Kvaddi MR með dansi uppi á borðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2023 11:00 Franziska segist ekki hafa verið viss hvort hún fengi nokkurn tímann að fara á ball á menntaskólagöngunni. Franziska Una Dagsdóttir Nýstúdentinn Franziska Una Dagsdóttir segist hafa vitað að hún væri í góðum málum þegar hún vissi að hún hafi staðist stúdentspróf í sögu. Hún segir jafnframt að góðar minningar úr menntaskóla vegi margfalt hærra en einkunnir. Franziska hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík haustið 2020, í miðjum heimsfaraldri. Hún segir fjarnámið hafa verið erfitt og félagslífsskortinn kostað sitt fyrir andlegu heilsuna. „Ég eiginlega þoldi ekki MR því þetta var bara erfitt nám og maður hitti engan,“ segir hún. Hún viðurkennir að auðvelt hafi verið að sofna við tölvuna í fjarnáminu. Það hafi því líka kostað hluta námsárangursins, til að mynda fall í latínu í lok fjórða bekkjar sem þó var kippt í lag með endurtektarprófi. Franziska áréttir þó að henni finnist einkunnirnar langt frá því að vera aðalatriðið. „Mér finnst minningarnar sem ég tek með mér og fólkið sem ég kynnist miklu mikilvægari en einhver tala,“ segir hún. „Tölur skilgreina ekki gáfur fólks.“ Sjöttubekkingar í fullum tóga-skrúða fyrir tolleringar.Franziska Una Dagsdóttir Aflétting sóttvarnareglna reyndist Franzisku mikill léttir. „Ég var ekki viss um að ég fengi að fara á böll nokkurn tímann á menntaskólagöngunni minni,“ segir hún. Félagslífið fékk því oft að reika framar í forgangsröðun Franzisku loks þegar færi var á. Hún sat í ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa sem hún nefnir að hafi alfarið verið skipuð stelpum. Að auki sýndi hún með leikhópnum Frúardegi og ráðleggur sérhverjum framhaldsskólanema að prófa að ganga í leikfélag. Aðspurð hvort einhver atburður standi upp úr á menntaskólagöngunni segir Franziska frá hjartnæmu atviki í Cösukjallaranum, nemendasvæði skólans. „Ég og vinkona mín vorum einar í Cösukjallara og við áttum lítið eftir af skólanum og ákváðum að kveðja Cösuna almennilega með því að spila háa tónlist og dansa uppi á borðum, það var ótrúlega gaman.“ Franziska að sýna leikritið Koppafeiti með leikfélaginu Frúardegi.Franziska Una Dagsdóttir Stytting menntaskóla hefur verið á margra vörum síðan hún var sett á. Franziska segir að lengst af hafi henni fundist þrjú ár alltof stuttur tími. „Ég var alltaf á þeirri skoðun að þrjú ár væri alltof lítið þangað til undir lokin þegar maður var bara kominn með nóg af þessu.“ Eftir menntaskólann segist Franziska ætla að taka sér árspásu og vinna annað hvort á frístundaheimili eða sem stuðningsfulltrúi. „Ég er spennt fyrir því að geta komið heim eftir langan dag og ekki þurfa að gera neitt,“ segir hún. Því næst segir Franziska leiðina liggja í kennaranám. „Mér finnst bara svo dýrmætt að fá að móta komandi kynslóðir og fá tækifæri til þess að hafa einhver áhrif.“ Hún segir mikilvægt að fræðsla um fordóma og góða framkomu byrji snemma því slíka hluti sé erfiðara að kenna með hækkandi aldri. Framhaldsskólar Reykjavík Tímamót Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. 28. maí 2022 14:52 Dúxaði með íslenskuverðlaunum en talar taílensku heima Nýstúdentinn Thanawin Yodsurang dúxaði í dag Menntaskólann við Sund með einkunnina 9,7. Hann segir vinnusemi og metnað vera lykilatriði til góðra einkunna. 3. júní 2023 15:16 Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. 