Þakklátari en nokkru sinni fyrr eftir erfið áföll Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. maí 2023 10:04 Bjargey deildi ótrúlegri lífsreynslusögu í hlaðvarpsþættinum Brestur. Bjargey Ingólfsdóttir. Bjargey Ingólfsdóttir, fæðingardoula, fararstjóri og félagsráðgjafi, er þriggja barna móðir sem upplifði dauðann í tvígang á sama degi fyrir þrettán árum. Fyrst þegar hún hélt að sonur hennar væri látinn við fæðingu og þegar hún dó sjálf um stund og segist hafa fundið fyrir návist ömmu sinnar. „Það eru gerð alveg ofboðsleg mistök í fæðingunni. Mér var gefinn sjöfaldur skammtur af hríðaörvandi efni,“ segir Bjargey. Hún var gestur í hlaðvarpsþættinum Brestur á dögunum og ræddi erfiða og lífsmótandi reynslu sína í fæðingu á Landspítalanum. Bjargey segist hafa undirbúið sig eins og vel og hún gat fyrir fæðinguna enda reynslubolti í faginu, ef svo má að orði komast. Hún átti tvær erfiðar fæðingar að baki og nú var von á dreng í heiminn. „Hann fæðist í raun og veru andvana. Hann er alveg eins og leir þegar ég tek á móti honum. Það var sogað upp úr honum og hann hnoðaður í gang,“ upplýsir Bjargey. Allt fór sem betur fer vel að lokum og drengurinn er alheilbrigður í dag. En dramatíkinni á fæðingardeildinni þennan dag var ekki lokið. Miklir krampar í legið Bjargey fékk mikla krampa í legið sem olli verulegri blæðingu. Hún var flutt í flýti inn á skurðstofu. „Þeir héldu að þeir hefðu náð tökum á þessu og ég væri orðin stöðug. Ég var færð aftur inn á fæðingarstofu og fæ hann í fangið, en þá byrjaði í raun ballið aftur,“ segir Bjargey. Hún var farin að missa meðvitund og var flutt í annað sinn inn á skurðstofu. Hún skynjaði örvæntingarfullt ástand í kringum sig. „Það er læknir sem er alltaf að horfa í augun á mér og er við hliðina á mér allan tímann. Ég skynja panik ástandið. Ég spyr hana; ég er að fara að sjá börnin mín aftur, er það ekki? „Ég ætla að gera mitt besta,“ svarar hún.“ Amman ýtti henni niður Bjargey segist þess fullviss að þarna hafi hún upplifað dauðann. „Það sem gerðist inni á skurðstofunni var það að ég upplifði að deyja,“ segir Bjargey og lýsir því sem magnaðri upplifun. „Ég lá á skurðarborðinu og fann hvernig ég fór út úr líkamanum og fór að svífa hægt og rólega. Ég sá allan hamaganginn á skurðstofunni. Það voru um tíu manns á stofunni að hnoða mig, dæla í mig blóði, og ég svíf í fallega hvítu ljósi. Þetta er ofboðslega góð minning í dag,“ segir Bjargey. Hún hafi fundið fyrir návist ömmu sinnar sem lést þegar Bjargey var fimmtán ára. Hún hafi verið henni afar kær. „Nei, ekki núna“ „Ég sé hana taka á móti mér og einhvern veginn horfa til mín. Ég kem nær og er að svífa upp til hennar og finn alsælutilfinningu. “ Að sögn Bjargeyjar horfir amma hennar grimmum augum á hana, sem var ólíkt henni og segir nei ekki núna. Hún lýsir því hvernig amma hennar setti hendurnar á brjóstkassann á sér og ýtti henni fast niður. „Það var eins og ég væri á trampólíni og fer beint niður til baka. Þannig kippist ég við og opna augun og kem til baka,“ segir Bjargey en hún hafði þá verið stuðuð með hjartastuðtæki. Í aðgerðinni kom í ljós að hún var með ógreinda endómetríósu sem gat verið ástæðan fyrir blæðingunni. Hún missti nær fjóra lítra af blóði. Segir dauðann fallega stund „Ég veit að það er rosalega skrítið að geta sagt þetta en ég hugsa ekki neikvætt til þess að deyja í dag af því ég er búin að prófa það. Ég var ekki tilbúin þá og minn tími var ekki kominn. Ég veit að það verður friðsæl stund og þetta verður fallegt. Maður fer bara á annað stað,“ segir Bjargey einlæg og þakklát fyrir lífið. Eftir mikla sjálfsvinnu, áfallameðferð og endurhæfingu ákvað Bjargey að eyða ekki einni mínútu af lífinu í það sem henni þyki leiðinlegt. „Ég til dæmis skúra ekki þar sem mér finnst það leiðinlegt,“ segir Bjargey. Hún bætir við að hún eyði heldur hvorki tíma né orku í fólk sem henni þyki leiðinlegt. „Ég segi alltaf í dag, you only live once, en nei ekki ég. Ég er hérna í annað sinn,“ segir Bjargey kómísk í röddinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan: Ástin og lífið Barnalán Tímamót Tengdar fréttir Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
