Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. maí 2023 08:01 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Arnar Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mætti á leiðtogafund G-7-ríkjanna í Hiroshima í Japan um helgina. Á fundinum var meðal annars ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Stærstu tíðindin, sem Selenskí hefur sagt „söguleg,“ er loforð Bandaríkjamanna um þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orrustuþotur. Rússar vara Vesturlönd við að senda Úkraínumönnum orrustuþoturnar, en hingað til höfðu ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda sams konar herþotur til Úkraínu. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur leiðtogafundinn hafa verið mikilvægan. „Þessir fundir eru alltaf mikilvægir, sérstaklega þar sem hann kemur aftur heim með loforð um áframhaldandi stuðning: Fjárhagslegan, efnahagslegan, siðferðilegan og aðallega hernaðarlegan. Stóra fréttin er kannski sú að þeim verður núna leyft að fá F-16 orrustuþotur einhvern tímann á næstu mánuðum. Og það eru töluverð tíðindi, kannski stóru tíðindin hvað vopnastuðning varðar.“ Friðrik segir að taka þurfi yfirlýsingum af gengi hersveita í innrásinni með fyrirvara. Borgin Bakhmut hefur verið mjög umtöluð en Wagner-liðar Rússa héldu því fram fyrir helgi að þeir hafi náð yfirráðum í bænum. Selenskí vísaði því alfarið á bug. Í bænum væri ekkert eftir nema eyðilegging og fallnir rússneskir hermenn. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ „[Bakhmut] skiptir máli, sérstaklega fyrir Rússa, varðandi sókn vestur. Og því hafa Úkraínumenn tekið þá ákvörðun að neita þeim um að ná borginni og nærliggjandi svæðum. Það hefur gengið ágætlega. Ég myndi taka með fyrirvara í raun öllum tíðindum frá Bakhmut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin [rússneskur auðjöfur sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“] lýsir því yfir að hafa náð borginni á sitt vald.“ Friðrik segir að Úkraínumenn hafi nýtt þessa miklu áherslu Rússa á borgina til að draga þangað frekara herlið og búnað frá Rússum, jafnvel í eins konar gildru. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Friðik í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mætti á leiðtogafund G-7-ríkjanna í Hiroshima í Japan um helgina. Á fundinum var meðal annars ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Stærstu tíðindin, sem Selenskí hefur sagt „söguleg,“ er loforð Bandaríkjamanna um þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orrustuþotur. Rússar vara Vesturlönd við að senda Úkraínumönnum orrustuþoturnar, en hingað til höfðu ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda sams konar herþotur til Úkraínu. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur leiðtogafundinn hafa verið mikilvægan. „Þessir fundir eru alltaf mikilvægir, sérstaklega þar sem hann kemur aftur heim með loforð um áframhaldandi stuðning: Fjárhagslegan, efnahagslegan, siðferðilegan og aðallega hernaðarlegan. Stóra fréttin er kannski sú að þeim verður núna leyft að fá F-16 orrustuþotur einhvern tímann á næstu mánuðum. Og það eru töluverð tíðindi, kannski stóru tíðindin hvað vopnastuðning varðar.“ Friðrik segir að taka þurfi yfirlýsingum af gengi hersveita í innrásinni með fyrirvara. Borgin Bakhmut hefur verið mjög umtöluð en Wagner-liðar Rússa héldu því fram fyrir helgi að þeir hafi náð yfirráðum í bænum. Selenskí vísaði því alfarið á bug. Í bænum væri ekkert eftir nema eyðilegging og fallnir rússneskir hermenn. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ „[Bakhmut] skiptir máli, sérstaklega fyrir Rússa, varðandi sókn vestur. Og því hafa Úkraínumenn tekið þá ákvörðun að neita þeim um að ná borginni og nærliggjandi svæðum. Það hefur gengið ágætlega. Ég myndi taka með fyrirvara í raun öllum tíðindum frá Bakhmut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin [rússneskur auðjöfur sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“] lýsir því yfir að hafa náð borginni á sitt vald.“ Friðrik segir að Úkraínumenn hafi nýtt þessa miklu áherslu Rússa á borgina til að draga þangað frekara herlið og búnað frá Rússum, jafnvel í eins konar gildru. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Friðik í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49
Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00