafur Arnar Jónsson skrifar 14. júní 2023 13:31 Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar. Frá því að byrjað var að virkja Þjórsá hefur laxastofninn í ánni fjórfaldast og er nú sá stærsti á landinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem raktar voru í grein hér á Vísi fyrir skemmstu. Auk þess sem þar kom fram má nefna hlut Veiðifélags Þjórsár. Veiðifélagið hefur jafnan gert miklar kröfur til Landsvirkjunar um búnað, hönnun og skipulag svo fiskur og seiði eigi greiða leið upp og niður ána á virkjanasvæðunum. Sá metnaður hefur borið þennan góða árangur sem að framan greinir. Hvammsvirkjun engin undantekning Hvammsvirkjun er þarna engin undantekning. Meðfram hönnun virkjunarinnar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir til að tryggja áframhaldandi góða fiskigengd. Margir umhverfisþættir verða svo vaktaðir áfram, bæði fyrir og eftir gangsetningu. Nú ber hins vegar svo við að stjórnarmaður í Veiðifélaginu vegur illa að starfsheiðri dr. Sigurðar Guðjónssonar, fiskifræðings. Í grein Jóns Árna Vignissonar sem birtist í gær segir beinlínis að sérfræðiþekking Sigurðar sé einskis virði, hann sé aðeins að „greiða leið stórfyrirtækja.“ Jón Árni virðist komast að þessari niðurstöðu vegna þess að Sigurður hafi starfað fyrir Hafrannsóknastofnun áður en hann kom til starfa fyrir Landsvirkjun. Megnið af sinni starfsævi starfaði dr. Sigurður hjá Veiðimálastofnun og eftir sameiningu stofnananna varð hann forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann lét af störfum þar árið 2021. Dr. Sigurður hefur sem sagt rannsakað og stýrt rannsóknum á fiskistofnum áratugum saman. Það er ljóst að fengur er að fræðimanni með slíka reynslu og þekkingu í umhverfisrannsóknateymi Landsvirkjunar en þar hefur hann starfað síðastliðið ár við góðan orðstír. Fagleg umræða mikils virði Landsvirkjun tekur allri málefnalegri gagnrýni fagnandi. Dylgjur um annarleg sjónarmið sérfræðinga falla ekki í þann flokk og óskandi að hægt sé að halda umræðunni á faglegri nótum. Um 40% af laxastofninum í Þjórsá eru veidd í net fyrir neðan virkjanir á ári hverju. Veiðifélag Þjórsár hefur því uppskorið margfalda veiði vegna þeirrar miklu áherslu sem Landsvirkjun hefur lagt á að búa vel að fiskistofnum árinnar samhliða uppbyggingu virkjana gegnum tíðina. Hvammsvirkjun verður engin undantekning og alveg óþarfi að vega að heiðri reynslumikilla fræðimanna í þeim skoðanaskiptum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér umgjörð framkvæmdarinnar, þá bendi ég á vefsíðuna: landsvirkjun.is/hvammsvirkjun Höfundur er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar. Frá því að byrjað var að virkja Þjórsá hefur laxastofninn í ánni fjórfaldast og er nú sá stærsti á landinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem raktar voru í grein hér á Vísi fyrir skemmstu. Auk þess sem þar kom fram má nefna hlut Veiðifélags Þjórsár. Veiðifélagið hefur jafnan gert miklar kröfur til Landsvirkjunar um búnað, hönnun og skipulag svo fiskur og seiði eigi greiða leið upp og niður ána á virkjanasvæðunum. Sá metnaður hefur borið þennan góða árangur sem að framan greinir. Hvammsvirkjun engin undantekning Hvammsvirkjun er þarna engin undantekning. Meðfram hönnun virkjunarinnar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir til að tryggja áframhaldandi góða fiskigengd. Margir umhverfisþættir verða svo vaktaðir áfram, bæði fyrir og eftir gangsetningu. Nú ber hins vegar svo við að stjórnarmaður í Veiðifélaginu vegur illa að starfsheiðri dr. Sigurðar Guðjónssonar, fiskifræðings. Í grein Jóns Árna Vignissonar sem birtist í gær segir beinlínis að sérfræðiþekking Sigurðar sé einskis virði, hann sé aðeins að „greiða leið stórfyrirtækja.“ Jón Árni virðist komast að þessari niðurstöðu vegna þess að Sigurður hafi starfað fyrir Hafrannsóknastofnun áður en hann kom til starfa fyrir Landsvirkjun. Megnið af sinni starfsævi starfaði dr. Sigurður hjá Veiðimálastofnun og eftir sameiningu stofnananna varð hann forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann lét af störfum þar árið 2021. Dr. Sigurður hefur sem sagt rannsakað og stýrt rannsóknum á fiskistofnum áratugum saman. Það er ljóst að fengur er að fræðimanni með slíka reynslu og þekkingu í umhverfisrannsóknateymi Landsvirkjunar en þar hefur hann starfað síðastliðið ár við góðan orðstír. Fagleg umræða mikils virði Landsvirkjun tekur allri málefnalegri gagnrýni fagnandi. Dylgjur um annarleg sjónarmið sérfræðinga falla ekki í þann flokk og óskandi að hægt sé að halda umræðunni á faglegri nótum. Um 40% af laxastofninum í Þjórsá eru veidd í net fyrir neðan virkjanir á ári hverju. Veiðifélag Þjórsár hefur því uppskorið margfalda veiði vegna þeirrar miklu áherslu sem Landsvirkjun hefur lagt á að búa vel að fiskistofnum árinnar samhliða uppbyggingu virkjana gegnum tíðina. Hvammsvirkjun verður engin undantekning og alveg óþarfi að vega að heiðri reynslumikilla fræðimanna í þeim skoðanaskiptum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér umgjörð framkvæmdarinnar, þá bendi ég á vefsíðuna: landsvirkjun.is/hvammsvirkjun Höfundur er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar