Saknar bílsins síns sem var stolið af sambýli Apríl Auður Helgudóttir skrifar 8. maí 2023 17:05 Freyr Vilmundarson í bílnum sínum sem tekinn var ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardagsins 6. maí. Freyr Vilmundarson, nítján ára íbúi á sambýlinu Árlandi í Fossvogi, saknar þess að geta farið í bíltúr með gæslumanni sínum þessa dagana. Ástæðan er sú að bílnum var stolið um helgina. Bíllinn er af gerðinni Hyundai I20, árgerð 2022, með númerinu EGD 17 og var lagt fyrir utan Árland þegar hann var tekinn ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vandinn er óleystur. Bílinn er ófundinn þótt lýsingar vitna gefi til kynna hver hafi verið að verki. Vilmundur Hansen er faðir Freys. Hann segir að starfsfólk Árlands viti hvernig þjófnaðurinn átti sér stað. Bílaþjófurinn hafi gengið inn á sambýlið um miðja nótt og tekið lyklana að bílnum. Faðir Freys lýsir því hve mikla þýðingu bíllinn hafi fyrir líf Freys sem viti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr og hlusta á tónlist. Umsjónaraðilar sjái um að keyra bílinn sem hafi bætt lífsgæði Freys til muna. Safnað fyrir bílnum Freyr flutti inn á sambýlið fyrir ári síðan. Þar var einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Efnt var til söfnunar fyrir bíl fyrir Frey á Facebook í ágúst í fyrra. Í færslu um söfnunina á Facebook sagði: „Þannig er að eftir að Freyr flutti á nýtt sambýli að þá hefur aðgangur að bíl verið töluvert minni en hann átti að venjast á gamla staðnum. Þar sem hann getur hvorki notað strætó né ferðaþjónustuna þá hefur þetta verið svolítið erfitt, bæði fyrir hann og starfsfólkið. Fyrir utan að þurfa að komast á staði þannig að hægt sé að auðga líf hans með alls kyns afþreyingu, þá elskar hann að fara í bíltúra. Það róar hann mikið að fara í bíltúr.“ Freyr elskar að fara í bíltúra. Bílinn gerði Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundinn öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni. Vilmundur segir að af lýsingum vitna að dæma þá liggi fyrir hver tók bílinn. „Ég efast um að þetta hafi hafa verið planað. En ef aðilinn hefur farið inn á sambýlið þá hefur hann bara getað tekið lykla að einhverjum bíl. Þetta er kannski bara okkar óheppni að þetta hafi verið bílinn hans Freys,“ segir Vilmundur. Hann segir Frey átta sig á breyttri stöðu að geta ekki farið í bíltúr þó hann átti sig ekki á því hvers vegna. Hann segir starfsfólk Árlands hafa brugðist vel við, látið foreldrana vita og hringt í lögregluna. „Það er vel hugsað um hann þarna og þetta er nýtt og flott sambýli. Þetta var óheppni og auðvitað mjög leiðinlegt. Ég veit ekki alveg hver næstu skref eru en vona bara hið besta.“ Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Bíllinn er af gerðinni Hyundai I20, árgerð 2022, með númerinu EGD 17 og var lagt fyrir utan Árland þegar hann var tekinn ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vandinn er óleystur. Bílinn er ófundinn þótt lýsingar vitna gefi til kynna hver hafi verið að verki. Vilmundur Hansen er faðir Freys. Hann segir að starfsfólk Árlands viti hvernig þjófnaðurinn átti sér stað. Bílaþjófurinn hafi gengið inn á sambýlið um miðja nótt og tekið lyklana að bílnum. Faðir Freys lýsir því hve mikla þýðingu bíllinn hafi fyrir líf Freys sem viti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr og hlusta á tónlist. Umsjónaraðilar sjái um að keyra bílinn sem hafi bætt lífsgæði Freys til muna. Safnað fyrir bílnum Freyr flutti inn á sambýlið fyrir ári síðan. Þar var einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Efnt var til söfnunar fyrir bíl fyrir Frey á Facebook í ágúst í fyrra. Í færslu um söfnunina á Facebook sagði: „Þannig er að eftir að Freyr flutti á nýtt sambýli að þá hefur aðgangur að bíl verið töluvert minni en hann átti að venjast á gamla staðnum. Þar sem hann getur hvorki notað strætó né ferðaþjónustuna þá hefur þetta verið svolítið erfitt, bæði fyrir hann og starfsfólkið. Fyrir utan að þurfa að komast á staði þannig að hægt sé að auðga líf hans með alls kyns afþreyingu, þá elskar hann að fara í bíltúra. Það róar hann mikið að fara í bíltúr.“ Freyr elskar að fara í bíltúra. Bílinn gerði Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundinn öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni. Vilmundur segir að af lýsingum vitna að dæma þá liggi fyrir hver tók bílinn. „Ég efast um að þetta hafi hafa verið planað. En ef aðilinn hefur farið inn á sambýlið þá hefur hann bara getað tekið lykla að einhverjum bíl. Þetta er kannski bara okkar óheppni að þetta hafi verið bílinn hans Freys,“ segir Vilmundur. Hann segir Frey átta sig á breyttri stöðu að geta ekki farið í bíltúr þó hann átti sig ekki á því hvers vegna. Hann segir starfsfólk Árlands hafa brugðist vel við, látið foreldrana vita og hringt í lögregluna. „Það er vel hugsað um hann þarna og þetta er nýtt og flott sambýli. Þetta var óheppni og auðvitað mjög leiðinlegt. Ég veit ekki alveg hver næstu skref eru en vona bara hið besta.“
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira