Pálmi Rafn heim á Húsavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. apríl 2023 23:31 Pálmi Rafn í einum af sínum fjölmörgu leikjum með KR. Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn Pálmason, íþróttastjóri KR, hefur fengið félagaskipti yfir í uppeldisfélag sitt Völsung sem leikur í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar. Pálmi Rafn lagði skóna á hilluna síðasta haust eftir átta tímabil með KR. Var hann til að mynda stór ástæða þess að KR varð Íslandsmeistari árið 2019. Þessi 38 ára gamli miðjumaður lét skóna þó ekki safna miklu ryki upp í hillu og hefur nú ákveðið að taka slaginn með uppeldisfélaginu í sumar. Spili hann með liðinu í sumar verður það hans fyrsti leikur í treyju félagsins í meira en tvo áratugi en hann lék síðast með liðinu, í 2. deild, árið 2002. Þaðan fór Pálmi Rafn til KA og svo Vals áður en hélt til Stabæk í Noregi. Varð hann Noregsmeistari með liðinu áður en hann færði sig yfir til Lilleström. Alls var hann tæp sjö ár í Noregi. Hann samdi við KR 2015 og lék með liðinu allt til loka síðustu leiktíðar. Þá tók hann við starfi íþróttastjóra hjá félaginu í janúar á síðasta ári. Pálmi Rafn er með 431 leik skráðan á KSÍ og hefur skorað í þeim 108 mörk. Þá spilaði hann á sínum tíma 18 A-landsleiki. Ljóst er að um hvalreka er að ræða fyrir Völsung þó það sé ekki víst hversu mikið Pálmi Rafn muni spila. Segja má að hann sé að feta í fótspor Baldurs Sigurðssonar, annars leikmanns sem hóf ferilinn á Húsavík, en Baldur samdi við uppeldisfélagið fyrir síðasta tímabil eftir farsælan feril hér á landi sem og í atvinnumennsku. Lék Baldur 17 leiki þegar Völsungur endaði í 4. sæti 2. deildar. Fótbolti Íslenski boltinn KR Völsungur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Pálmi Rafn lagði skóna á hilluna síðasta haust eftir átta tímabil með KR. Var hann til að mynda stór ástæða þess að KR varð Íslandsmeistari árið 2019. Þessi 38 ára gamli miðjumaður lét skóna þó ekki safna miklu ryki upp í hillu og hefur nú ákveðið að taka slaginn með uppeldisfélaginu í sumar. Spili hann með liðinu í sumar verður það hans fyrsti leikur í treyju félagsins í meira en tvo áratugi en hann lék síðast með liðinu, í 2. deild, árið 2002. Þaðan fór Pálmi Rafn til KA og svo Vals áður en hélt til Stabæk í Noregi. Varð hann Noregsmeistari með liðinu áður en hann færði sig yfir til Lilleström. Alls var hann tæp sjö ár í Noregi. Hann samdi við KR 2015 og lék með liðinu allt til loka síðustu leiktíðar. Þá tók hann við starfi íþróttastjóra hjá félaginu í janúar á síðasta ári. Pálmi Rafn er með 431 leik skráðan á KSÍ og hefur skorað í þeim 108 mörk. Þá spilaði hann á sínum tíma 18 A-landsleiki. Ljóst er að um hvalreka er að ræða fyrir Völsung þó það sé ekki víst hversu mikið Pálmi Rafn muni spila. Segja má að hann sé að feta í fótspor Baldurs Sigurðssonar, annars leikmanns sem hóf ferilinn á Húsavík, en Baldur samdi við uppeldisfélagið fyrir síðasta tímabil eftir farsælan feril hér á landi sem og í atvinnumennsku. Lék Baldur 17 leiki þegar Völsungur endaði í 4. sæti 2. deildar.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Völsungur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira