„Veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2023 10:31 Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, segist hafa verið í hálfgerðu sjokki þegar hann sá að Tindastóll hafi kvartað yfir leikmanni liðsins sem var of gamall til að spila með 11. flokki. Félögin höfðu gert heiðursmannasamkomulag um að leikmaðurinn mætti spila leikina. Vestri „Ég var eiginlega bara í sjokki og átti bara síst von á þessu, að það væri einhver sem færi og gengi á bak orða sinna,“ segir Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, eftir að Tindastóll sendi formlega kvörtun inn til KKÍ vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjum liðanna í 11. flokki karla. Félögin höfðu þó komist að „heiðursmannasamkomulagi“ um að leikmaðurinn mætti spila leikina, en um ræðir leikmann sem var orðinn of gamall til að spila í 11. flokki en stóð einn eftir í sínum aldursflokki hjá Vestra. „Ég er búinn að eiga í fínum samskiptum við forsvarsmenn Tindastóls núna í kvöld, og marga af Króknum, og það virðist vera sem svo að það hafi enginn vitað af þessu nema bara einhverjir örfáir aðilar. Það var enginn sem vissi af þessu í aðalstjórn og þessi ákvörðun um að kvarta undan þessu hafi komið bara frá einhverjum einum eða allavega mjög fáum aðilum.“ Sá sig knúinn til að vekja athygli á málinu Þórir ítrekar að ákvörðunin hafi verið tekin af mjög fáum aðilum innan Tindastóls. „Yfirþjálfarinn vissi ekki af þessu, ekki foreldrar og ekki formaður deildarinnar skilst mér. Það er það sem þeir segja.“ „En við vorum í samskiptum í dag við unglingaráðið þar sem við óskuðum eftir svörum við þessu og það voru ekkert góð svör þannig ég sá mig knúinn til að vekja athygli á þessu,“ sagði Þórir, en færslu Þóris þar sem hann fer yfir málið má sjá hér fyrir neðan. „Þarf rosalega fáa til að skemma mikið“ Þá segir Þórir að samkomulag eins og Vestri gerði við önnur félög í þeirra deild í 11. flokki hafi viðgengist lengi, enda séu flestir að reyna að róa í sömu átt. „Þetta hefur bara viðgengist mjög lengi í íþróttalífinu hérna, svona heiðursmannasamkomulag, og hefur aldrei verið vandamál að mér vitandi. Við erum öll í þessu mestmegnis saman og við viljum skapa öllum vettvang. Við viljum halda sem flestum í körfubolta, í íþróttinni okkar. Þegar það er einn aðili sem stendur utan hóps einhvers staðar þá finnum við honum stað og það er oft gert með einhverju svona samkomulagi sem er ekkert vandamál ef það er gert innan skynsamlegra marka. Það hefur aldrei verið vandamál.“ Ég ætla bara að vona að þetta verði ekki til þess að svona samkomulag hætti og ég hef ekki trú á því. Þórir bætir einnig við að flestir innan Tindastóls hafi viljað virða samkomulagið og að þetta sýni að örfáir einstaklingar geti skemmt ansi mikið fyrir mörgum. „En þetta sýnir að þarf bara rosalega fá til að skemma mikið. Eins og ég er að heyra núna eftir að færslan mín fór í loftið og eftir að þetta breiddist svona út, þá er ég að heyra að það hafi bara mjög fáir vitað af þessu innan deildarinnar hjá Tindastóli og þau eru bara jafn ósátt og við með þessa ákvörðun.“ „Flestir þarna vildu bara virða þetta samkomulag. Og ég veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu. Þeir vilja ekkert fara í úrslitakeppni á þessum forsendum og strákarnir hjá okkur vilja það svo sem ekki heldur. Það er nýbúið að kasta þeim út og koma svo aftur inn.“ Ekki að ósk Vestra að Tindastóll dragi lið sitt úr keppni Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, birti svo síðar í gærkvöldi færslu á Facebook-síðu félagsins þar sem hann tilkynnir að Tindastóll hafi ákveðið að draga lið sitt í 11. flokki úr úrslitakeppni „vegna samskiptaleysis á milli aðila innan félagsins.“ Þórir segir að það hafi ekki verið að ósk Vestra. „Ég ítrekaði það við alla sem ég talaði við á Króknum að það væri ekki okkar beiðni og ekki að okkar ósk að það yrði gert. Og ég raunverulega óskaði þeim góðs gengis, strákunum í liðinu, því þeir áttu engan þátt í þessu. Þannig ég raunverulega óskaði þeim góðs gengis og stend alltaf við það, en þetta er þeirra ákvörðun og það eru bara þau sem taka hana,“ sagði Þórir. Drengirnir í flokknum mjög niðurdregnir eftir fréttirnar Þá segir Þórir að þrátt fyrir að Tindastóll dragi lið sitt úr úrslitakeppninni efist hann stórlega um að Vestri fái sætið aftur, enda sé það nú komið í ljós að liðið hafi notað ólöglegan leikmann í öllum leikjum deildarkeppninnar. „Ég veit ekki hvernig það virkar. Mér finnst mjög óeðlilegt ef að KKÍ veit af því að við notuðum ólöglegan leikmann að þeir fari svo allt í einu að hleypa okkur aftur inn í úrslitakeppnina. Mér fyndist það óeðlilegt ef svo væri og strákarnir okkar hafa engan áhuga á því að fara aftur inn eftir að það er nýbúið að henda þeim út af því að það var ekki virt samkomulag og svo ætti allt í einu að fara að bjóða þeim aftur inn. Það er ekki mikill áhugi hjá þeim.“ „Þeir voru mjög niðurdregnir við þessar fréttir, þjálfarinn og allir sem tengjast þessum flokk og bara félaginu okkar.“ Mér finnst þetta bara kóróna það að það séu ákveðnir verkferlar innan félaga varðandi svona mál, það verður að vera. „Trúi því að þessi vinnubrögð verði ekki aftur viðhöfð þarna“ Að lokum segir Þórir að málið sé sérstakt. Hann viðurkennir að Vestri hafi vissulega notað ólöglegan leikmann í öllum leikjum tímabilsins, en það hafi verið gert með samþykki allra annarra liða í deildinni. „Ég skil alveg þegar lið eru að koma kannski með tvo til þrjá leikmenn sem eru ólöglegir og ekki með neitt samþykki fyrir því, en við vorum bara heiðarleg fyrir tímabilið og óskuðum eftir samþykki allra. Mér finnst það svolítið öðruvísi.“ „Ég get alveg sagt það að við erum þá búnir að nota ólöglegan leikmann í öllum leikjum okkar hjá þessum flokki í vetur þannig það geta öll liðin kvartað formlega ef þau vilja, en það eru allir sem virða samkomulagið.“ „Hin liðin kvarta ekkert og það hefur enginn kvartað að mér vitandi allavega. En ég bara ítreka það að ég óska vinum mínum á Sauðárkróki alls hins besta og ég trúi því að þessi vinnubrögð verði ekki aftur viðhöfð þarna,“ sagði Þórir að lokum. Körfubolti Vestri Tindastóll Tengdar fréttir „Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. 25. apríl 2023 20:58 Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins. 25. apríl 2023 22:35 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Félögin höfðu þó komist að „heiðursmannasamkomulagi“ um að leikmaðurinn mætti spila leikina, en um ræðir leikmann sem var orðinn of gamall til að spila í 11. flokki en stóð einn eftir í sínum aldursflokki hjá Vestra. „Ég er búinn að eiga í fínum samskiptum við forsvarsmenn Tindastóls núna í kvöld, og marga af Króknum, og það virðist vera sem svo að það hafi enginn vitað af þessu nema bara einhverjir örfáir aðilar. Það var enginn sem vissi af þessu í aðalstjórn og þessi ákvörðun um að kvarta undan þessu hafi komið bara frá einhverjum einum eða allavega mjög fáum aðilum.“ Sá sig knúinn til að vekja athygli á málinu Þórir ítrekar að ákvörðunin hafi verið tekin af mjög fáum aðilum innan Tindastóls. „Yfirþjálfarinn vissi ekki af þessu, ekki foreldrar og ekki formaður deildarinnar skilst mér. Það er það sem þeir segja.“ „En við vorum í samskiptum í dag við unglingaráðið þar sem við óskuðum eftir svörum við þessu og það voru ekkert góð svör þannig ég sá mig knúinn til að vekja athygli á þessu,“ sagði Þórir, en færslu Þóris þar sem hann fer yfir málið má sjá hér fyrir neðan. „Þarf rosalega fáa til að skemma mikið“ Þá segir Þórir að samkomulag eins og Vestri gerði við önnur félög í þeirra deild í 11. flokki hafi viðgengist lengi, enda séu flestir að reyna að róa í sömu átt. „Þetta hefur bara viðgengist mjög lengi í íþróttalífinu hérna, svona heiðursmannasamkomulag, og hefur aldrei verið vandamál að mér vitandi. Við erum öll í þessu mestmegnis saman og við viljum skapa öllum vettvang. Við viljum halda sem flestum í körfubolta, í íþróttinni okkar. Þegar það er einn aðili sem stendur utan hóps einhvers staðar þá finnum við honum stað og það er oft gert með einhverju svona samkomulagi sem er ekkert vandamál ef það er gert innan skynsamlegra marka. Það hefur aldrei verið vandamál.“ Ég ætla bara að vona að þetta verði ekki til þess að svona samkomulag hætti og ég hef ekki trú á því. Þórir bætir einnig við að flestir innan Tindastóls hafi viljað virða samkomulagið og að þetta sýni að örfáir einstaklingar geti skemmt ansi mikið fyrir mörgum. „En þetta sýnir að þarf bara rosalega fá til að skemma mikið. Eins og ég er að heyra núna eftir að færslan mín fór í loftið og eftir að þetta breiddist svona út, þá er ég að heyra að það hafi bara mjög fáir vitað af þessu innan deildarinnar hjá Tindastóli og þau eru bara jafn ósátt og við með þessa ákvörðun.“ „Flestir þarna vildu bara virða þetta samkomulag. Og ég veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu. Þeir vilja ekkert fara í úrslitakeppni á þessum forsendum og strákarnir hjá okkur vilja það svo sem ekki heldur. Það er nýbúið að kasta þeim út og koma svo aftur inn.“ Ekki að ósk Vestra að Tindastóll dragi lið sitt úr keppni Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, birti svo síðar í gærkvöldi færslu á Facebook-síðu félagsins þar sem hann tilkynnir að Tindastóll hafi ákveðið að draga lið sitt í 11. flokki úr úrslitakeppni „vegna samskiptaleysis á milli aðila innan félagsins.“ Þórir segir að það hafi ekki verið að ósk Vestra. „Ég ítrekaði það við alla sem ég talaði við á Króknum að það væri ekki okkar beiðni og ekki að okkar ósk að það yrði gert. Og ég raunverulega óskaði þeim góðs gengis, strákunum í liðinu, því þeir áttu engan þátt í þessu. Þannig ég raunverulega óskaði þeim góðs gengis og stend alltaf við það, en þetta er þeirra ákvörðun og það eru bara þau sem taka hana,“ sagði Þórir. Drengirnir í flokknum mjög niðurdregnir eftir fréttirnar Þá segir Þórir að þrátt fyrir að Tindastóll dragi lið sitt úr úrslitakeppninni efist hann stórlega um að Vestri fái sætið aftur, enda sé það nú komið í ljós að liðið hafi notað ólöglegan leikmann í öllum leikjum deildarkeppninnar. „Ég veit ekki hvernig það virkar. Mér finnst mjög óeðlilegt ef að KKÍ veit af því að við notuðum ólöglegan leikmann að þeir fari svo allt í einu að hleypa okkur aftur inn í úrslitakeppnina. Mér fyndist það óeðlilegt ef svo væri og strákarnir okkar hafa engan áhuga á því að fara aftur inn eftir að það er nýbúið að henda þeim út af því að það var ekki virt samkomulag og svo ætti allt í einu að fara að bjóða þeim aftur inn. Það er ekki mikill áhugi hjá þeim.“ „Þeir voru mjög niðurdregnir við þessar fréttir, þjálfarinn og allir sem tengjast þessum flokk og bara félaginu okkar.“ Mér finnst þetta bara kóróna það að það séu ákveðnir verkferlar innan félaga varðandi svona mál, það verður að vera. „Trúi því að þessi vinnubrögð verði ekki aftur viðhöfð þarna“ Að lokum segir Þórir að málið sé sérstakt. Hann viðurkennir að Vestri hafi vissulega notað ólöglegan leikmann í öllum leikjum tímabilsins, en það hafi verið gert með samþykki allra annarra liða í deildinni. „Ég skil alveg þegar lið eru að koma kannski með tvo til þrjá leikmenn sem eru ólöglegir og ekki með neitt samþykki fyrir því, en við vorum bara heiðarleg fyrir tímabilið og óskuðum eftir samþykki allra. Mér finnst það svolítið öðruvísi.“ „Ég get alveg sagt það að við erum þá búnir að nota ólöglegan leikmann í öllum leikjum okkar hjá þessum flokki í vetur þannig það geta öll liðin kvartað formlega ef þau vilja, en það eru allir sem virða samkomulagið.“ „Hin liðin kvarta ekkert og það hefur enginn kvartað að mér vitandi allavega. En ég bara ítreka það að ég óska vinum mínum á Sauðárkróki alls hins besta og ég trúi því að þessi vinnubrögð verði ekki aftur viðhöfð þarna,“ sagði Þórir að lokum.
Körfubolti Vestri Tindastóll Tengdar fréttir „Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. 25. apríl 2023 20:58 Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins. 25. apríl 2023 22:35 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
„Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. 25. apríl 2023 20:58
Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins. 25. apríl 2023 22:35
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum