Kafari náði mögnuðum myndum af þéttri loðnutorfu við Hjalteyri Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2023 22:22 Kafari yfir loðnutorfunni við Hjalteyri í byrjun vikunnar. Erlendur Bogason Kafari sem var að tína skeljar á hafsbotni í Eyjafirði í byrjun vikunnar upplifði það að þétt loðnutorfa var skyndilega farin að synda í kringum hann. Sérstaka athygli vekur að loðnan var óhrygnd, sem styrkir vísbendingar um breytt hegðunarmynstur og að hún hrygni í auknum mæli við Norðurland. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnaðar myndir sem Erlendur Bogason kafari tók síðastliðinn sunnudag. Síðdegis þann dag var hann ásamt fleirum að kafa eftir skeljum við Hjalteyri. Erlendur Bogason kafari rekur köfunarfyrirtækið Strýtuna í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Erlendur lýsir því að hann hafi verið nánast uppi í fjöru þegar loðnutorfan birtist og synti hún alveg upp við yfirborð. Í fyrstu taldi hann að þetta væru eingöngu hængar, sem hann segir þekkjast á því að vera dekkri og stærri en hrygnan, en einnig á stærri raufarugga. Fljótlega tók Erlendur eftir því að þarna var einnig ljósari kvenloðna. Á kafla myndbandsins sést hún neðar og vinstra megin meðan hængarnir halda hópinn hægra megin en þekkt er að kynin séu aðskilin í torfu. Hængar, sem eru dekkri, sjást ofar og hægra megin. Hrygnur, sem eru ljósari, sjást neðar og vinstra megin. Erlendur Bogason Í fræðunum er mönnum kennt að loðnan hrygni einkum við Suður- og Suðvesturland síðla vetrar og drepist svo að mestu. Lengi hefur þó verið vitað að hún hrygnir einnig fyrir norðan og það seinna en loðnan fyrir sunnan. Hrygningarloðna norðanlands hefur þó verið talin óveruleg. Í frétt Stöðvar 2 í marsmánuði árið 2020 kom fram að fiskifræðingar teldu sig sjá vísbendingar um breytt atferli loðnunnar og aukna hrygningu fyrir norðan. Loðnutorfan í Eyjafirði var afar þétt.Erlendur Bogason Erlendur Bogason kafari segist einnig hafa haft spurnir af loðnu víðar fyrir Norðurlandi, bæði utar í Eyjafirði, í Þistilfirði og í Húnaflóa, en þessi mikli þéttleiki hennar við Hjalteyri vakti einnig athygli hans. Miðað við myndirnar af loðnutorfunni verður þess kannski ekki langt að bíða að menn sjái loðnuflotann að veiðum á miðjum Eyjafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um vísbendingar um breytt atferli loðnunnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum: Fyrir tveimur árum kafaði Erlendur niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði, sem sjá mátti í þessari frétt: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hörgársveit Vísindi Tengdar fréttir Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. 5. júlí 2022 23:31 Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. 8. apríl 2021 23:40 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnaðar myndir sem Erlendur Bogason kafari tók síðastliðinn sunnudag. Síðdegis þann dag var hann ásamt fleirum að kafa eftir skeljum við Hjalteyri. Erlendur Bogason kafari rekur köfunarfyrirtækið Strýtuna í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Erlendur lýsir því að hann hafi verið nánast uppi í fjöru þegar loðnutorfan birtist og synti hún alveg upp við yfirborð. Í fyrstu taldi hann að þetta væru eingöngu hængar, sem hann segir þekkjast á því að vera dekkri og stærri en hrygnan, en einnig á stærri raufarugga. Fljótlega tók Erlendur eftir því að þarna var einnig ljósari kvenloðna. Á kafla myndbandsins sést hún neðar og vinstra megin meðan hængarnir halda hópinn hægra megin en þekkt er að kynin séu aðskilin í torfu. Hængar, sem eru dekkri, sjást ofar og hægra megin. Hrygnur, sem eru ljósari, sjást neðar og vinstra megin. Erlendur Bogason Í fræðunum er mönnum kennt að loðnan hrygni einkum við Suður- og Suðvesturland síðla vetrar og drepist svo að mestu. Lengi hefur þó verið vitað að hún hrygnir einnig fyrir norðan og það seinna en loðnan fyrir sunnan. Hrygningarloðna norðanlands hefur þó verið talin óveruleg. Í frétt Stöðvar 2 í marsmánuði árið 2020 kom fram að fiskifræðingar teldu sig sjá vísbendingar um breytt atferli loðnunnar og aukna hrygningu fyrir norðan. Loðnutorfan í Eyjafirði var afar þétt.Erlendur Bogason Erlendur Bogason kafari segist einnig hafa haft spurnir af loðnu víðar fyrir Norðurlandi, bæði utar í Eyjafirði, í Þistilfirði og í Húnaflóa, en þessi mikli þéttleiki hennar við Hjalteyri vakti einnig athygli hans. Miðað við myndirnar af loðnutorfunni verður þess kannski ekki langt að bíða að menn sjái loðnuflotann að veiðum á miðjum Eyjafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um vísbendingar um breytt atferli loðnunnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum: Fyrir tveimur árum kafaði Erlendur niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði, sem sjá mátti í þessari frétt:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hörgársveit Vísindi Tengdar fréttir Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. 5. júlí 2022 23:31 Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. 8. apríl 2021 23:40 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. 5. júlí 2022 23:31
Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. 8. apríl 2021 23:40
Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33