„Það eru gerð alveg ofboðsleg mistök í fæðingunni. Mér var gefinn sjöfaldur skammtur af hríðaörvandi efni,“ segir Bjargey. Hún var gestur í hlaðvarpsþættinum Brestur á dögunum og ræddi erfiða og lífsmótandi reynslu sína í fæðingu á Landspítalanum. Bjargey segist hafa undirbúið sig eins og vel og hún gat fyrir fæðinguna enda reynslubolti í faginu, ef svo má að orði komast. Hún átti tvær erfiðar fæðingar að baki og nú var von á dreng í heiminn. „Hann fæðist í raun og veru andvana. Hann er alveg eins og leir þegar ég tek á móti honum. Það var sogað upp úr honum og hann hnoðaður í gang,“ upplýsir Bjargey. Allt fór sem betur fer vel að lokum og drengurinn er alheilbrigður í dag. En dramatíkinni á fæðingardeildinni þennan dag var ekki lokið. Miklir krampar í legið Bjargey fékk mikla krampa í legið sem olli verulegri blæðingu. Hún var flutt í flýti inn á skurðstofu. „Þeir héldu að þeir hefðu náð tökum á þessu og ég væri orðin stöðug. Ég var færð aftur inn á fæðingarstofu og fæ hann í fangið, en þá byrjaði í raun ballið aftur,“ segir Bjargey. Hún var farin að missa meðvitund og var flutt í annað sinn inn á skurðstofu. Hún skynjaði örvæntingarfullt ástand í kringum sig. „Það er læknir sem er alltaf að horfa í augun á mér og er við hliðina á mér allan tímann. Ég skynja panik ástandið. Ég spyr hana; ég er að fara að sjá börnin mín aftur, er það ekki? „Ég ætla að gera mitt besta,“ svarar hún.“ Amman ýtti henni niður Bjargey segist þess fullviss að þarna hafi hún upplifað dauðann. „Það sem gerðist inni á skurðstofunni var það að ég upplifði að deyja,“ segir Bjargey og lýsir því sem magnaðri upplifun. „Ég lá á skurðarborðinu og fann hvernig ég fór út úr líkamanum og fór að svífa hægt og rólega. Ég sá allan hamaganginn á skurðstofunni. Það voru um tíu manns á stofunni að hnoða mig, dæla í mig blóði, og ég svíf í fallega hvítu ljósi. Þetta er ofboðslega góð minning í dag,“ segir Bjargey. Hún hafi fundið fyrir návist ömmu sinnar sem lést þegar Bjargey var fimmtán ára. Hún hafi verið henni afar kær. „Nei, ekki núna“ „Ég sé hana taka á móti mér og einhvern veginn horfa til mín. Ég kem nær og er að svífa upp til hennar og finn alsælutilfinningu. “ Að sögn Bjargeyjar horfir amma hennar grimmum augum á hana, sem var ólíkt henni og segir nei ekki núna. Hún lýsir því hvernig amma hennar setti hendurnar á brjóstkassann á sér og ýtti henni fast niður. „Það var eins og ég væri á trampólíni og fer beint niður til baka. Þannig kippist ég við og opna augun og kem til baka,“ segir Bjargey en hún hafði þá verið stuðuð með hjartastuðtæki. Í aðgerðinni kom í ljós að hún var með ógreinda endómetríósu sem gat verið ástæðan fyrir blæðingunni. Hún missti nær fjóra lítra af blóði. Segir dauðann fallega stund „Ég veit að það er rosalega skrítið að geta sagt þetta en ég hugsa ekki neikvætt til þess að deyja í dag af því ég er búin að prófa það. Ég var ekki tilbúin þá og minn tími var ekki kominn. Ég veit að það verður friðsæl stund og þetta verður fallegt. Maður fer bara á annað stað,“ segir Bjargey einlæg og þakklát fyrir lífið. Eftir mikla sjálfsvinnu, áfallameðferð og endurhæfingu ákvað Bjargey að eyða ekki einni mínútu af lífinu í það sem henni þyki leiðinlegt. „Ég til dæmis skúra ekki þar sem mér finnst það leiðinlegt,“ segir Bjargey. Hún bætir við að hún eyði heldur hvorki tíma né orku í fólk sem henni þyki leiðinlegt. „Ég segi alltaf í dag, you only live once, en nei ekki ég. Ég er hérna í annað sinn,“ segir Bjargey kómísk í röddinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan:
Ástin og lífið Barnalán Tímamót Tengdar fréttir Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01