18. maí 2023 06:30 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Franziska hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík haustið 2020, í miðjum heimsfaraldri. Hún segir fjarnámið hafa verið erfitt og félagslífsskortinn kostað sitt fyrir andlegu heilsuna. „Ég eiginlega þoldi ekki MR því þetta var bara erfitt nám og maður hitti engan,“ segir hún. Hún viðurkennir að auðvelt hafi verið að sofna við tölvuna í fjarnáminu. Það hafi því líka kostað hluta námsárangursins, til að mynda fall í latínu í lok fjórða bekkjar sem þó var kippt í lag með endurtektarprófi. Franziska áréttir þó að henni finnist einkunnirnar langt frá því að vera aðalatriðið. „Mér finnst minningarnar sem ég tek með mér og fólkið sem ég kynnist miklu mikilvægari en einhver tala,“ segir hún. „Tölur skilgreina ekki gáfur fólks.“ Sjöttubekkingar í fullum tóga-skrúða fyrir tolleringar.Franziska Una Dagsdóttir Aflétting sóttvarnareglna reyndist Franzisku mikill léttir. „Ég var ekki viss um að ég fengi að fara á böll nokkurn tímann á menntaskólagöngunni minni,“ segir hún. Félagslífið fékk því oft að reika framar í forgangsröðun Franzisku loks þegar færi var á. Hún sat í ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa sem hún nefnir að hafi alfarið verið skipuð stelpum. Að auki sýndi hún með leikhópnum Frúardegi og ráðleggur sérhverjum framhaldsskólanema að prófa að ganga í leikfélag. Aðspurð hvort einhver atburður standi upp úr á menntaskólagöngunni segir Franziska frá hjartnæmu atviki í Cösukjallaranum, nemendasvæði skólans. „Ég og vinkona mín vorum einar í Cösukjallara og við áttum lítið eftir af skólanum og ákváðum að kveðja Cösuna almennilega með því að spila háa tónlist og dansa uppi á borðum, það var ótrúlega gaman.“ Franziska að sýna leikritið Koppafeiti með leikfélaginu Frúardegi.Franziska Una Dagsdóttir Stytting menntaskóla hefur verið á margra vörum síðan hún var sett á. Franziska segir að lengst af hafi henni fundist þrjú ár alltof stuttur tími. „Ég var alltaf á þeirri skoðun að þrjú ár væri alltof lítið þangað til undir lokin þegar maður var bara kominn með nóg af þessu.“ Eftir menntaskólann segist Franziska ætla að taka sér árspásu og vinna annað hvort á frístundaheimili eða sem stuðningsfulltrúi. „Ég er spennt fyrir því að geta komið heim eftir langan dag og ekki þurfa að gera neitt,“ segir hún. Því næst segir Franziska leiðina liggja í kennaranám. „Mér finnst bara svo dýrmætt að fá að móta komandi kynslóðir og fá tækifæri til þess að hafa einhver áhrif.“ Hún segir mikilvægt að fræðsla um fordóma og góða framkomu byrji snemma því slíka hluti sé erfiðara að kenna með hækkandi aldri.
Framhaldsskólar Reykjavík Tímamót Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. 28. maí 2022 14:52 Dúxaði með íslenskuverðlaunum en talar taílensku heima Nýstúdentinn Thanawin Yodsurang dúxaði í dag Menntaskólann við Sund með einkunnina 9,7. Hann segir vinnusemi og metnað vera lykilatriði til góðra einkunna. 3. júní 2023 15:16 Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. 18. maí 2023 06:30 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. 28. maí 2022 14:52
Dúxaði með íslenskuverðlaunum en talar taílensku heima Nýstúdentinn Thanawin Yodsurang dúxaði í dag Menntaskólann við Sund með einkunnina 9,7. Hann segir vinnusemi og metnað vera lykilatriði til góðra einkunna. 3. júní 2023 15:16
Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. 18. maí 2023 06:30