Ráðherra verður við áskorun þingmanns og ljósmóður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2023 16:15 Willum varð við áskorun Jóhanns og ætlar að leggja til að heimaþjónusta ljósmæðra verði veitt nýjum foreldrum og börnum óháð því hve lengi þau dvöldu á fæðingarstofnun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ætlar að leggja til að heimaþjónusta ljósmæðra verði veitt nýjum foreldrum og börnum óháð því hve lengi þau dvöldu á fæðingarstofnun. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hvatti ráðherra til að hafa forgöngu um slíka breytingu í óundirbúnum fyrirspurnatíma fyrr í vor. Sagði enga heimavitjun fyrir þær fjölskyldur sem helst þyrftu „Samkvæmt rammasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra fellur rétturinn til heimavitjunar niður ef foreldrar og barn þurfa af einhverjum ástæðum að vera lengur en 72 klukkustundir á fæðingardeild. Þetta er svo öfugsnúið vegna þess að það eru einmitt þessar fjölskyldur sem þurfa kannski mest á þessari þjónustu að halda,“ sagði í fyrirspurn Jóhanns Páls í il heilbrigðisráðherra þann 13. mars síðastliðinn. „Er ráðherra sammála mér, ljósmæðrum og okkur jafnaðarmönnum um að heimavitjun ljósmæðra eigi að vera fyrir alla foreldra, en ekki bara suma? Og megum við ekki treysta því, herra forseti, að hæstv. ráðherra búi þannig um hnútana að svo verði?,“ spurði Jóhann enn fremur. Willum boðar breytingar Heilbrigðisráðherra þakkaði þingmanninum fyrir ábendinguna og sagðist ætla að skoða málið. Í kjölfarið birtist grein eftir Emmu Marie Swift, ljósmóður á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands, þar sem hún hvatti ráðherra eindregið til að ráðast í umrædda breytingu og verða við áskorun þingmannsins. „Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi,“ skrifaði hún í grein sem birtist á Vísi í apríl. Nú hefur ráðherra svarað skriflegri fyrirspurn þingmannsins um sama efni og staðfest að hann hyggist verða við áskoruninni. „Heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu hefur þróast síðustu 25 ár í gegnum þennan samning, stuðlað að faglegri og öruggri þjónustu í sængurlegu í heimahúsi og leitt til styttingar sængurlegu á fæðingarstofnunum og fækkunar endurinnlagna sængurkvenna og barna þeirra,“ segir í svari ráðherra sem bætir við: „Til áframhaldandi þróunar þjónustunnar mun ráðherra leggja til breytingu á gildandi samningi þannig að aðgengi sængurkvenna og fjölskyldna þeirra að þjónustunni verði óháð lengd sængurlegu á stofnun, enda hafi málefnalegar ástæður legið að baki seinkun útskriftar.“ Alþingi Fæðingarorlof Heilbrigðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hvatti ráðherra til að hafa forgöngu um slíka breytingu í óundirbúnum fyrirspurnatíma fyrr í vor. Sagði enga heimavitjun fyrir þær fjölskyldur sem helst þyrftu „Samkvæmt rammasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra fellur rétturinn til heimavitjunar niður ef foreldrar og barn þurfa af einhverjum ástæðum að vera lengur en 72 klukkustundir á fæðingardeild. Þetta er svo öfugsnúið vegna þess að það eru einmitt þessar fjölskyldur sem þurfa kannski mest á þessari þjónustu að halda,“ sagði í fyrirspurn Jóhanns Páls í il heilbrigðisráðherra þann 13. mars síðastliðinn. „Er ráðherra sammála mér, ljósmæðrum og okkur jafnaðarmönnum um að heimavitjun ljósmæðra eigi að vera fyrir alla foreldra, en ekki bara suma? Og megum við ekki treysta því, herra forseti, að hæstv. ráðherra búi þannig um hnútana að svo verði?,“ spurði Jóhann enn fremur. Willum boðar breytingar Heilbrigðisráðherra þakkaði þingmanninum fyrir ábendinguna og sagðist ætla að skoða málið. Í kjölfarið birtist grein eftir Emmu Marie Swift, ljósmóður á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands, þar sem hún hvatti ráðherra eindregið til að ráðast í umrædda breytingu og verða við áskorun þingmannsins. „Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi,“ skrifaði hún í grein sem birtist á Vísi í apríl. Nú hefur ráðherra svarað skriflegri fyrirspurn þingmannsins um sama efni og staðfest að hann hyggist verða við áskoruninni. „Heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu hefur þróast síðustu 25 ár í gegnum þennan samning, stuðlað að faglegri og öruggri þjónustu í sængurlegu í heimahúsi og leitt til styttingar sængurlegu á fæðingarstofnunum og fækkunar endurinnlagna sængurkvenna og barna þeirra,“ segir í svari ráðherra sem bætir við: „Til áframhaldandi þróunar þjónustunnar mun ráðherra leggja til breytingu á gildandi samningi þannig að aðgengi sængurkvenna og fjölskyldna þeirra að þjónustunni verði óháð lengd sængurlegu á stofnun, enda hafi málefnalegar ástæður legið að baki seinkun útskriftar.“
Alþingi Fæðingarorlof Heilbrigðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“